Alþýðublaðið - 10.11.1967, Blaðsíða 7
NÆMT AUGA FYRIR LITUM OG FORMUM
Finnur Fróffason, híbýlafræðingrur.
ÞAÐ er ekki oft sem við fáum
heimsókn frá dönskum blaða-
blaðamanni frá Aktuelt. Einn
slíkur, að vísu fyrrverandi blaða-
maður, rakst samt um daginn
inn til okkar. Hann hefur nú sezt
að á íslandi og tekið sér íslenzkt
nafn.
Nú heitir hann Finnur Fróða-
son og ástæðan fyrir vistaskipt-
unum var kona eins og svo oft
áður. „Leitið konunnar,” segja
Frakkar og konan, sem við eig-
um það að þakka, að Finnur
Fróðason fluttist til fslands, er
sjúkraþjálfari, María Ragnars-
dóttir, eiginkona Finns.
Finnur Fróðason er híbýla-
fræðingur og vinnur hjá Raf-
magnsveitu ríkisins, meðan hann
er að koma sér fyrir á íslandi,
en það er ekki alltaf auðhlaup-
ið.
— Hvar lærðir þú, Finnur?
— Ég lærði á Interiörarkitekt-
skolen í Kaupmannahöfn.
— Hvað læra híbýlafræðingar?
— Þeir læra allt um efni, tx-é-
vefnaðarvöru og liti. Ljós og lýs-
ingar innanhúss er einnig mik-
ill hluti af námi okkar. Við verð-
um að hafa næmt auga fyrir lit-
um og formum, enda er oft til
þess ætiazt af híbýlafræðingi, að
hann geti sett saman gamalt og
nýtt, svo að vel fari.
Ef híbýlafræðingur fær það
hlutverk að breyta inni'éttingu
á íbiið, verður hann fyrst að l'á
teikningu af henni og reyna svo
í sainráði við eigendur að gei a
úr öllu eina heild, bæði því, sem
til er og eins því, sem áætlað
er að kaupa. Teppi, gluggatjöid
og litir skipta þar meginmáli —
eiginlega meira, en menn geia
sér gi-ein fyrir í fljótu bragði.
— Hvenær er bezt að leita til
híbýlafræðings viðvíkjandi inn-
réttingu á íbúð?
— Það er bezt að gera það,
áður en farið er að byggja. Það
er ekki alltaf, sem arkitektiim
hugsar um innréttingu hússins.
Þeim hættir stundum til að líta
fyrst og fremst á útlitið. Sam-
starf arkitekts og hibýlafræð-
ings er því ákjósanlegt. Við
teiknum allar innréttingar í eld-
liús og baðherbergi, auk þess sem
við aðstoðum fólk við að ákveða
liti, gluggatjöid og teppi og raða
niður húsgögnum.
— Hvers konar verkefni taka
Framhald á 12. síðu.
DÖNSK FORM- ÍSLENZK VINNA - ÓDÝR enVÖNDUÐ
AUÐBREKKU59
HÚSGAGNAVERZLUN
KÖPAVOGI SiMI 41699