Alþýðublaðið - 28.10.1967, Qupperneq 1
ALÞYÐUBLAÐ IÐ
næstu viku
BREYTINGAR
Vetrardagskrá hljóðvarpsins er
nú hafin. Þar gætir margra nýrra
grasa, hafa kvöldfréttirnar verið
færður aftur og. eru fréttirnar nú
lcsnar kl. 22, en ekki kl. 21 eins
og verið hefur. Þá er útvarpað
samfellt frá morgu'nútvarpi til há
degisútvarps og þar með ■ sam-
fleytt allan daginn frá dagskrár-
byrjun til dagskrárloka. Jafn-
fram verður lagt niður allt út-
varp frá jarðarförum. Á tíman-
um frá 10 til 12 á morgnana verð
ur nú útvarpað ýmsu efni', aðal-
lcga þó tónlist, m.a. verða þá cnd
urteknir ýmsir vinsælir tónlistar
liðir úr kvölddagskrá svo' sem lög
unga fólksins og Á nótum æsk-
unnar. Einnig verður á sú breyt-
ing að mcira verður nú flutt af
töluðu orði fyrri hluta dags en
verið hefur. Ýmsir erindaflokk-
ar og þættir hefjast nú, sumir
nýir, og munum við segja frá
þeim í stuttu máli jafnóðum og
þeir hefja göngu sína.
Enskukennslu
frestað
Eins og skýrt hefur verið frá
dregst það um eina viku að ensku
kennsla sjónvarpsins geti hafizt.
Það er því á laugardaginn kem-
ur kl. 17.00, sem sjónvarpsháhorf
endur geta dregið kennslubókina
,,Walter og Connie“ úr pússi sín
um og hafið námið.
„Stundarkorn"
é mánudagskvöld
Á mánudagskvöld kl. 20.30 sýnir
sjónvarpið ,,Stundarkorn“ í umsjá
Baldurs Guðlaugssonar. Baldur
ræðir við ungt ljóðskáld, Nínu
Björk Árnadóttur, en hún gaf út
ljóðabók fyrir nokkrum árum og
er nú með aðra í deiglunni. Nína
les nokkur frumort ljóð. Því næst
heyrum við samleik á cornct og
orgel. Daníel Óskarsson og Karl
Möller leika.
í sumar leið fóru nokkrir djarf
ir félagar Flugbjörgunarsveitar-
innar í ævintýralegt ferðalag yfir
Vatnajökul. Einn þeirra Garðar
Siggeirsson segir frá ferðinni og
sýnd er kvikmynd sem félagarnir
tóku.
Þá heimsækir þáttinn efnileg-
ur listmálari, Karólína Lái'us-
dóttir. Karólína hélt fyrstu sjálf-
stæðu sýningu verka sinna nú í
sumar og vakti sýningin mikla at
hygli.
SavannO-tríóið er ekki lengur
starfandi, en einn þremenning-
anna, Þórir Baldursson, hyggst
halda áfram á sviði tónlistarinn-
ar. Þórir hefur nú sent frá sér
hljómplötu í Englandi og von er
á fleirum. Hann syngur tvö lög
í þcssum þætti og segir cinnig
nokkuð frá fyrirætlunum sínum.
Svo sem sjá má á þessari upp-
talningu cr hér einungis um ungt
fólk að ræða. En þessir þættir
hafa fallið mjög vel í geð íullorð
inna, enda gestir yfirleitt haft
nokkuð til síns ágætis. Við bend
um því öllum aldursflokkum á
að opna sjónvarpstækið kl. 20.30
á mánudaginn kenjur.