Alþýðublaðið - 22.11.1967, Qupperneq 3
Verðstöðvun sam-
kt í Danmörku
Danska þjóðþingið samþykkti í fyrrakvöld tillögu Ove Hansens við-
skiptamálaráðherra um verðstöðvun, sem komi til framkvæmda í
sambandi við gengisfellingu á dönsku krónunni Jafnaðarmenn,
sósíalski þjóðarflokkurinn og róttækir greiddu atkvæði með tillög-
unni, en vinstri menn, íhaldsmenn og miðflokksmenn sátu hjá.
Það kom fram í umræðum að
danskir íhaldsmenn eru ósam-
mála þeirri ráðstöfun stjórnarinn
ar að lækka gengi krónunnar. Leið
togi flakksins, Paul Möller sagði
að gengisfellingin væri ráðstöfun
sem rýrði traust manna á efna-
hagslífi landsins. Leiðtogi jafn-
aðarmanna Per Hækkerup sagði
liins vegar, að það hefði leitt til
samdráttar og aukins atvinnuleys-
is, hefðu Danir ekki farið að
dæmi Breta og fellt krónuna, en
á hinn bóginn hefði það magnað ' væri betur fær um að
verðbólgu hefðu þeir lækkað geng gengistapinu.
kynnt að Svíar hefðu þegar tek-
ið ákvörðun að hreyfa ekki við
gengi sænsku krónunnar. Við
þessu var ekkert að gera, segir
blaðið en það átti ekkert skylt
við hugsanlega samstöðu Norður-
landa í málinu. Blaðið bætti því
við að Norðmenn hafi í fyrstu
verið á því að lækka gengi norsku
krónunnar álíka mikið og Danir,
en fallið frá því þar eð útgerð
Norðmanna hafi hagnazt svo á
lokun Suezskurðarins, að hún
mæta
ið eins mikið og Bretar gerðu.
Danska stjórnarblaðið Aktul-
Kaare Willoch viðskiptamálaráð
herra Noregs flutti ræðu í norska
elt segir í gær, að viðræöur Norð stórþinginu í gær og sagði þar
urlanda innbyrðis um sameigin- m.a. að gengisfelling pundsins
leg viðbrögð við gengislækkun ylli Norðmönnum miklu tjóni;
pundsins hefði verið lítið nema Norðmenn ættu miklar inneignir
nafnið tómt. A fundi með Strang í pundum, sem nú rýrnuðu í verði.
fjármálaráðherra Svíþjóðar var j En ráðherrann kvað það ekki hafa
fulltrúum Norðmanna og Dana til [ getað dregið úr þessu tapi, þótt
norska krónan hefði líka verið felld
og gengisbreyting hefði heldur
ekki orðið til að bæta gjaldeyris-
stöðu Noregs.
I Þessi lönd
ii hafa fellt
í gærkvöldi voru þau ríki alls
Jiorðin 15 sem höfðu fellt gengi
(> gjaldmiðils síns í framhaldi af
i' gengislækkuninni í Bretlandi. J
j[Nýja Sjáland var hið helztaij
(l þeirra ríkja, sem bættust í hóp V
(> gengislækkunarríkjanna í gær. (i
i1 Þau ríki, sem þegar hafa til- J
(, kynnt gengislækkun eru: <[
(l Nýja Sjáland, írland, Danmörk, J,
I* ísrael, Spánn, Hongkong, Fíj- J
f eyjar, Malta, Guyana, Ber- (•
muda, Kýpur, Gambía, Maur- f
itius, Barbados. (»
(»
)
Baldvin Þ. Kristjánsson setur ráðstefnuna.
FLOKKSSTARFIÐ
BRIDFÉLAGAR
Spilum bridge í lngólfskaffi laugardaginn 25. nóvember kl. 2 e.h. stund
víslega. GengiS inn frá Ingólfsstræti.
Stjórnandi verður Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
SPILAKVÖID í HAFNARFIRÐI
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði halda spilakvöld n.k. fimmtudags-
kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Spiluð verður félagsvist.
Ávarp kvöldsins fyltur Vigfús Sigurðsson bæjarfulltrúi. Þá verður sam-
eiginleg kaffidrykkja og syndar litmyndir.
Þar sem aðsókn að spilakvöldum Alþýðuflokksfélaganna hefur verið mjög
mikil, er fólki vinsamlega bent á að panta aíðgöngumiða í síma 50499 og
tryggja sér borð. Þá er fólk hvatt til að mæta stundvíslega.
Öllum er heimill aðgangur.
FUJ í HAFNARFIRÐI
FUJ í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu,
miÖhæð.
1. Inntaka nýrra félaga.
. 2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Önnur mál.
Stjórnin
ALÞÝÐUFLOKKSKONUR REYKJAVÍK
KONUR I Kvenfélagi AlþýSuflokksins í Reykjavík.
Munið bazarinn í Iðnó 2. des. n.k. Þær konur er ætla að skila munum
og eins taka með sér heimavinnu eru beðnar að muna eftir vinnu-
kvöldum á fimmtudagskvöldum kl. 20.00 á skrifstofu Alþýðuflokks-
ins Alþýðuhúsinu II. hæð. — Bazarnefndin.
Umferðarmál og hægri
akstur á dagskrá ráðstefnu
í gær hófst að Hótel Sögu fyrsti
fulltrúafundur klúbbanna „Örugg
ur akstur“. Klúbbarnir eru 30
talsins og eru starfandi í flest-
um kaupstöðum landsins. Klúbb-
arnir sem stofnaðir voru að undir
lagi Samvinnutrygginga starfa,
eins og nafnið ber með sér, í því
markmiði að stuðla að aukinni um
ferðarmenningu meðal lands-
manna.
Fundurinn í gær hófst með því
að Baldvin Þ. Kristjánsson félags
málafulltrúi Samvinnutrygginga
setti fundinn. Því næst flutti Ás-
geir Magnússon framkvæmda-
stjóri Samvinnuti-ygginga ávarp.
Þá voru kosnir fundarstjórar og
fundarritarar.
Baldvin Þ. Kristjánsson flutti
erindi, sem fjallaði um afskipti
Samvinnutrygginga af umferðar
I öryggismálum, og tilkomu klúbb-
anna „Oruggur akstur“.
Sáttafundur
í fyrrakvöld var haldinn sátta
fundur vegna verkfalls yfir-
manna á kaupskipaflotanum.
Enginn árangur náðist á þess
um fundi, en annar fundur var
boðaður í gærkvöldi klukkan
8.30. Sáttasemjari vildi í gær
ekkert um það segja, hvort mið
aði í samkomulagsátt. Sagði
liann, að aldrei vteri hægt að
segja fyrir um það, hvort sam
komulag næðist í verkfallsdeil
um fyrr en á síðustu stundu.
Hann vildi ekki segja neitt um
gang síðasta fundar, en sagði
þó, að ýmislegt hafi komið
fram, en ekki væri hægt að
greina frá því að svo stöddu.
Ingólfur Steíánsson hjá Far-
manna- og fiskimannasambandi
íslands vildi í gær ekkert um
það að segja, hvort líkindi
væru á samningum á næst-
unni.
Þrjú skip munu hafa lokazt
inni vegna verkfallsins í gær.
Tvö þeirra, Vatnajökull og
Langá komu til Reykjavíkur í
gær, en Selá stöðvaðist á Seyð
isfirði. Alls munu 14 til 16
skip hafa stöðvazt vegna verk
fallsins og áhrif þess mun nú
gæta verulega víða um land.
Þá fluttu fulltrúar greinargerð
um störf klúbbanna og eftir kaffi
hlé flutti Ásmundur Matthíasson
varðstjóri erindi um umferðar-
fræðslu í barna- og unglingaskól-
um.
Framhald á 15. síðu.
Þing FFÍ hefst
á fimmtudaginn
23. þing Farmanna- og fiskimanna
sambands íslands verður sett
fimmtudaginn 23. nóvember kl. 10
fyrir hádegi, fer þingsetning
fram í húsi Slysavarnafélags ís-
lands við Grandagarð. Við þing-
setninguna verða ýmsir boðsgest
ir, en minnst verður 30 ára af-
mælis Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands, en þau tíma-
mót voru á þessu ári. Forseti sam
bandsins setur þingið með ræðu,
síðan verða fiutt ávörp frá gest-
um og kosin þingstjórn og nefnd-
ir.
Á þessu þingi, eins og áður á
þingum FFÍ verða rædd ýmis
hagsmunamál sjómanna, og verð
ur þeirra getið í blaðinu síðar.
Forseti Farmanna- og fiski-
mannasambandsins er nú Guð-
mundur H. Oddsson.
2Z nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3