Alþýðublaðið - 22.11.1967, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1967, Síða 5
n rw ir if 7n s-3 LtllA u n !b ✓ Leikfélag Reykjavíkur: SNJÓKARLXNN OKKAR Sjónleikur fyrir börn í 16 atriðum eftir Odd Björnsson Byggður að nokkru leyti á hugmyndum barna úr Mynd-. listarskólanum í Reykjavik Tónlist: Leifur Þórarinsson Dansar: Bryndís Schram Leikstjórn, leikmyndir og búningar: Eyvindur Erlends- son Ætla skyldi ínaður að þegar ungur höfundur, og efnilegur talinn, tekur sér fyrir hendur að semja leikrit fyrir börn, efni- legasta tónskáld okkar af yngri kynslóð semur tónlist við leik- inn, ungur leikstjóri nýkominn með láði frá námi í listgrein sinni setur hann á svið með leikfélagi sem óumdeilt kýs starfi sínu listræn markmið fyrst og fremst, — ja, þá skyldi maður ætla að loksins stæði til listræn viðleitni fyrir börnin í leikhúsinu, tilraun lii að semja þeim raunverulegan skáldskap, leiklist við þeirra hæfi, í stað- inn fyrir hin venjulegu barna- sliow leikhúsanna. Æinei, því miður var engu slíku að heilsa í Iðnó á sunnudaginn. Barna- leikrit Odds Björnssonar, samið að einhverju ieyti ■ í samráði við böm, sver sig í ættina við aðrar slíkar sýningar leikhúsanna, sem oftast eru ein- og innantóm- ar skrautsýningar, til þess eins ætlaðar að sefja eftirtekt barn- anna með íburði og umsvifum á sviðinu án þess nokkurntíma sé um eiginlegan leik að ræða, leiksögu sem mark sé að. Snjó- karlinn okkar er raunar eftir- takanlega efnish'kur síðustu barnaleikjum Þjóðleikhússins sem báðir fjölluðu um ferðalög ,,út í geiminn” og ævintýr jarð- neskra barna á þeim söguslóðum. Oddur Björnsson lætur sína krakka ferðast með snjókarlinn sinn til sólarinnar að biðja þess hann verði ekki látinn bráðna; hún uppfyllir ósk þeirra með því að gera snjó- karlinn að karlinum í tunglinu. Þetta er hnyttnasta hugmynd leiksins, sú eina, en ekki hag- nýtt til neinnar hlítar í sýnr ingunni, varla að hún komist til skila. í sjálfum textanum bregður varla fyrir snvallinni setningu enda virtist hann alls ómegnugur að viðhalda athygli barnanna, vísurnar aumasta hnoð sém lög Leifs Þórarins- sonar gátu engan veginn bjarg- að við. Þetta er svosem engin nýlunda á barnasýningu; Snjó- karlinn okkar er út af fyrir sig ekki fákænna verk né verr sam- ið en t.a.m. Kubbur og Stubb- ur var 1 Tjarnarbæ í fyrra. En það er ætlazt til meiri og betri verka af Oddi Björnssyni og Leifi Þórarinssyni; og af Leikfélagi Reykjavíkur, sem enganveginn tjóar að keppa við Þjóðleikhúsið í einum saman íburði og viðhöfn. Börn eru þakklótir áhorfendur og njóta þess vel sem fyrir þau er gert, og ekki munu barnasýningar leikhúsanna búa við ónóga að- sókn. En það má ekki misnota sér traust þeirra, ganga á það lagið eitt, að barnasýningar eigi sæmilegar undirtektir vísar. Með því að reyna einungis að svala náttúrlegri þörf barnanna fyrir einhverja afþreying, sama hver sé, eru lcikhúsin raunar að bregðast sjálfum sér og skyldu sinni við uppvaxandi á- horfendur. Þeir, sem kjósa sér Kubb og Stubb, Snjókarlinn okkar í dag — til hvers ætlast þeir í leikhúsinu á morgun? Ekki þarf að hafa mörg orð um einstáka leikendur í þessari sýningu. Oft fer þátttaka barna vel í slíkum sýningum, og get- ur hjálpað upp á lítið efni sé laglega að farið; en ekki urðu Snjókarlinum nein veruleg not að þeim Gunnari Borgarssyni og Sigrúnu Björnsdóttur, enda virtist ekki lagt upp úr að segja þeim til; né að sjö dansandi smástúíkum þrátt fyrir náttúr- legan þokka . þeirra. Kjartan Ragnarsson bar sig all-borgin- mannlega í gervi snjókarlsins, en hlutverk Mánans og Júpít- ers voru lítið annað en búning- arnir. Hins vegar sópaði að ungri leikkonu, Jónínu M. Ólafs- dóttur í gervi Siríusar, sem er vond stjarna. Hjá benni gerist líka efnismesta atriði leiksins þar sem snjókarlinn snýr öllu til betri vegar fyrir sitt góða og einfalda hjartaiag, og þar er útlagður mórall leiksins sem setja má upp í eins konar jöfnu: galtómur kollur gott hjarta = rétt siðferði. Athyglisverðast við sýning- una, sem fór allvel á sviðinu, var e.t.v. sviðsmynd og búning- ar Eyvinds Erlendssonar leik- stjóra, með snoturri pastell- áferð; auglýsing í leikskránni hermir að tjöld og búningar séu búin til úr hinum alkunna og vinsæla „lystadun” sem Halldór Jónsson hf. flytji inn. Af hvoru tveggja mátti líka ráða, lands- lagi og klæðaburði, hvar leik- þó svo heiti að leikurinn hefj- ist og honum ljúki í Reykja- stjóri hefur stundað nóm sitt, vík. _ Ó. J. ÖPERU Óperan: ÁSTARDRYKKURINN Ópera í tveimur þáttum eftir Gaetano Donizetti Þýðing texta: Guðmundur Sigurðsson Stjórnandi: Ragnar Björns- son Leikstjóri: Gísli Alfreðsson Leiktjöld: Baltasar Píanóleilcarar: Guðrún Krist- insdóttir, Ólafur Vignir Al- bertsson Það er vísast að óperusýning sú sem .fram fór í Tjarnarbæ á sunnudagslcvöld verði þegar frá' líður talin sögulegur viðburður: þar hafi hafizt fyrsti vísir reglu- legrar íslenzkrar óperu eftir brautryðj end astarf Þj óðleikliúss- ins í óperuflutningi. Þess vegna er rétt og skylt að geta sýningar- innar hér í blaðinu þó undirrit- aður sé manna sízt fallinn til að fjalla um söngmennt yfirleitt eða óperulist sér á parti. En öðrum er ekki til að tjalda í bili. Ástardrykkurinn eftir Doni- zetti er sem sagt fyrsta verk- efni nýstofnaðs óperuflokks, sem allmargir íslenzkir söngvarar og aðrir áhugamenn um óperu hafa stofnað, og ætlar sér að halda uppi nokkurn veginn reglulegum óperuflutningi í Tjarnarbæ eftir- leiðis. Hefur nokk-uð verið sagt frá stofnun flokksins í blöðum undanfarið og þessari fyrstu sýn- ingu hans sem hefur verið all- lengi á döíinni. Um þessar mund- ir mun einnig standa yfir áskrif- endasöfnun að sýningum flokks- ins, og veltur vitaskuld á henni hvort tekst að koma á slíkum sýningum til frambúðar. Af und- irtektum áhorfenda ó þessari fyrstu frumsýningu var hins veg- ar ætlandi að tilraunin fái all- góðan hljómgrunn og eigi áhuga og velvild vísa. Hefur fyrsta verk- efni flokksins að líkindum verið hyggilega valið, gamansöm ó- pera, létt og skennntin, og tón- listin alkunn og vinsæl. Aðbún- aður sýningarinnar er vitaskuld harla fátæklegur í Tjarnarbæ, þó mestu muni að hljómsveit er eng- in, heldur leikið undir á tvo flygla. En hér er ekki um að ræða konsertflutning óperunnar held- ur eiginlega sviðsetningu, sem Gísla Alfreðssyni virtist látiast furðu-vel á hinu þrönga og van- búna sviði; sýning Ástardrykks- ins var m. a. söguleg fyrir það að einungis íslenzkir listamenn unnu að henni sem fátítt hefur verið í Þjóðleikhúsinu; leikmynd Baltasars, áferðarfallegt, róman- tískt verk, mun einnig vera frumraun hans á þessu sviði, minnsta kosti hérlendis. Um söngmennt ætla ég sem sagt ekki að dæma, þó ég geti borið um það að ósöngvinn áhorfandi hori'- Franiliald á 15. síðu. 22. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.