Alþýðublaðið - 22.11.1967, Side 14
Norræna
húsið í
Reykjavík
Norræna húsið í Reykjavík tek-
tir til starfa um næstu áramót,
|>ótt enn sé það ekki fullfrágeng-
éð að öllu. Reykvikingar liafa nú
tim nokkurt skeið haft bygginguna
-tyrir augum og sitt sýnzt hverjum
iim hana, eins og gengur. Okkur
datt í hug, að birta þessar mynd-
ir af húsinu lesendum til glöggv-
unar, en þær eru ekki af húsinu
cins og það blasir við augum veg-
íarenda, heldur er liér til liliðar
grunnteikning að húsinu, en
rnyndin hér að ofan sýnir hvern-
ig þvi er ætlað að falla inn í nán-
asta umhverfi sitt.
ÍHT
Varð fyrir bifreið
Um ellefuleytið í gærmorgun
varð umferðarslys á mótum Safa-
mýrar og Háaleitisbrautar. Rák-
ust þar saman sendiferðabifreið
og bifhjól með þeim afleiðingum,
að ökumaður bifhjólsins kastað-
ist af hjólinu og fótbrotnaði. Hjól
ið kastaðist og nokkuð langt og
hafnaði við girðingu.
Slysið varð með þeim hætti, að
sendiferðabifreiðin var á leið
norður Safamýri, en bifhjólið á
leið vestur Háaleitisbraut. Bifreið
arstjóri sendibifreiðarinnar kvaðst
hafa litið til beggja átta, þegar
hann kom á gatnamótin, fyrst til
hægri en síðan til vinstri og
kvaðst hann ekki hafa séð neitt
ökutæki, sem hætta gæti hlotizt
af, þó að hann héldi ferðinni á-
fram yfir Háaleitsbrautina. Þeg-
ar hann var kominn þó nokkuð
langt inn á akbrautina rakst
skyndilega bifhjól á bifreiðina,
en ökumanninum tókst að stöðva
bana þegar í stað, enda var bif-
reiðin á hægri ferð. Biflijólið var
SMURT BRAUÐ
SNITTUR - ÖL • GOS
OpiS frá 9-23,30. — Pantið
tímanlega veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 16012.
//linniiu/a rji >iö(tl
S.ÍRS.
hins vegar á töluverðum hraða
sem dæma má af því að ökumað-
ur hjólsins og hjólið sjálft hent-
ust nokkuð langt við höggið. Öku-
maður bifhjólsins reyndist vera 16
ára piltur, Sigurvin Sigurgeirss. til
heimilis að Akurgerði 9. Hann var
fluttur í sjúkrabifreið á Slysa-
varðstofuna. Mun hann hafa fót-
brotnað og sömuleiðis kvartaði
hann um eymsli í hendi. Eftir að
gert hafði verið að meiðslum
hans á Slysavarðstofunni var
Sigurvin fluttur á Landakotsspit-
alann.
Aðalfundur
Varðbergs
Aðalfundur Varðbergs, félags
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu, í Reykjavík, var hald-
inn fyrir nokkru.
Fráfarandi formaður, Óttar
Yngvason, flutti skýrslu stjórnar
um starfsemi félagsins síðastlið-
ið starfsár, svo sem hádegisfundi
og aðra fundi, kvikmyndasýning-
ar stofnun nýs Varðbergsfélags,
kynnisferðir utanlands og innan,
ráðstefnu á Akureyri, happdrætti
o.fl. Þá las fráfarandi formaðupr,
Hörður Helgason, reikinga félags-
ins, og voru þeir samþykktir.
Ný stjórn var kosin á fundin-
um, og hefur hún nú skipt með
Framhald á 15. síðu.
j[4 22. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIO