Alþýðublaðið - 10.11.1967, Blaðsíða 10
Brúðkaupsðfmæli
Framhald af G. síðu.
sárnað, ef hann hefði ásakað
hana fyrir að fýlan væri af henni,
en það hafði hann ekki gert.
Hann hafði bara spurt, hvort
hún hefði gleymt að henda rusl-
inu. Og henni hafði strax fund-
ist að hann væri að tala um
hana.
Þegar hann vaknaði um nótt-
ina, var engin lykt af henni.
Norman lét augun aftur. Hann
hlaut að vera áhyggjufullur —
aðeins það gat réttlætt svona
hugsanir. Hann elskaði Adeline,
hann þarfnaðist hennar. Hvern-
ig kom honum til hugar, að hún
væri að einhverju leyti ábyrg
fyrir því, sem hafði gerzt?
Svo var það á' veitingahúsinu,
héldu hugsanirnar áfram, þá varð
hún allt í einu köld. Eiginlega
ekkj köld, kannske fremur slím-
ug.
Og um morguninn.....
Norman henti blaðinu frá sér.
Hættu! Hann horfði hræðslulega
yfir herbergið. Það er ég, sem
er veikur, sagði hann við sjálf-
an sig. Ég! Hann ætlaði ekki að
. láta hugsanirnar eyðileggja það
sem var fegurst í lífi hans. Hann
; vildi ekki. ..
► Það var engu líkara en hann
væri steingerður, með hálfopnar
varir, galopinn augu. Og svo leit
I hann að eldhúsinu. Adeline var
■ að laga til.
I En hann heyrði ekki fótatak
| hennar.
i Hann fann naumast fyrir lík-
? ama sínum. Hann gekk frá' borð-
j stofunni yfir að eldhúsinu og
I stóð þar við dyrnar og hlustaði
. á hreyfingar liennar.
' Algjör þögn. Hann opnaði
? dyrmar. Adeline stóð við ísskáp-
í inn og hún leit brosandi á hann.
i* — Ég ætlaði einmitt. . . Hún
r þagnaði og starði á hann. Nor-
• man? sagði hún spyrjandi.
r Hann kom engu orði upp. —
t Hann stóð í gættinni og starði
í á hana.
i — Hvað er að, Norman? spurði
hún.
Það fór hrollur um hana.
Adeline lagði frá sér skálina
Þ£r gerið gó® kaup
! Jmgar þér kaupið
liOEWE OPTA
i SJÓNVARPSTÆKI
b'ji
j Bofsýn hf.
1 1 Njálsgötu 7Z - Siwi M7W
10
með súkkulaðibúðingnum og
gekk til hans. Hann gat ekki að
því gert. Hann hrökklaðist frá
henni og veinaði.
— Hvað er að Norman?
— Ég veit það ekki, stundi
hann.
Hún gekk til hans, en nam
staðar, þegar hann veinaði af
skelfingu. Andlit hennar varð
hörkulegt.
— Hvað er nú að? spurði hún.
Ég vil fá að vita það.
Hann hristi aðeins höfuðið.
— Ég vil fá að vita það, Nor-
man.
— Nei, sagði hann skelfdur
og hræddur.
Hún herpti saman varirnar.
Ég þoli þetta ekki lengur, Nor-
man.
Hann hrökklaðist frá, þegar
hún gekk fram hjá honum. Hann
horfði á hana ganga upp stig-
ann, hann var angistarlegur og
viðbjóð mátti lesa úr andliti
hans, þegar hann hlustaði á
hreyfingar hennar. Hann tók
báðum höndum fyrir eyrun og
stóð þarna og skalf ósjálfrátt.
Þetta er ég, hugsaði hann aftur
og aftur, þangað til orðin hættu
að hafa gildi. Þetta er ég, þetta
er ég, þetta er ég.
Svefnherbergishurðinni var
skellt aftur. Norman gekk að
stiganum. Hann varð að segja
henni, að hann elskaði hana, að
hann vildi trúa því, að þetta væri
ímyndun ein. Hún varð að skilja
hann.
Hann opnaði svefnherbergis-
dyrnar, þreifaði sig áfram í
myrkrinu og settist á rúmstokk-
inn. Hann heyrði, að hún bylti
sér og leit á hann.
—■ Fyrirgefðu, sagði hann. —
Ég er sjúkur.
— Nei, sagði hún, daufum
rómi.
Norman starði á hana í myrkr-
inu. — Hvað segirðu?
— Það gengur vel með alla
aðra, sagði hún. — Með vini
okkar, verzlunarfólk. Þeir sjá
mig ekki nægilega oft. Það er
annað með þig. Við erum of oft
saman. Það er of erfitt að leyna
þig þessu klukkustund eftir
klukkustund, dag eftir dag, heilt
ár. Ég get ekki lengur stjórnað
hug þínum. Ég gét aðeins tekið
eitt skilningarvit af öðru frá þér.
— Hvað segirðu .... ?
— Segi ég þér, að þetta sé
satt? Það er það. Ég er sönn.
Bragðið, ilmurinn, snertingin;
.. allt er satt.
Hann sat hreyfingarlaus og
starði á óhreyfanlegan líkama
hennar.
— Ég átti að taka öll skilning-
arvit frá þér í upphafi, sagði hún.
Þá hefði allt verið í lagi. Nú er
það of seint.
— Um hvað ertu að tala? —
Hann gat naumast talað.
— Þetta er ósanngjarnt! —
hrópaði hún. — Ég hef verið þér
góð eiginkona! Því þarf ég að
snúa aftur? Ég geri það ekki!
Ég finn mér annan. Ég læt mér
ekki skjátlast aftur.
Norman hörfaði frá henni og
greip um lampann.
— Kveiktu ekki! sagði röddin.
Ljósið blindaði hann. Hann
heyrði umbrot í rúminu og snér-
ist á hæl. Hann gat ekki einu
sinni veinað. Veinið kafnaði í
hálsi hans, þegar hann sá ó-
skapnaðinn í rúminu, drjúpandi
af rotnun.
— Allt í lagi! hann heyrði
orðin í höfði sér án þess að þau
væru sögð. — Sjáðu mig þá!
Og hann fékk allar tilfinning-
ar aftur. Loftið var þrungið af
fýlunni, sem lagði frá henni.
Norman hörfaði, missti jafnvægi,
datt. Hann sá dauðan líkamann
rísa af rúminu og leita til hans.
Svo gleypti myrkrið huga hans.
Honum fannst hann flýja eftir
óralöngum dimmum göngum og
á hæla hans fylgdi rödd, sem
endurtók hvað eftir annað: Ég
vil ekki fara aftur. Ekkert okk-
ar vill fara aftur þangað. Ástin
mín, má ég ekki vera hjá þér.
Elskaðu mig, — elskaðu mig,
— elskaðu mig........
HUSBYGGJENDUR
Fossvogi, Breiðholti og víðar. Höfum góðan lager af
milliveggjaplötum, 5, 7 og 10 cm. þykkum. Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar. Sendum.
HELLU- og STEINSTEYPAN S.F.,
Bústaðabletti 8, við Breiðholtsveg, sími 30322.
kiörgripur
KOYO er nú vinsælast allra saumavélamerkja
í Danmörku.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ KOYO.
FRÁBÆR GÆÐI. — LÁGT VERÐ.
Útsölustaðir:
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli.
Gler og málning, Akranesi.
GU
MA
Laugav. 53
Sími23843
Konur! Koyo er
PILKINGTON'S Hvað er
nú bað?
Það eru veggflísar á: | böð
I ELDHUS
I OG HVAR SEM ER
Verdiö er víða lágt — En hvergi lægra.
f |"T" A 1 / £7 Grensásvegi 22 og 24
L/ I /\ V tl K Símar — 30280 og 32262.