Alþýðublaðið - 22.11.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 22.11.1967, Qupperneq 10
t i i i X *,■ f í Í #- i' i' i •I ,1 % t- I 4 MINNINGARORÐ: Ragnheiður Guðmundsdóttir IjósmóBir FÖSTUDAGINN í síðustu viku vaf gerð frá Fossvogskapellu út- för Ragnheiðar Guðmundsdóttur ljósmóður, en hún andaðist í sjúkrahúsinu á' Akranesi 9. nóvem- ber eftir langa vanheilsu. Lauk þar merkri ævi, sem vert er að minnast. Ragnheiður heitin var ættuð af Ströndum, fæddist 16. ágúst 1906 að Melum í Árneshreppi, dóttir Guðmundar bónda Guð- mundssonar, Jónssonar á Melum, og konu hans, Elísabetar Guð- mundsdóttur, Péturssonar frá Ó- feigsfirði. Var Ragnheiður sjötta í röðinni af tólf börnum þeiirra lijóna, en Melar hafa verið ætt- aróðal frá því um aldamótin 1700, og þar býr nú elzti bróðirinn, Guð- mundur. Örlög höguðu því svo, að Ragnheiður starfaði lengstum fjarri átthögunum, en hún bar einiæga tryggð til þeirra, enda mótuð í ríkum mæli af uppruna sínum eins og margt það dugn- aðarfólk, sem af Ströndum er kynjað. Óblíð lífskjör en að ýmsu leyti stórmannleg hafa komið mörgum til þroska á þeim slóð- um, og væri af því ærin saga. Ragnheiður Guðmundsdóttir nam Ijósmóðurfræði í Reykjayík og lauk prófi við Ljósmæðraskóla íslands 1934. Vann hún svo ár- langt sem ljósmóðir á Patreksfirði, en síðan sex ár í Borgarnesr. Frá ársbyrjun 1944 var hún skipuð Ijósmóðir í Reykjavík og starfaði eftir það í höfuðborginni, meðan þrek og heilsa leyfði. Gegndi hún alls ljósmóðurstarfi um þrjá- tíu ára skeið við frábæran orðs- tír, naut álits og trausts lækna og einstakra vinsælda sængurkvenna. Hún var skörungur, en jafnframt nærgætin og umhyggjusöm og lét sig fleira varða en lögboðna skyldu. Hefur svo jafnan verið um íslenzkar ljósmæður, sem fram úr sköruðu. Ljósmóðurstarfið er svo fagurt og göfugt, að helzt Iíkist köllun. íslendingar túlka það eftirminni- lega með nafngiftinni, sem gerir langt mál óþarft. Ragnheiður Gúðmundsdóttir var táknrænn fulltrúi ljósmæðranna, er taka á ínóti þegnum framtíðarinnar. Héfn var tíður gestur á heimili minu við skyldustörf og gerðist fjöilskyldu minni svo handgengin, að kynnin af henni fyrnast aldrei. Spratt af þeim aðdáun og þökk, seín ekki verður orðum lýst að leiðarlokum. Ljósmæður eiga þess kost öðr- um fremur að sannfærast um hagi fólks í stríðu sem blíðu. Sú reynsla hafði að vonum mikil á- hrif á skoðanir, viðhorf og at- hafnir Ragnheiðar Guðmunds- dóttur. Hún gladdist innilega með þeim, sem bjuggu við farsæld og hamingju, en sinnti eigi síður bágstöddum og hryggum. Lið- veizla hennar var slík, að um munaði. Oft mun hún hafa gert betur en rétta líknandi hönd kon- um í barnsnauð. Hún var sjúkum og fátækum málsvari og hjálpar- hella og fagnaði iðulega sigrum, sem aldrei voru á skrár færðir, en geymast í minni. Ragnheiði var gefin hugkvæm alúð og tillitssemi, næmur skilningur og fórnfús kærleikur. Engum duldist táp liennar, þrek og skap- ríki, eti úrræðin voru sýnu fleiri. Og gott var að deila geði við hana káta og hressa. Þá var alltaf eins og hún sæti £ sólskinsbrekku. Ragnheiður Guðmundsdóttir bjó löngum í Reykjavík með ýngstu systkinum sínum, Ásgeiri trésmið og Guðmundu verzlunar- konu. Héldu þau móður sinni heimili í elli hennar, og mun það mjög hafa verið að frumkvæði Ragnheiðar, Var hlýtt og glatt í þeim ranni, unz yfir skall óvænt dimmur og kaldur skuggi. Ragn- heiður lenti í bílslysi fyrir mörg- um árum, hlaut örkuml og komst aldrei til heilsu að kalla. Bar hún lasleikann svo vel, að undrum sætti, gafst aldrei upp fyrir sárs- auka og kvíða og unni sér naum- ast hvíldar, en mátti ekki sköpum renna. Nú er hún horfin af vett- vangi lífs og starfs þessa heims og að henni sjónarsviptir, en eftir lifir minningin um þessa svip- miklu rausnarkonu með hugann djarfa, viljann sterka og hend- urnar heitu. Hún verður dýrmæt systkinum hennar og ættingjum, vinum og kunningjum. Helgi Sæmundsson. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA, KISULÓRA? WHAT’S NEW PUSSYCAT? — Tónabíó. Ensk-bandarísk frá 1965. Leikstjóri: Clive Donner. Handrit: Woody Allen. Framleið andi: Charles K. Feldman. — íslenzkur texti. Peter O’Toole er mikill leik- ari — og fjölhæfur. Hver man ekki eftir frábærri túlkun hans í myndum eins og Arabíu-Law- rence og Becket. Og nú hefur honum vaxið ósmegin; What’s new Pussycat? er fyrsta gaman- myndin, sem hann leikur í — og eftir því að dæma virðist hann næstum jafnvígur á hvort heldur er dramatísk hlutverk eða farsa. Jafnvel nafni hans, Sellers, má hafa sig allan við, og er hann þó öllu reyndari leikari. Sellers leikur hér sál- fræðing með bítlahár, — ýmist klæddur rauðum flauelsfötum eða vinnugalla. O’Toole er sjúk- lingur hans, sem á við verulegt vandamál að stríða — semsé kvenhylli. Hann hefur í hyggju að ganga í það heilaga með Romy Schneidcr, en dregur það sífellt á langinn, þar eð hann getur ekki slitið sig frá öðru kvenfólki. Sellers verður aftur á móti fyrir miklum áhrifum af kvenhylli O’Tooles, en sá fyrr- nefndi er kvæntur kvenmanni, sem er mikið skass — og óperu- söngkona í þokkabót. Hann legg ♦ ur lag sitt við einn sjúklinginn, Capucini, en skiljanlega endar hún í faðminum hjá O’Toole. — Svona heldur lífið ófram: ástir, framhjáhöld, afbrýði, sjálfs- morðstilraunir o. s. frv. o. s. frv. Loksins ganga þau í hjóna- bandið, O’Toole og Schneider, en það er ekki þar með sagt að vandamálin séu að fullu leyst. Varla verður framhjá þeirri staðreynd gengið, að Wliat’s New Pussycat? sé fremur skemmtileg mynd. — Nafnarnir O’Toole og Sellers eiga sinn þátt í því, að ógleymdum Woody Allen, sem jafnframt er höf- undur handrits, en hann hefur þá atvinnu að klæða nektardans meyjar úr og í. Kvenþjóðin fær 'hins vegar ekki miklu áorkað, þrátt fyrir föngulegt lið: Schnei der, Capucini, Paula Prentiss — svo og Ursula Andress (eða Un- dress), sem fer með lítið hlut- Hér má sjá Ursulu Anderss og Peter Sellers skemmta sér vel meðan eiginkonan. í fullum herklæðum, veitir sálfræðingnum á- minningu. verk kynóðs kvenmanns — eins og vera 'ber. Sumir segja, að Clive Donner sé nokkuð góður leikstjóri, en varla getur maður tekið í sama streng, sé miðað við þær kvik myndir, er sýndar hafa verið hérlendis. Sú af myndum hans, sem bezt er talin, Húsvörðurinn (The Caretaker), er þó enn ó- komin til landsins, en hún er gerð eftir samnefndu leikriti Harold Pinters, sem Þjóðleik- húsið sýndi fyrir nokkrum árum. Sigurður Jón Ólafsson. S.U.J. fundur Framhald úr opnu. hann grein fyrir störfum nefnd- arinnar. í umræðunum, sem komu á eftir, voru það einkum verkalýðsmál, sem bar á góma. Var það mál flestra ræðumanna, að stefna jafnaðarmanna í verkalýðsmálum þyrfti gagn- gerðrar endurbætingar og breyt ingar við. Þegar umræðum var lokið var málinu skotið til stefnu skrárnefndar aftur. Þá var dag- skrá fundarins tæmd og honum slitið. Á sambandsráðsfundinum voru mættir 30 kjörnir fulltrúar og auk þess nokkrir gestir með málfrelsi og tillögurétt. Hefur sjaldan ríkt á stíkum fundum jafnalmennur á'hugi meðal fund armanna og nú var. Ákveðið hefur verið að næsti hluti stefnuskrárinnar verði tekinn fyrir á sambandsráðsfundi sem haldinn verður skömmu eftir áramótin. í vor verður svo hald- inn þriðji fundurinn og síðasta hönd lögð á stefnuskrána þar. Reiulf Steesi Framhald úr opnu. kvöldið. Héðan hélt svo Reiulf að morgni fimmtudags. Fór hann beint til Lundúna, en þangað átti hann erindi á fund í stjórn Alþjóðasambands jafnaðar- mannaflokkanna. Enginn vafi er á því að heim sókn Reiulfs tókst eins vel og bezt varð á kosið. Er jafnaðar- mönnum mikil nauðsyn á því að fá með þessum hætti tæki- færi til þess að hitta að máli, kynnast og ræða við forystu- menn annarra jafnaðarmanna- flokka. Með þeim hætti herast hugmyndir og sfcoðanir frá jafn aðarmönnum á meginlandi Evr- ópu — og reyndar einnig ann- ars staðar að úr heiminum — norður hingað, en slík hug- mynda- og skoðanatengsl eru þjóðfélagshreyfingu á borð við Alþýðuflokkinn nauðsynleg. Því er Reiulf Steen þakkað fyrir komuna og beðið um fleiri slíka. S. G. waa——i——ggniMa——i—■^■lagaamísaaMw Nýjung í íslenzkri framleiðslu íslenzkt harðplast komið á markaðinn - Verð og gæði samkeppnisfært Spónn h.f. Skeifanl3 sími 35780 / ■ j ■ 1Ö"22. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.