Alþýðublaðið - 02.11.1967, Síða 16
álafesri gegn skéfe?M
Það var út af ástarfuglaparinu sem ég kcypti hérna i gær.
Skyldi hann hafa ætla'ð hana
sjálfum sér til matar?
Nú hefur fullorðna fóikiS
fundið upp nýja brellu, til
þess að neyða okknr töffara
til að vera hadló í klæða-
burði. Það ætlar að innleiöa
skólabúninga.
Ekki alls fyrir löngu féll í Nor
egi íTierkilegur dómur| sem tæp-
lega hefur verið veitt athygli sem
skyldi. Maður einn sem hafði geng
ið í gegnum barnaskóla, eins og
lög gera ráð fyrir en við takmark
aðan árangur, höfðaði mál gegn
norska ríkinu fyrir að því hefði
ekki tekizt að kenna honum að lesa.
Ólæsi mannsins revndist honum
talsverður fjötur um fót síðar í
lífinu og þess vegna krafðist hann
skaðabóta fyrir það að norska
skólakerfið hefði skilað honum
ólæsum út í lífið. Varnaraðili í
málinu bar það hins vegar fyrir
sig að ókleift hefði reynzt að
feenna nefndum manni venjulegar
námsgreinar iþ. á. m. lestur; —
hann hefði verið latur og hysk-
inn og ekki látið segjast við um-
vandanir og út á nokkuð hálan
Í3 væri komið, ef skylda ætti skóla
til að skila árangri, hvort sem
nemendur vildu eða vildu ekki.
Mál þetta var alllengi á döf-
inni fyrir dómstólum, en fyrir
fikömmu féll úrskurðurinn, og
liann var á þá leið að kærandi bar
sigur úr býtum. Norska ríkið var
dæmt til að greiða lionum taJs-
verðar skaðabætur fyrir að hafa
vanrækt að kenna honum að lesa.
Þetta er niðurstaða, sem vert
er að gefa nokkurn gaum, enda
ekki ótrúlegt að hún eigi eftir að
draga nokkurn dilk á eftir sér.
í f.vrsta lagi hlýtur með þessu að
skapast mikið aðhald á norska
Skóla, því að þeir geta alltaf átt
yfir höfði sér skaðabótakröfur
-f.iðar meir, ef þeim tekst ekki að
fá nemendurna til að læra allt
Það til hlítar, er þeim hefur ver
ið sett fyrir. En um leið hlýtur
þetta að skapa þá freistingu hjá
memendunum, að þeir trassi nám
ið enn meira en áður og svíkjast
cm eftir föngum í von um að geta
Jiaft af því fjárhaglegan ábata
síðar meir.
Baksíðan veit ekki nákvæmlega
ium það hvernig þau lög
•eru í Noregi, sem þessi merkilegi
dómur grundvallast á. Og Baksíð-
an veit ekki heldur, hvort nokk-
vr lög liliðstæð þeim norsku .kunni
að vera í gildi hér á landi. Það
gæti þó sem liægast verið, með-
al annars af því, að íslenzk lög
voru í eina tíð talsvert sniðin eft
ir lögum annarra Norðurlanda og
meira að segja giltu hér um lang-
an aldur norsk lög, sem einhver
Danakóngur setti fyrir mörgum
öldum, — og þessu til viðbótar
þá hafa Norðurlönd, að íslandi
meðtöldu unnið talsvert að því
að samræma löggjöf sína á' ýms
um sviðum á síðustu árum,
En Baksíðunni er sem sagt ekki
kunnugt um það, eftir hvaða lög-
um yrði dæmt, ef slíkt mál kæmi
upp hér á landi eða hvernig dóms
úrskurður í því yrði. Hins vegar
teljum við að sjálfsagt sé að fá
úr því skorið hið bráðasta. Það
kynni þó að verða dýrt fyrir rík
ið, ef niðurstaðan yrði hér á sömu
lund og í Noregi, en slíkt má þó
ekki hindra að réttlætið nái fram
að ganga og getur ekki haft áhrif
á niðurstöðuna, enda yrðu það
almennir dómstólar, en ekki kjara
dómur sem yrði að fjalla um það.
Sjálfsagt gætu ýmsir aðilar í þjóð
félaginu orðið til að hefja próf
mál til að fá skorið úr um þetta,
en líklega færi bezt á því, að blaða
menn riðu þar á va'ðið. Það hefur
verið margsýnt fram á það, bæði
í málvöndunarþáttum útvarpsins,
og annars staðar, að íslenzkir blaða
menn kunna ekki móðurmálið og
eru yfirleitt ekki á neinn minnsta
hátt starfi sínu vaxnir. Samt hafa
þeir yfirleitt gengið í gegnum
marga skóla, bæði almenna skóla
og sérskóla. Svo að ekki sé nú
farið inn á önnur svið en íslenzku
kunnáttuna, þá hafa blaðamennn
notið íslenzkukennslu liinna ágæt
ustu manna í hinum ágætustu skól
um um langt árabil, en samt er
árangurinn ekki betri en raun er
á. Það getur ekki farið hjá því
að íslenzkir blaðamenn og íslenzk
blöð geti krafist mikilla skaðabóta
af ríkinu fyrir hönd íslenzkra
skóla fyrir að þeir skuli geta far-
í gegnum gjörvallt skólakerfið án
þess að vera sendibréfsfærir á ís-
lenzku. Séu eitthvað svipuð lög
í gildi og í Noregi, þá ætti ekki
að vera neinn vafi um útkomu, og
Baksíðan er á því, að sjálfsagt sé
að reyna þetta.
Sækjendur í málinu yrðu auð
vitað að vera einstakir blaðamenn
og blöð þau, sem þeir starfa við,
í sameiningu en bæði blaðamenn
irnir sjálfir og blöðin bíða .auð-
vitað margháttað tjón og álits-
hnekki af þessum sökum.
Ef vel tekst til ætti þarna að
fást álitlegur skildingur, og manni
skilst að blöðunum veiti ekki af.
Það gæti jafnvel farið svo að
þarna væri fundin lausnin á fjár-
hagsvandræðum blaðanna.
Fingurbjörg, fingurbjörg... Hansína skyldi þó aldrei hafa gleymt að skila fingurbjörginni.
Óskandi væri, að læknavís-
indunum fari brá'ðum að tak
ast að koma fram því brýna
hagsmunamáli allra kvenna,
— að gera karlmenn jafn-
færa kvenfólki um að fæða
börn.
Ætlaði að stela fjölskyldu
sinni til matar.
Vísir.
u
©