Alþýðublaðið - 17.10.1967, Page 9

Alþýðublaðið - 17.10.1967, Page 9
Peter Lawford er nú skilinn við konu sína, systur Johns F. Kenne- , en talað er um sættir þeirra á milli. slíks af mér. Ég var algjörlega frjáls.” Það er aðeins eitt sem Kenn- edy-fjölskyldan þolir engum meðlima sinna — að gera eitt- hvað sem gæti spillt fyrir möguleikum Bobbys að komast í Hvíta húsið. Ströngust í þess- um efnum er „mamma Kenn- edy.” Og mestum aðfinnslum hennar verður Jackie fyrir. Sambandið hefur alltaf verið kalt þeirra á milli, en upp- áhaldstengdadóttirin er hins vegar Ethel, kona Bobbys, sem hefur alið manni sínum tíu börn og verið góð eiginkona og móðir. „Synir minir þurfa ekki á menntuðum og ljón- gáfuðum konum að halda,” hefur frúin oft sagt, „heldur konuni sem geta búið þeim gott heimili. Þeir eiga nógu mörg'vandamál við að stríða — konurnar þeirra þurfa að létta þeim byrðarnar, en auka ekki á þærJ’ „Jacqueline,” segir Peter Lawford, ,,er tilfinninganæm kona, gáfuð og fáguð. John Kennédy var sá af ættinni sem líktist henni mest í því tilliti. Þegar hún missti hann -svona sviplega umturnaðist allt líf hennar, og ef til vill nær hún sér aldrei eftir þetta reiðar- slag.” En Jackie hefur reynt að gleyma með því að kasta sér út í 'skemmtanalífið og leitt þannig yfir sig ákafa vanþókn- un gömlu frú Kennedy. Hún hefur • að vísu ekkert á móti því, að Jackie gifti sig aftur, en það verður að vera „hæf- ur maður.” Og það gerði kann- ski ekki svo mjög til með öll þessi smáskot tengdadóttur- innar, ef ekki væri um bar- áttu Bobbys að ræða til að verða forseti. „Þangað til son- ur minn er kominn í Hvíta húsið,” heíur hún sagt við Jackie, „verður þú að haga þér eins og okkur virðist sæma ekkju Jolms.” Peter Lawford heldur enn vináttu við Kennedy-fjölskyld- una þrátt fyrir skilnað þeirra Patriciu. „Ég hitti þau ekki eins oft og áður, en það er af öðrum ástæðum. Ég er mikið á ferðalögum, en ég sakna þeirra alltaf. Þau fordæma mig ekki fyrir skilnaðinn, enda eru þau ekki haldin neinu trúarof- stæki.” Pat og Péter voru gift í tólf ár og eiga fjögur börn. Stund- um er talað um, að þau muni sættast og ef til vill giftast öðru sinni. Bönd eins og á milli þeirra slitna ekki svo auð- veldlega, einkum ef annar að- ilinn er af Kennedy-ættinni. Eitt hefur Pet.er Lawford þó aldrei minnzt á, jafnvel ekki við nánustu vini sína: ásthrifn- ina sem sögð er hafa sprottið upp milli Jackie og leikstjór- ans Mike Nichols sem stjórn- aði kvikmyndinni „Hver er Ef þú saga er sönn hefur Jac- kie misstigið sig alvarlega. Nichols er fjórum árum yngri en hún, fráskilinn og gyð- ingatrúar. Ef Jackie giftist hon- um gæti það kostað Bobby for- setaembættið. Og það myndi fjölskyldan aldrei fyrirgefa henni. Ekki er Lawford síður hrif- inn af Sinatra-kiíkunni. „Við kynntumst náið skömmu eftir að ég kvæntist Pat. Frank var heitur aðdáandi Johns Kenn- edy, og það endaði með því, að við fórum að umgangast hver annan að staðaldri. Sinatra, Sammy Davis, Dean Martin og Framhald á bls. 15. Sammy Davis, „ófrýnilegasta kvennagull .aldarinnar“, er einn af nánustu vinum Peters Lawford. Sovézk bóka- sýning Sýning á sovézkum bókum að Laugavegi 18 dagana 17. — 30. október. Bækurnar eru til sölu. Mál og menning Mezhdunarodnaja Kniga. Meinatæknir óskast Staða meinatæknis við Kleppsspítalann er lauá til umsóknar. Laun samkvæmt Kjara- dómi. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 24. okt, n. k. Reykjavík, 14. október 1967 Skrifstofa ríkisspítalana. KAUPIÐ OG LESIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.