Alþýðublaðið - 10.11.1967, Blaðsíða 3
ÉG HEFITRÚ Á ÍSLENZKUM IÐNAÐ
Hvað dettur okkur í hug,
þegar við heyrum orðið Dúna?
Falleg stúlka í sjónvarpi, sem
hvíslar að okkur í fyllsta trún
aði þessu orði: ,,Dúna“? Hús-
gögn, áklæði, stólar, bekkir,
borð, dýnur eða hvað? Já, hvað
er þetta Dúna? Jú, það er hús-
gagnaverzlun suður í Kópavogi
að Auðbrekku 59.
Þegar við ökum frá Reykja-
vík niður Fossvoginn að kvöldi
til, þá sjáum við uppi í Auð-
brekkunni rauða stafi, sem
mynda til skiptis orðin: Dúna -
núna. Og nú ætla ég að kynna
lesendum ofurlítið þetta fyrir-
tæki.
Ég er staddur suður í Kópa-
vogi í Dúna. Það er verzlun á
tveimur neðstu hæðunum, en á
hæðunum fyrir ofan er ys og
þys, — önnum kafið fólk við
vinnu sína. Og þar hitti óg
mann á fleygi ferð, sem sýni-
lega er i hörðu kapphlaupj við
tímann. Hann anzar í símann,
segir fvrir verkum, gerii; pant
anir, afgreiðir viðskiptavini, allt
í senn, cr lífið og sálin í þessu
fyrirtæki. Þess maður er Óskar
Halldórsson, forstjóri Dúnu.
Mér tekst að ná af honum tali
stundarkorn og segi honum, að
ég sé kominn til þess að fræð
ast um fyrirtækið og jafnframt
að kynna það nokkuð fyrir les
endum blaðsins. Óskar tekur er-
indi mínu ljúfmannlega og eyð-
ir nokkrum af sínum dýrmæta
tíma í spjallið, sem hér fer á
eftir.
Segðu mér fyrst Óskar, hvað
cr Dúna. eiginlega og er það
gamalt fyrirtæki?
Dúna er ungt fyrirtæki stofn
að fyrir rúmum fjórum árum
að í júní 1963. í upphafi unn-
um við aðeins þrjú við fyrirtæk
ið og fyrsta hugmyndin var sú,
að framleiða einungis dýnur.
Ég hafði sérhæft mig á því
sviði erlendis og var jafnframt
húsgagnabólstrari að iðn Fn
vegna ýmissa erfiðleika í byrj-
un, sem ég hirði ekki um að
rekja nánar hér, varð dráttur
á því að ég gæti hafið dvnu-
framleiðsluna. Það lá því bein
ast við að fara út í húsgagna-
framleiðslu á meðan, þar sem
menntun mín lá á því sviði.
Þetta varð mér til mikillar gæfu
og fyrirtækið óx og dafnaði ó-
trúlega fliótt. Ég byrjaðj starf-
semina í húsnæði 160 fermetra
að stærð. en strax fjórum mán-
uðum seinna hafði starfsemin
snrengt af sér húsnæðið og ég
hafði flutt í það húsnæði, sem
við störfum nú í og er um 609
fermetrar.
Og hvað heldur þú, að hafi
verið orsökin fyrir þessari
miklu sókn Dúnu?
Ég held að velgegni Dúnu
b.vggist á nokkrum höfuðatrið-
um. Vil ég þar til nefna, að al-
veg frá upphafi hefur Dúna lagt
aðaláherzlu á góða þjónustu við
viðskiotavini ásamt vöruvöndun.
Þá hefur einnig verið lagt mik
ið kapp á að fylgjast vel með
öllum nýjungum í húsgagna-
iðnaði, svo og að búa fyrirtæk-
ið sem bezt með hvagkvæmum
vélakosti. Þetta allt gefur ör-
yggi í rekstrinum.
— Er ekki ör uppbygging fyr
irtækja erfið?
Jú, það er hún, og hefði ég
aldrei getað gert þetta einn.
Ég á því láni að fagna, að eiga
mjög samhenta fjölskyldu, sem
hefur staðið að því með mér að
koma þessu fyrirtæki á legg og
leggja enn hönd á þlóginn, þeg
ar þörfin er brýnustu hverju
sinni. Ennfremur eru þrír bræð
ur mínir í fastri ivinnu hjá
Dúnu. Einn þeirra ér húsgagna
bólstrari eins og ég, og stjórn-
ar bólstruninni, annar hefur sér
hæft sig við dýnuframleiðsluna
og stýrir henni, en sá þriðji er
klæðskeri að mennt og hefur
annast allan saumaskap fyrir
fyrirtækið og er það ekki lít-
ill kostur að hafa mann með
þá menntun við hlið sér, því
að vitanlega tryggir það vöru-
gæðin. Það má því með tölu-
verðum sanni segja, að þetta
sé fjölskyldufyrirtæki, þótt vit-
anlega vinni hér fólk, sem ekki
er í fjölskyldunni og liefur það
reynzt bæði gott og traust starfs
fólk. s
Er ekki stutt síðan verzlunin
hér var opnuð, og hvernig gefst
sú starfsemi?
Við opnuðum verzlunina á síð
asta ári. Við töldum kominn
grundvöll fyrir slíka verzlun og
reynzlan hefur sannað okkur, að
það var rétt ályktað. Verzlunin
hér hefur sífellt farið vaxandi.
Kópavogsbúar liafa kunnað að
meta það, að geta keypt sér hús
gögn í eigin bæ. Reykvíkingar
hafa ekki talið það eftir sér.
Þess má geta hér, að opnunar
tími verzlunarinnar er mjög hag
kvæmur fyrir viðskiptavini okk
ar, opið framundir níu að
kvöldi.
Ég reyndi að kynna mér sem
víðast nýjungar á þessu sviði.
M. a. hef ég tekið upp sam-
vinnu við danska húsgagnafram
leiðendur, sem er fólgin í því,
að þeir senda mér ákveðinn
fjölda af grindum til að bólstra,
en jafnframt hef ég leyfi til að
láta íslenzka handverkamenn
smíða sams konar grindur til
viðbótar og greiði þá ákveðið
höfundargjald til þeirra er eiga
rétt á íhugmyndinni. Það hefur
borið dálítið á því, að húsgagna
framleiðendur hér stæli erlend
ar fyrirmyndir og virði þann-
ig ekki liöfundarréttinn. En
betta fer nú áðum minnkandi,
sem betur fer. En með þessari
samvinnu er ég nefndi hér áð-
an, skapast möguleikar fyrir ís-
lenzka iðnaðarmenn að nýta sér
erlendar nýjungar og reynsla
mín er sú, að íslenzka fram-
le^ðslan á þessu sviði stenzt
fvlli'ega samanburð við erlendu
framleiðslurnar, hvað gæði
snert.ir. Trévinnan íslenzka verð
nr að vísu nokkru dýrari en sú
útlenda, þar sem hérlendis er
ekkí hægt að koma á sambæri-
legri fjöldaframleiðs u og úti.
Ilins vegar stendst bólstrunin
fyllilega samkeppnina bæði um
verð og gæði.
Þú sagðir áðan, að upphaflega
hefðir þú ætlað að sérhæfa fyr
irtækið við dýnuframleiðslu.
Hvað villt þú segja okkur um
það?
í upphafi byggði Dúna dýnu
framleiðslu sína á r.ama grund
velli og önnur slík fyrirtæki
hérlendis. En nú hefur Dúna
tekið upp nýja framleiðsluhætti
í þjónustu sína og framleiðir nú
dýnur, sem talið er að hafi
ýmsa kosti fram yfir þær
gömlu. í Danmörku, sem lengi
hefur verið forystubjóð í hús-
gagna- og dýnuframleiðslu, eru
kostir þessara nýju dýna taldir
ótvíræðir. Mismunurinn á þess-
um dýnum og gömlu dýnunum
ligkur aðallega í þessu:
Á eldri dýnunum eru fjaðrirn
ar þaktar kókösmotium beggja
vegna, auk einhvers konar ull-
ar- eða bómullarstopp, sem síð
an er heft saman til þess að fá
fallegra yfirborð. Eri þessi heft
ing hefur þvingandi árhif á
fjaðrirnar, og hnapparnir
mynda óþægindi, sem margir
kvarta yfir. Með aldrinum vill
efnið í þessari gerð dýna slitna
og fara milli fjaðranna, og
mynda þannig hnökra og óslétt
yfirborð. Þetta á auðvitað ekki
síður við um innfluttar dýnur
af þessari gerð sem nú eru mik
ið auglýstar.
Kostir nýju dýnunnar, sem
við framleiðum eru aðallega
þeir, að kókosmottan er húðuð
á nýjan hátt og pressuð sam-
an í eina samfellda þynnu 3
mm. þykka, sem heldur lögun
sinni og fer þar af leiðandi
ekki niður á milli fjaðranna.
Ofan á þessa þynnu kemur
polyethersvampur, sem ,,andar“,
þ. e. hleypir lofti í gegn um
sig. Þetta kemur í veg fyrir
Framhald á 13. síðu.
Viðtal viö:
Oskar Halldórsson
3