Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 8
Bandaríkjanna ' í London, fyrr- verandi senators og fyrrver- andi og núverandi milljarða- mærings. Af honum tók við John, elzti sonurinn (eftir dauða Josephs bróður síns), forseti Bandaríkjanna til dauða- dags eins og kunnugt er. Nú er það Bobby sem stjórnar öllu, „tilvonandi forseti.” En næstráðandi hefur ávallt ver- ið „mamma Iíennedy”, þ. e. a. s. Rose, eiginkona Kennedy gamla. „Joe Kennedy” segir Peter Lavvford, ,,er einn af sterkustu og vitrustu mönnum sem ég hef nokkru sinni kynnzt.” Hann talar varlega um tengsl sín viö Kennedy- ættina, en þó er stundum hægt að lokka út úr honum fáein orð. „Síðan Joe fékk heilablóð- fall sem dró næstum úr hon- um allan • mátt hefur konan hans leikið; aðalhlutverkið á bak við tjöldin. Hún er orðin öldruð kona, en atorka hennar er óskiljanleg. Það er meiri kraftur í henni en Sammy Davis, og Sammy þarf alþlrei að hvíla sig.” Pat og Peter Lawford meðan allt lék í lyndi. Þau voru gift í tólf ár og eiga f jögur börn. Peter var hálfhræddur við að tengjast Kenne- dy- ættinni, en þar eignaðist hann goð'a og trygga vini. 'í<i „Mamma Kennedy” er stöðug og siðvönd, vill umfram allt koma Bobby í Hvíta húsið. „Þangað tiL‘ sagði hún við Jackie,,, verður þú að haga þér eins og okkur virðist sæma ekkju Johns-(, PETER LAWFORD hefur aldrei þótt nema miðlungs- góður leikari, og ef til vill stóð hann sig ekki of vel sem eiginmaður heldur. En því verður ekki neitað, að hann var á tímabili meðlimur í tveimur fínustu og sterkustu „klíkum” Bandaríkjanna: Kennedy-fjölskyldunni og Sinatra-flokknum. Hann var kvæntur Patriciu, systur hins látna forseta, og einn af beztu vinum Sammy Davis, negra- söngvarans og ófrýnilegasta kvennagulls aldarinnar. Nú er Lawfard ekki lengur í innsta hring, heldur við út- jaðarinn hjá Kennedy-hópnum. Pat fór fram á skilnað og fékk hann, mjög gegn vilja Bobbys sem var óánægður að fá slík- an blett á heiður ætta^innar. Aftur á móti er hann enn í innsta hring Sinatra-flokksins og er um þessar mundir í London að leika í kvikmynd með Sammy Davis. Kennedy-fjölskyldan hefur löngum hagað sér líkt og ríki- andi konungsætt sem telur sig muni halda völdum hvernig sem tímarnir kunni að breyt- ast. Fram til ársins 1960 var stjórnin í höndum Joe Kenn- edy, fyrrverandi ambassadors Lawford vill ekki viðurkenna að Kennedyarnir séu óum- ' burðarlyndir harðstjórar eins og þeir hafa fengið orð fyrir. „Það er ómetanlegt að eiga þá að vinum. Ef þeir á annað borð taka einhvern í vinahópinn hjálpa þeir honum, styðja hann og styrkja ó allan hátt. Þeir eru lausir við snobbhátt; konan mín er alþýðlegasta manneskja sem hægt er að . hugsa sér. Kennedyarnir eiga sér vini af öllum stéttum. Þeir spyrja ekki um lit eða kynþátt, trúarbrögð eða stöðu í lífinu. Þeim er illa við formfestu og fordómá. Ég var kvíðinn þeg- ar ég kvæntist'Pat, að nú yrði ég að taka þátt i endalausum kokkteilboðum og veizlum. En það var ekki ætlazt til neins Jackie nýtur ekki hylli tengdamóður sinnar. Einkum mun þó gömlu ur Jackie og Mike Nichols, leikstjórans sem stjóin iði kvikmyndinni , Woolf?” frúnni hafa. mislíkað samdrátt. Hver er hræddur við Virginiu i 8 17. október 1967 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.