Alþýðublaðið - 17.10.1967, Side 14

Alþýðublaðið - 17.10.1967, Side 14
^iDPJL,- ■■■........ím HjóIbarSaverS$> stæði Vesturbæfar Aanast allar vitigerðlr á h1ól- börðum og slöngum. Vlff Nesveg. Sfml 23120. FKAMLEIÐUM ÁKLÆÐl á allar tegundir Ult OTUR Hringbraut 131. Slml 10650. Bifreiðin Úrvals enskir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Garðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun, Hverfisgötu 4, Reykjavík. Sítni 11506. Sjálfsmorð Frh. af 1 síðu. við Ráðstjórnarríkin. Ludvig Martin ríkissaksóknari tilkynnti á’ blaðamannafundi í Karlsruhe á mánudag, að njósna- hringur þessi heíði verið svikinn af sovézkum milligöngumanni sín uxn, yfirliðsforingja nokkrum sem hefði beðið um hæli sem pólitísk- ur flóttamaður á vesturlöndum og væri nú í Bandaríkjunum. Saksóknarinn sagði, að allir þeir, sem hefðu verið handteknir á miðvikudag, hefðu játað að hafa starfað við njósnahringinn. Einn þeirra handteknu er Heinz Suett erlin, eiginmaður frú Leonore. Maður þessi er ljósmyndari að atvinnu og hefur hann viðurkennt að hafa tekið myndir af leynilég um skjölum og afhent þau sov- ézkum milligöngumanni sínum. Frú Suetteriin, sem hengdi sig í kvennafangelsinu í Köln, hafði, eftir því sem líkur benda til, í mörg ár tekið heim með sér leyni leg skjöl úr vesturþýzka utanrík isráðuneytinu og látið eiginmann sinn ljósmynda þau. Dr. Martin sagðist ekki skilja ástæðuna, til þess að frúin framdi sjálfsmorð, þar sem' honum hefði virtst hún vera einbeitt kona með sjálfs- traust, Þó hafði hún í samtali við fangelsisstjórann á laugárdag lát ið í Ijósi ótta við stranga refs- ingu. í tilkynningu frá Washington segir, að yfirliðsforingi að nafni Jevgenij Runge, sem starfaði við sovézkar öryggissveitir í Evrópu, hefði nýlega gefið sig fram við bandarísk hernaðaryfirvöld í , Vestur-Þýzkalandi og beiðið um hæli. Engar frekari vitneskja var gefin í tilkynningunni um Runge nema hvað hann dvelur í Bada- ríkjunum nú. Guevara Framliald af 2. síðu. víska herinn fyrir að hafa myrt Guevara, eftir að hafa tekið hann höndum særðan. Á miðvikudag verður haldin viðhafnarmiki! minningarathöfn um Guevara á byltingartorginu í Havana. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur FÉLAGSFUNDUR verður í kvöld kl. 8,30 í Iðnó. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Efnahags- og atvinnumál. Frummælendur dr. Gylfi Þ. Gísla- son og Eggert G. Þorst einsson. 3. Önnur mál. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Leiðrétting við Þjóðviljagrein SIGURÐUR PÁLSSON, skólascj. í Borgarfirði eystra hafði sam- band við AlþýðublaÖið í gær vegna ummæla Þjóðviljans á laug ardag og síðar í leiðréttingar- grein í sama tolaði á sunnudag varðandi fund skólastjóra á Aust urlandi, sem haldinn var á Reyð- arfirði á föstudag til að ræða við brögð við orðsendingu Mennta- málaráðuneytisins varðandi heim ild til þess að veita nemendum frí frá skólum til síldarsöltunar. í Þjóðviljanum er toorið, að fundurinn hafi haft samband við menntamálaráðherra símleiðis, en hann hafi átt i nokkrum erfiðleik um með að túlka þá orðsendingu, sem ráðuneyti hans hefði gefið út. Sigurður Pálsson skólastjóri í Borgarfirði eystra toað blaðið um að koma eftirfarandi leiðréttingu á skrifum Þjóðviljans á framfæri: 1. Fundurinn sem slíkur hafði aldrei samtoand við ráðherra, held ur talaði ég sjálfur við hann upp á mitt eindæmi áður en fundur- inn kom saman. 2. Ég fékk greinargóð svör hjá ráðherra viðvíkjandi öllu, sem ég spurði hann um. Hafi eitthvað verið óljóst, þá er það mín sök en ekki ráðherra. 3. Hitt er svo annað mál, að er við komum saman á fundinn og ég sagði frá því að ég hefði rætt við ráðherra, spurðu félagar mín- ir mig um ýmis atriði, sem ég hafði ekki rætt við ráðherra um, og gat ég því auðvitað ekki lagt annað til málanna hvað þeim við- vék en mínar eigin skoðanir. 4. Ég hafði til dæmis orð á því á fundinum að ráðh. hefði kom- ið það á óvart, er ég sagði honum frá misskilningi, sem vart hefði orðið hjá fólki varðandi hversu túlka bæri tilkynningu ráðuneyt- isins. 6. Þessi fundur átti að vera til að styrkja aðstöðu okkar, sem að honum stóðu. í yfirlýsingu, sem við samþykktum á fundinum og send var blöðum og útvarpi, tók- um við fram það sem við óskuð- um að frá fundinum kæmi. Fæ ég því ekki séð, hverjum Þjóðvilj- inn hyggst gera gagn með þessum fréttaflutningi. — Þess skal getið, að skólastjórar af Héraði voru ekki boðaðir á þennan fund, þar sem við töldum að þetta vandamál snerti ekki skólastarf tojá þeim. r 1 H úsgagnamálarinn Ný þjónusta Húsgagnamálarinn málar fyrir yður húsgögn. Einnig heimilistæki t.d. ísskápinn í hrvítum eða hvaða lit sem vera skal. Ennfremur tekur hann að sér málun á hvers konar tækjum og áhöldum fyrir skóla, verzlanir, ýmis fyrir- tæki og aðrar stofnanir. — Aðeins fagmenn vinna verkið. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. Húsgagnamálarinn Auðbrekku 35, gengið inn frá Löngubrekku. Sími 42450. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar GÍSLI JÓNSSON, fyrrv. skólastjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 18. okt óber kl. 10.30 f.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Margrét Jónsdóttir, Jónas Gíslason, Arfríður Arnmundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Georg Lúðvíksson, Ólafur Jónsson, Birna Benjamínsdóttir, Jón P. Jónsson, Gróa Jóelsdóttir. 14 17. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.