Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 2
't'1- -“-‘ll itl : 1 lljll li'li 1*1)1 lÉÉfl...............................................................................................................................................................................if.t, Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út tvær reglugerðir, vegna laganna um hægri umferð. Er önnur þeirra viðauki við reglugerö um umferðarmerki og notkun þeirra, og segir þar, að heimilt sé að setja umferðarmerki eingöngu hægra megin við veg miðað við akstursstefnu, en þó gildir þetta ekki um aðvörunarmerkið A 4. sem er biðskyldumerkið, og held ur ekki um bannmerkið B 13, sem er stöðvunarskyidumerkið. Hin reglugerðin er viðauki við reglugerð um gerð og útbúnað ökutækja o.fl. Er reglugerð þessi um það, að þangað til hægri umferð kemur til framkvæmda geti Bifreiðaeftirlit ríkisins í sam ráði við Framkvæmdanefnd hægri umferðar ákveðið að aðaldyr bifreiðar megi vera á hægrih. og ennfremur að eftir umferðar- breytinguna geti bifreiðaeftiriitið í samráði við H-nefndina ákveð- ið, að aðaldyr bifreiðar megi á- fram vera á vinstri hlið. í báðum tilfellum gildir það, að við aðaldyr og hjá ökumanni skulu vera skilti með aðvörun frá bifreiðaeftirlitinu, þar sem greint er frá, hvort bifreiðin er fyrir hægri eða vinstri umferð, og auk þess orðrétí: „Ökumenni ber að sjá um, að farþegar stígi ekki út úr bifreiðinni út á akbraut, né inn í bifreiðina af akbraut.“ STARF LÖGREGLU: 26-51968 Miklar skemmdir i veðurofsanum Mannskaðaveður geisaði á Norð ji'íiiandi á laugard&jffskvöldið og aðfaranótt sunnudags. Víða urðu miklar skemmdir af völdum veð ursins og mun tjón sums staðar ihaía orðið verulegt. Þrír bátar sukku í Hrísey og víða fauk viárn af húsþökum í þorpinu og nokkrar skemmdir urðu á bryggjuhausnum, en hann er ný byggður. Mun hann hafa sigið . um eina 30 sentimetra. Á Árs- skógaströnd urðu víða allmiklar skemmdir af völdum veðursins. Aðfaranótt sunnudagsins gekk aftakaveður af suðvestri yfir Hrís ey og urðu talsverðar skemmdir þar sökum veðursins. Þrír triilu bátar sukku á legunni. Einn jþejrra flak upp og mun hann hafa aíöreyðilagzt. Einnig urðu allvíða í þorpinu skemmdir, þar sem járn fauk af húsum. Einhverj ar skemmdir munu einnig hgfa orðið á nýju bryggjumannvirkj- um öðrum. Mikið fárviðri gekk yfir Árs- skógaströnd á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudagsins. Var veðrið af suðvestri og veðurhæð in mun liafa orðið mest á tímabil inu frá miðnætti til klukkan fjögur á sunnudagsnótt. Mun veðurhæðin aldrei ‘hafa verið und ir 13 vindstigum. Allmiklar skemmdir urðu á í- búðarhúsum og sömuleiðis á úti- húsum. Á Hlíðarhúsum og á Hámundarstöðum fuku járnplöt- ur af þökum. Víðar urðu veru- legar skemmdir. Á Brim/iesi fauk heygeymsla en sem betur fór, var lítið 'hey í 'hlöðunni. Á Hátúni fauk dráttarvél um koll og urðu við það verulegar skemmdir á vélinni. Á Ársskóga- sandi fuku tveir skúrar og tvær trillur stórskemmdust. Nokkrar skemmdir munu einnig hafa orðið á Ilauganesi. Hætta á inn- r r mjr r ras i Kypur Nicosia, 21. 11. (ntb-afp). Ríkisstjórn Kýpur tilkynnti í gær, að tyrknesk herflugvél hefði 'rotið lofthelgi eyjarinnar sveim áð yfir henni í 25 mínúur. Flaug flugv. yfir eyjuna frá norðri til suðurs og fór m.a. yfir höfuðborg ina Nicosia. Yfirmaður tyrknedkaj herráðsins í Ankara Cemal Tural, hefur sagt að áreiðanlegt sé, að tyrkneskar hersveitir verði fluttar til Kýpur Ekki vildi hann þó segja til um, hvenær það yrði. Fréttamenn í Ankara telja þrátt fyrir ummæli hershöfðingjans að engar ákvarð anir um flutning hcrliðs til eyj arinnar hafi verið teknar. Tyrkneski utanríkisráðherrann, Ihsan Sabri Chaglayangil, átti í gær viðræður við bandaríska sendiherrann og þann gríska. For sætisráðherrann, Suleyman Dem irel, tilkynnti að tyrkneski sendi herrann í Grikklandi hefði einn- ig átt viðræður við gríska utan- ríkisráðherrann og m.a. rætt um tilkynningu, sem Tyrkir sendu Grikkjum á föstudag síðastliðinn. í tilkynningunni var þess krafizt að Grikkir kölluðu heim herlið silt frá Kýpur. í Aþenu hefur komið fram ótti um, að Tyrkir muni ekki svífast við að beita vopnavaldi ef með Framhald á 15. síðu. Til styrktar barnaheimili Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að því að skipuleggja sína starfsemi fyrir H-daginn. Verður löggæzla stóraukin í sambandi við umferðarbreytinguna, og hvílir mikið starf á herðum lög reglunnar í þessum efnum. Um þessar mundir er verið að gera áætlun um, hve marga umferðarverði þarf að fá til starfa, við gangbrautir og gatna- mót. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, hélt fyrir skömmu fund með yfirmönnum lögreglunnar vegna H- dagsins, og einnig voru þar yfirmenn lögreglunágrannabæj. anna. Má búast við, að náið samstarf verði milli lögreglunnar í - Reykjavík og i nágrannabæjunpm, enda ríður á miklu, að aiit löggæzlustarf sé sem bezt samræmt á stóru svæði. [ Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlögrcgluþjónn hefur | fengið það verkefni að vinna ■ cingöngu að undirbúningi H. Á dagsins, 26. MAÍ 1968. Lionsldúbburinn Þór í Reykja- vík ejni/r n.k. jöstudag til kvöld- skenimtunar aö Hótel Sögu til jjdröjlunar jyrir banmheimilið að Tjaldanesi í Mosjellssveit sem klúbburinn hejur áður styrkt með myndarlegum jjárframlögum. Er ætlun Þórs-manna að halcla söjnun áj:~m í vetur og hafa þeir ýnúslegt á prjónunum í fjár öjlunarskyni. Stjórn barnaheimjlisins að Tjaldanesi skýrði fréttanjönnum frá siðvstu. framkvæmdurn þai', ,en : heimilið ex ætlað vangefnum börnum vegna veikinda, slysa eða ; annarra áfalla sem eiga því ekki samleið með heilbrigðum börn- um né heima á hælum fyrir börn sem fædd eru vangefin. Ætlunin er að hjálpa þessum börnum til að verða að venjulegu fólki, sagði Friðfinnur Ólafsson, formaður heimilisstjórnarinnar, og taldi brýna þörf fyrir slíka starfsemi, miklu meiri en hægt væri að sinna. Barnaheimilið að Tjalda- nesi tók til starfa á miðju ári 1965, óg hafa þar verið 10 vist- toenn síðan, en mörgum orðið að vísa frá. í sumar hefur verið reist nýtt hús fyrir starfsfólk, og og er því unnt að fjölga börnum á heimilinu um helming, en gert er ráð fyrir að nýja húsið verði fullbuið um jól. Mikil og fjárfrek verkefni eru framundan, bygging vinnuskála, föndurstofu o.s.frv. auk þess sem á heimilinu hvíla skuldir sem nema um einni millj- ón króna, og er því efnt til þess- arar fjársöfnunar. Hefur stjóm heimilisins gefið út gjafabréf, sem kosta 1000 krónur og eru til sölu hjá stjórnarmönnum og auk þess í bókabúð Lárusar Blöndal. Stjórn heimilisins skipa þeir Frið Framhald á 15. síðu. Hitaveituæð springur Um 11 leytið í gærkvöldi sprakk hitaveituæð í Skothúsvegi skammt #rá gatnamótunum við Sóleyjar_ -götu. Gaus þar upp há vatnssúla íneð miklum gufumekki og gnæfði hátt yfir nærliggjandi hus. Mökkurinn var svo mikill að fólk. sem býr þarna hélt að kvikn íið væri í Yerzlunarskólanum,. en Framhald á 15. síðu. 2 '22. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.