Alþýðublaðið - 22.11.1967, Page 15
ísln opera
Framhald af 5. síðu.
lr á sýninguna sér til ánægju.
En aðalhlutverkin fara þau með
Hanna Bjarnadóttir, Magnús
Jónsson, Jón Sigurbjörnsson,
Kristinn Hallsson og Eygló Vikt-
orsdóttir. Fyrir mína parta hafði
ég mest gaman af Jóni Sigur-
björnssyni í hlutverki Dulcamara
skottulæknis: og textameðferð
hans bar af hinum. Hjá Jóni kom
upp úr kafinu að reyndar er hægt
að heyra og skilja hvert orð í
óperu.
Óperuflokkur þessi — sem
nefnist Óperan rétt og slétt;
nafnið kann að segja til um metn-
að söngvaranna — mun ætla sér
að setja upp minnsta kosti eina
sýningu til viðbótar í Tjarnarbæ
í vetur og ráðgerir ferðir út um
land með viðfangsefni sín. í fé-
lagsheimilum víða um landið er
sem sé til muna betur í haginn
búið fyrir slíkan flutning en hér
í Reykjavík. Fyrsta sýning Óper-
unnar í Tjarnarbæ hlýtur hins
-vegar að vekja upp, svo eftir
verði tekið, þá spurningu hvort
þessi starfsemi eigi ekki annars
staðar betur heima en í hinu af-
lagða bíóhúsi háskólans við
Tjörnina. Gæti ekki nákvæmlega
sams konar starfsemi rúmazt í
Þjóðleikliúsinu? Væri ekki unnt
að vekja og hagnýta til sömu
nota þar hinn sama áhuga söngv-
ara, tónlistar- og leikhúsmanna,
og síðast en ekki sízt óperuvina
meðal almennings, sem nú hefur
hrint Óperunni af stokkun-
um? — Ó. J.
Ný kirkia
Framhald af 7 síðu.
við borð. Þar er eldhús, lítið
leiksvið og hægt. er að hafa
þar kvikmyndasvningar. Þar er
einnig herbergi fyrir sóknar-
prest. Sem fvrr segir sá Böðv
ar Bjarn'^o” húsasmíðameist-
»rt um byggingu hússins, múr
arameistari v»r ^Uefnir Runólís
son, málari Sævar Þórjónsson
og rafvirki Tómas Guðmundsson,
allir búsettir hér í Ólafsvik.
Vélsmiðjan Sindri hf. Ólafsvík,
. lagði vatnslögn og smíðaði
stigahandrið Hurðir og bekkir
voru smíðaðir hiá Trésm. Kf.
Árnesinga. Seifossi. Teppi eru
frá Vefaranum í Reykjavík og
borð og stólar eru frá Sólóhús-
gögn í Reykjavík. Gólf er lagt
með grjóti úr Járnbarðanum
undir Jökli, Var það borið í
pokum um tveggia km. leið að
bíl. Gerðu það margir sjáif-
boðaliðar, þ. á. m. sóknarprest
urinn, séra Hreinn Hjartarson.
Kostnaðarverð er nú kr.
6.600.000.oo. Hefur fjárins verið
aflað á þennan hátt:
Framlag Óiafsvíkurhrepps í 9
ár. kr. 1.800.OOO.oo. Kirkjusjóð
ur safnaðarins, 501.000.oo.
Kirkjugatiðssióður. 620,0to0,oo.
Gjafir, 886 500 oo. Samskot og
safnanir, 276.745 00. Lántökur.
2,010.000.oo. Lausar skuldir nú
um 500.000,oo.
Gjafir til kirkjunnar:
Fríða Froone Stefánsson, R.
kr. 20,000,oo. Guðbrandur Vig
fússon og frú. Ó1 kr. 10,000,oo,
Guðrún Guðbrandsd. frú, Rvík.
10,000,oo, Bjami Sigurðsson og
frú, Ól., kr. 20,000,oo, Guðni
Sumarliðason, Ól., 10,000,oo.
Stefán Kristjánsson og frú Ól.
kr. 10,000,oo, Böðvar Bjarnason
og frú Ól. kr. 15.000,oo, Skip-
verjar á Steinunni S.H. 207,
Ól. 7.500,oo, Guðjón Sigurðs-
son, Ól. kirkjuklukkur, kr.
126.000,oo, Börn Gísla Krist-
jáns Þórðarsonar Ól. og Elínar
Jónsdóttur, kertastjakar kr.
20,000,oo, Þórður Kristjánsson,
Ól. 20,000,oo, Trésmiðjan, Silt-
urtúni, 15,880,oo, Kvenfélag Ó1
afsvíkur, kirkjubekkir, 300 þús.
auk þess lagði kvenfélagið til
leirtau í eidhús. — Fjölskyldur
Þórðar Þórðarsonar og Guðna
Sumarliðasonar, Ól. kross yfir
altari, Einar Bergmann, kauþm.
Rvík, 20.000,oo, Lára Bjarna-
dóttir, Ólafsvík, hátíðahökul.
séra Magnús Guðmundsson og
frú, R, biblíu í skrautbandi.
Lilja og Vilhelm Steinsen, R
50 áletraðar sálmabækur, Þor-
kell Guðbrandsson, R. 10.000,oo,
Jóhann Kn'stjánsson, Ól.
30 000oó Félag Snæfellinga.
Suðurne=ium R. 10.000,oo, börn
Svemc v’inarssonar og Lárusar
Sveinssonar Ól. 50,000,oo,
Verkalvðsfél. Jökull, Ól. 25
þús.. börn Magnúsar Kristjáns-
sonar. Ól. fyrrv. meðhjálpara f
Ólafsvík, 15.000.oo, Kristjana
Helgadóttir, Réykjavík, 10 þús.
afkomendur Þorkötlu Jóhannes-
dóttur útidyrahurðir, kr. 45
þús.. Jóhann Ágústsson og fjöl
skv'da Ól. 45 þús., innihurðir
Snæfeliingafél. Rvík., 40,200,oo,
Jónas Þorvaldsson og frú, Rvík
10 þús., Halldór Jónsson, út-
gerðam.. og börn Ól., pípuor-
gel í kirkjuna, uppsett.
Auk þessa hafa kirkjunni
borizt fiölmargar aðrar gjafir
og safnanir, en gjafalistinn
gevmir vf-'r 300 nöfn.
FleRtar eru gjafir þessar
gefnar í minningu um látna ást-
vini gefendanna, sem tilnefnd-
ir eru á gjafabréfum. Má í því
sambandi nefna, að verkalýðs
félagið tileinkar gjöf sína 19
látnum stofnfélögum.
KirkjRn er að utan og innan
hin athyglisverðasta að útliti
eg formi og frágangur allur
hinn vandaðasti og byggingin
rnikil prýði í byggðinni. Er
hún til miklls sóma fyrir arkj
tektinn, húsasmíðameistarann
og aðra iðnaðarmenn, sem unn"
verki^ «va og fvrir sóknarnefnd
og söfnuðinn í heild.
Sóknarnefnd skipa nú: Alex
ander S+efánsson, oddviti, for
maður, Böðvar Bjamason, húsa
smtðameist.ari og Guðni Sumar
liðason. sjómaður.
Að lokinni vígslu báru safnað-
arkonur fram veitingar í hinu
nýja safnaðarheimili fyrir alla
kirkjugesti.
Varðberg
Framhald af 14. síðu.
sér verkum. Hún er þannig skip-
uð:
Formaður: Hihnar Björgvins-
son.
1. varaformaður: Hörður Helga-
son.
2. varafromaður: Ólafur Ingólf
sohi '
Ritari: Friðjón Guðröðarson.
Gjaldkeri: Gissur V. Kristjáhs-
son.
Meðstjórnendur: Gunnar Gunn-
arsson, Helgi Guðmundsson, Guð-
laugur Tryggvi Karlsson og Sig-
þór í. Jóhannsson.
Varastjórn: Helgi Ágústsson,
Hallgrímur Jóhannesson, Eysteinn
Sigurðsson, Þorfinnur Egilsson,
Gylfi Þór Magnússon og Magnús
Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri Varðbergs
Magnús Þórðarson.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 11. síðu.
2 Portsmouth 24 —
3. Ipswich 23 —
4. Q.P.R. 22 —
5. Birmingham 22 —
6. Chrystal Palace 22 —
líýpur
Framhald af 2. síðu.
þarf. Kvittur gengur um liðs söðn
unsé hafin í Aþenu en ríkisstjórn
in situr stöðugt á rökstólum
um lausn á málinu. í gær
,Au Tyrkir mjög útgjöld sín til
nermála fyrirvaralaust. Þá hafa
vorizt fregnir um, að ríkisstjórn
.^ýpur hafi kallað til varalið
grískra Kýpurbúa. Samkvæmt ó-
staðfestum fréttum frá Ankara
nefur lið þetta verið vopnað vopn
um frá Tékkóslóvakíu. Vopn
pessi voru flutt inn í fyrra og
ætluð lögreglunni. Háttsettur með
imur gríska herráðsins er nú
KQininn. til Nicosíu í þeim til |
angi að útnefna nýja hershöfð-
• kía yfir her grískrú Kýpur-
búa í stað Grivasar hershöfð-
ingja sem kallaður var heim til
Aþenu fyrir þrem dögum.
^atnaheimili
Framhald af 2. síðu.
'nnur Ólafsson, Hafsteinn Sigurðs
on, Oddgeir Bárðarson, Kristinn
Dlsen og Sigurður Magnússon.
.Takobs Hafsteins, en þar munu
öflunarnefndar Lions-klúbbsins
Þórs, skýrði frá því að klúbburinn
'iyggðist einbeita vetrarstarfi sínu
ð fjáröflun fyrir Tjaldanes, og
■efst starfið með kabarett-skemmt
un á Sögu n.k. föstudagskvöld.
Indriði G. Þorsteinsson stjórnar
hófinu sem hefst með ávarpi
Jkobs Hafsteins, en þar munu
Magnús Jónsson óperusöngvari
og Friðbjöm G. Jónsson syngja,
"n Frlðbjöm er nýr söngvari, nem
mdi Stefáns íslandi, Brynjólfur
Tóhannesson fara með gamanvís-
•r, hagyrðingar kveðast á og dans
k. Hermanns Ragnars skemmtir.
Auk þess verður efnt til happ-
drættis með glæsilegum vinning-
'ira. Aðgöngumiðar fást hjá Lár-
usi Blöndal og að Hótel Sögu og
kosta 150 krónur.
Þá hefur Lions-klúbburinn Þór
gefið út jólamerki til ágóða fyrir
Tjaldanes sem félagsmenn selja,
og hyggst á næstunni efna til
barnaskemmtunar í Háskólabíói
'il fjáröflunar. Og 22. marz n. k.
efnir klúbburinn til vorfagnaðar að
Hótel Sögu í sama skyni.
Ýmsir fleiri aðilar, einstakling
ir, félög og fyrirtæki, hafa styrkt
barnaheimilið að Tjaldanesi, sagði
"riðfinnur Ólafsson ennfremur,
>g auk þess hefur heimilið notið
framlags úr styrktarsjóði vangef
inna, 1750 þúsund krónur, úr borg |
arsjóði og frá menntamálaráðu-
neytinu sem greiðir laun forstöðu-
manns heimilisins. Kostnaður við
heimilið nemur til þessa 5 millj-
ónum, og er þá ótalin öll sú vinna
og fyrirgreiðsla sem heimilinu
hefur verið látin í té endurgjalds
laust.
Hitaveituæð
Framhald af 2. síðu.
mökkurinn bar einmitt við skóla
húsið. Var þegar hringt á slökkvi
liðið, sem kom strax á vettvang
en snéri jafnskjótt víð, er það
sá hvers kyns var.
Fljótlega dró úr rennslinu, en
var þó ekki a,ð fullu hætt þegar
blaðið fór í prentun.. Að öllum lík
indum hafa viðgerðarmenn frá
liitaveitunni komið til að gera við
bilunina í nótt. Engin slys urðu
er æðin brast, enda voru þá fá-
ir á ferli um Skothúsveg.
Eftir því sem blaðið hefur
frétt, sér æðin, sem sprakk, mikl
um hluta af vesturb.æ fyrir heitu
vatni. Mega því vesturbæingar
gera ráð fyrir því að verða heita
vatnslausir þar til viðgerð hefur
farið franj, en loka verður fyrir
æðina njpðan á viðgerðinni stend
ur.
Imferðarmál
Framhald af 3. síðu.
Óskar Ólason yfirlögregluþjónn
fjallaði um umferðarlöggæzlu í
dag og fundarmenn báru fram fyr
irspurnir.
Því næst skýrði Sigurður Á-
gústsson framkv.stj. starf og
stefnu „Varúðar á vegum“ og bár
ust um það starf nokkrar fyrir-
spurnir frá fundarmönnum.
Eftir matarhlé voru flutt tvö er
indi: Brúnó Hjaltested talaði um
bifreiðatjón og uppgjör þeirra og
Ólafur Kristjánsson um bifreiða-
slysatjón og uppgjör þeirra. Þá
voru sýndar umferðarkvikmyndir
og nefndir kosnar.
Fundinum verður haldið áfram j
í dag og verður þar m.a. á dag-
skrá hægri umferð og vandamál
þau er henni fylgja. Einnig verður
tekin fyrir framtíð klúbbanna „Ör
uggur akstur" og samstarfsmál
þeirra.
Olíufæða
Frainhald af 1. síðu.
hvítuefni úr olíu uppgötvaðist
þegar vísindamenn voru að rann
saka möguleika á að fjarlægja ;■
vaxefni úr olíu til þess að hind- ''
ra að hún þykknaði við lágt hita ;
stig. Komust vísindamennirnjr é
að því að ákveðnar lífverur, sem
innjhalda mikið e(g|gja|livítuefni,
gætu nærzt á vaxinu og fjölgað
og þannig myndast nýjar eggja-
hvítulindir.
Spariskírteini l
Framhald af 1. síðu.
verið á boðstólum í einn mán
uð. Á mánudag og þriðjudag
hljóp mikill kippur í sölu spari
skírteinanna og má sjálfsagt '
telja ástæðuna til þess þá 6- .,
vissu, sem nú ríkir hérlendis .
vegna gengisfalls brezka punds
ins. Síðdegis í gær voru öll
spariskírteini þessarar útgáfu '■
uppseld. Á mánudag og fyrri •,
hluta þriðjudags munu því
hafa selzt skírteini fyrir 8 milij
ónir króna.
Enn er eitthvað eftir að út-
gáfu spariskírteina, sem gefin
var út að upphæð 50 milljónir
króna á síðastliðnu vori. Sú út
gáfa hafði ekki seizt upp, þeg ;
ar síðari útgáfan kom til í októ
ber. Spariskírteini fyrri útgáfu
verða seld áfram meðan upp
lagið endist.
Auglýsing
Um breytingu á brottfarartímum sérleyíisbif
reiða á leiðinni Reykjavík — Keflavík — Sand
gerði, sem taka gildi frá og með mánudegin^
inum 20. nóv. 1967. Frá Keflavík kl. 11 í stað
10, kl. 17.30 í stað 17. Frá Reykjavík kl. 15.30
í stað 15.15, kl. 19 í stað 18.30. Frá Sandgerði
kl. 10.30 í stað 9.30, kl. 13.30 í stað 13.15, kl.
17 í stað 16.30, kl. 20.20 í stað 20. (Ekið um
Sandgerðisheiði).
Millitímar frá Keflavík til Sandgerðis breyt-
ast samkvæmt þessu: frá Reykjavík til Hafna
kl. 19 í stað 18.30. Prentaðar áætlanir fást í
afgreiðslustöðvum.
Sérleyfishafar.
i
22. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15