Alþýðublaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 9
M. 1967 Sunnudags AlþýðublaSið — 15. okt. 1967 5 til útgáfu í smáum stíl en stór- um, og þar við bætist flutnings- kostnaður á öllu bókagerðarefni; ýmis konar stofnkostnaður í bókaútgáfu er hins vegar hina sami hvort sem upplög eru stór eða smá; og minnsta kosti sumir þættir bókagerðar eru óhæfilega dýrir hér á landi. Og bókagerð nýtur enganveginn sömu fyrir- greiðslu af opinberri hálfu og fannar ii[naður. Bókaútgefendur þreytast ekki að kæra það hátt og í hljóði að tollar skuli lagðir á allt efni til bókagerðar innan- lands meðan erlendar bækur eru fluttar tollfl-jálst inn í landið; það er krafa þeirra sem oft er höfð í frammi að þessir tollar verði afnumdir hið fyrsta svo þeir fái jafna aðstöðu við erlenda keppinauta ó bókamarkaði hér og innflytjendur bóka. í þessu máli tekur Ragnar í Smára aðra af- stöðu en bókaútgefendur tíðka, — segir minnsta kosti opinskátt það sem aðrir láta sér nægja að hugsa í hljóði: — Ég sé enga ástæðu til að pappír og bókbandsefni sé und- anþegið tolli frekar en önnur vara — meðan yíirleitt er talin þörf á toilum. Og ég héld það hefði ekki teljandi áhrif á bóka- verð þótt tollar væru felldir nið- ur á bókagerðarefni; annar út- gáfukostnaður er svo miklu meiri að þetta munaði svo sem engu á eintakið. En það er líka sjálf- sagt að leggja sambærilegan toll á' innfluttar erlendar bækur: það er bein árás á íslenzka bókaút- gáfu ef við höfum flækt okkur í einhverja alþjóðasamninga um að bækur skuli vera tollfrjálsar. Og hvers vegna skyldum við ekki leggja toll á bækur? Kvikmynd- ir eru skattlagðar með skemmt- anaskattinum, og hár tollur er lagður á hljómplötur. Ég sé enga ástæðu til að flytja Goethe inn tolifrjálst meðan 80% tollur er lagður á Beethoven. Eftirprent- anir íslenzkra listaverka sem Heigafeii lætur gera erlendis eru líka í háum tollflokki, tollur og söluskattur samanlagt tvöfalda verð þeirra. Kosti eftirprentun 1000 krónur má gera ráð fyrir að 500 krónur séu fyrir ramman- um, 250 krónur séu opinber gjöld, en verð myndarinnar sjálfrar 250 krónur. Auðvitað á að láta eitt ganga yfir bækur og anhan hliðstæðan varning. - En mætti ekki koma við ó- dýrri bókaútgáfu og lækka þannig bókaverð! — Ég var lengi að velta fyrir mér útgáfu bóka sem menn keyptu einvörðungu til að lesa þær. Og fyrir nokkrum árum gerði Helgafell. tilraun með að gefa út bækur í vasabroti, mjög ódýrri útgáfu. Þetta var einkum gert fyrir skólana, að tilmælum kennara, og bækurnar voru seldar i skólum; þannig gáfum við út t. d. ljóðmæli Jónasar Hallgríms- sonar og Gerplu Halldórs Lax- ness. Þetta gekk vel: við seldum Gerplu t. d. i 15000 eintökum. Og ég held að það sýni að þarna höf- um við fundið raunverulegan markað því að Gerpla er líka sú bók Laxness sem hefur selzt í stærstu upplagi í frumútgáfunni. Það er líklegt að ýmsir sem kynntust henni fyrst í vasabók hafi síðan viljað eignast Gerplu í varanlegri bók. Og við gáfum ll|ka út nýjar skáldsögur með þessum hætti, jafnhliða í vasa- bók og venjulegri útgáfu. En öll þessi útgáfa gekk með halla, enda var verð bókanna sem sagt mjög lágt, einar tuttugu krónur bókin. .. Þrátt fyrir alla söluna þurfti ég að gefa 80 þúsund krón- ur með GerpJu. Reynslan sýnir líka þegar bækur eru gefnar út bæði heftar og í bandi að kaup- endur viJja næstum undantekn- ingarlaust fá þær innbundnar — sama þó muni allt að tvö hundr- uð krónum á verðinu. Hér meta menn bækur mikils, bera til þeirra ástuð og virðingu, og vilja að þær séu varanlegar. Nú orðið finnst mér engin ástæða til að gefa út ódýra vasabók — nema um sé að ræða bók sem manni finnst að eigi erindi beinlínis við alla, einnig fólk sem aldrei mundi kaupa venjulega bók. M ■ *ér finnst að í bókagerð sé farið að gæta sömu sjónarmiða og spítalabyggingum og barna- skólum, sagði Ragnar Jónsson; þessi hús þurfa að vera svo fín að þau kosta minnst milljón á hvern krakka og hvern sjúkling. Bækur eru ekki til þess gerðar fyrst og fremst að gleðja augu smekkvísra manna á grafíska list heldur vegna innihaldsins, þær eru til að lesa þær. Og ég lield að eitt hlutverk bókaútgáfu hér hjá okkur sé um þessar mundir að reyna að vekja fólk til þjóð- fegha tilf/inninga, endurviekja Jestur þjóðlegra bókmennta. Það er til skammar að ljóðmæli Jón- asar og Heimskringla séu ekki ævinlega fáanleg á íslandi — og ég verð oft var við að ungt fólk saknar þess að klassískar bók- menntir okkar skuli ekki fást í aðgengilegum bókum. Þetta fólk mundi kaupa og lesa þær, ef bæk- urnar væru til. Helgafell er nú að undirbúa litla tilraun í þessa átt: við ætlum næsta haust að hleypa af stað nýjum bókaflokki með klassískum íslenzkum bók- menntum ' í myndskreyttum út- gáfum. Fyrstu bækurnar verða nýjar útgáfur á Heimskringlu með myndum norskra listamanna, sem oft er spurt um, verkum Jónasar Hallgrímssonar í útgáfu Tómasar Guðmundssonar, Grett- is sögu í útgáfu Halldórs Lax- ness með myndum Þorvaldar og Schevings; Jón Helgason ætlar að gefa út Konungsskuggsjá fyrir okkur, Hringur Jóhannsson er að gera myndir í Eyrbyggju, og í þessum fiokk á einnig að koma stórt þjóðsagnasafn myndskrevtt. Þessar bækur verða fyrst og fremst ætlaðar ungu fólki; þær eiga að verða okkar tillag til þeirrar þjóðlegu endurreisnar Framhald á 14. síðu. Ný bók MINNINGAR STEFÁNS JÓHANNS STEFÁNSSONAR, fyrrv. forsætisráðherra og sendiherra íslands í Kaupmannahöfn. Síðara bindi. Fyrsta bindið komið út 1966. Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar, Laugavegi 8. — Sími 19850. Sovézk bóka- sýning Sýning á sovézkum bókum að Laugavegi 18 dagana 17. — 30 október. Mál og menning Mezhdunarodnaja Kniga. Ensk gólfteppi Enskir teppadreglar Gangadreglar íeppafílt Gólfmottur Plastmottur Nýkomið í mjög f jölbreyttu úrvali. TEPPADEILDIN. KAUPIÐ OG LESIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.