Alþýðublaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 4
Jtltstjórl: Benedlkt GrBndal. Slmar 14900—14903. — Auglýstngasfml:
4006. — Aðsetur: Alfeýðuhúsið vlð Hverflsgötu, Rvik. — Prentsmiðja
Alþýðublaðsins. Slmi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausar
eölu kr. 7.00 elntakið. — tJtgefandl: Alþýðuflokkurinn.
Næstu skrefin
í HVERT SINN sem krónan hefur fallið, hefur
larídsfólkið heyrt ráðamenn fullyrða, að áhrif gengis-
lækkunarinnar fari að mestu leyti eftir þeirri bragar-
bót, sem ríkisstjórnin lætur fylgja. Þetta er án efa
rétt.
Nú er að því komið að taka til höndum við margvís
legar ráðstafanir, sem gera verður vegna gengisbreyt
ingarinnar í síðastliðinni viku. Að þessu sinni gafst
ekki tóm til að undirbúa frumvörp um þau mál, þar
eð breytinguna bar skjótt að. Hins vegar hefur ríkis-
sjórnin lýst yfir, að hún vilji hafa náin s'amráð við
verkalýðshreyfinguna um þessi mál og er vonandi, að
það samstarf takist.
Af þeim ráðstöfunum, sem launþegar og aðrir neyt-
endur krefj'ast að fylgi gengislækkuninni, er eitt mál
þegar komið tii umræðu. Það er strangt verðlagseftir
lit. Hefur ríkisstjórnin fengið samþykkt á Alþingi, að
Alþýðusambandið og BSRB fái 4 fulltrúa í verðlags
nefnd, og var þessi breyting gerð samkvæmt ósk al-
þýðusamtakanna. Er nú eftir að sjá, hvernig fþam-
kvæmd þessara mála tekst.
Alþýðuflokkurinn mun leggja megináherzlu á um-
fangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þremur öðr
um sviðum. Þau eru þessi:
1) Veruleg aukning á eÍli- og örorkulaunum og öðr-
um lífeyristryggingum. Þegar gengi var lækkað
1950 voru almannatryggingar auknar stórlega,
sérstaklega fyrir gamla fólkið og öiiyrkjana. Al-
þýðuflokkurinn mun krefjast slíkrar aukningar
nú. Þegar stórbreyting verður á fjárreiðum hins
opinbera er óhjákvæmilegt að hugsa vel til þess-
ara aðila.
Veruleg lækkun tolla. Munu allir vera sammála
um, að nú eigi ríkissjóður að gera stórátak á þessu
sviði, þannig að það komi almennum neytendum
að sem mestu gagni. Þó verður að gæta þess vand
Iega, að draga ekki úr þeim ávinningi, sem íslenzk
ur iðnaður hefur af gengisbreytingunni.
Aukin framlög og aukið lánsfé til íbúðabygginga.
Alþýðuflokkurinn telur knýjandi nauðsyn að gera
enr> stórátak á þessu sviði, ekki sízt að efla bygg
ingaráætlunina. Þá verður að endurskoða ákvæðin
um \dsitölubindingu húsnæðislána, þar sem ekk-
ert hefur orðið úr fögru tali um að setja slíka
bindingu á önnur lán.
ÓViíákvæmilegt er að minnast þess, sem Hannibal
Valdimarsson viðurkenndi í útvarpsumræðunum, að.
ekki er hugsanlegt að bæta öllum allan skaða af geng
isbreytingúrni. Þá kemur hún að engu gagni.
Hins vegar verður að beita öllum ráðum til að létta
byrðar þeirra, sem versta aðstöðu hafa til að bera
þær.
| 2. desember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
2)
3)
VERZLUNARF OLK
ATHUGIÐ:
Yfirvinnugreiðsla í desember samkvæmt kjarasamningum Verzlun-
armannafélags Reykjavrkur við vinnuveitendur, ber að greiða alla
vinnu seni fer fcam yfir dagvinnutíma með eftir- nætur- og helgidaga
kaupi.
Hjá afgreiðslufólki greiðist eftirvinna frá kl. 18-20 nema föstudaga
frá kl. 19-20. Næturvinna greiðist frá kl. 20. Helgidagavinna greið-
ist'frá kl. 12 á hádegi, alla laugardaga.
Ef vinna hefst fyrr en kl. 9 að morgni, hefst yfirvinna þeim mun
fyrr.
Geymið auglýsinguna.
VERZLUN ARM ANN AFEL AG R EYKJAVIKUR.
★ ÚTILOKUN GUNNLAUGS
í þessum þætti er sjaldan vikið að því, sem
gerist á sviði íþróttamálanna í landinu, hvorki til
lofs né lasts, enda eru þeim að jafnaði gerð góð
skil á öðrum stað í blaðinu, svo sem verðugt er.
íþróttamálin eru snar þáttur í tómstundastarfi mik
ils fjölda ungs fólks og hinir eldri láta sig þau
líka miklu skipta löngu eftir að þeir eru sjálfir
hættir að taka þátt í æfingum og kappleikjum. En
iíðustu dagana hefur hins vegar svo við brugðið,
að óvcnju margir hafa komið að máli við þáttinn
át af íþróttastarfseminni og tilefnið er auðvitað
það sem mestum tíðindum þykir nú sæta á þeim
rettvangi: útilokun Gunnlaugs Hjálmarssonar frá
landsliðskeppninni í handknattleiknum við Tékka
á sunnudaginn kemur.
Sú ákvörðun landsliðsnefndar að halda Gunn
iaugi utan við leikinn, hefur vakið undrun flestra
sem láta sig þessi mál einhverju skipta, að ekki sé
aieira sagt,. og hefur margur látið segja sér þetta
;visvar, áður en hann trúði. Gunnlaugur hefur leik-
ö 37 landsleiki og um nálega tíu ára skeið verið
únn af okkar allra beztu handknattleiksmönnum
ið flestra dómi, segja kunnugir og að ekki sé ann-
að sjáaniegt en hann sé í góðri æfingu og ekki í
afturför.
ÁKVÖRÐUNIN SÆTIR GAGN-
RÝNI
Það verður að viðurkennast, að landsliðs-
nefnd hefur verið mikill vandi á höndum að velja
lið til þess leiks, eins og reyndar ævinlega, þegar
landslið er valið, en að þessu sinni virðist ákvörð-
m hennar sæta óvenju almennri gagnrýni
handknattleiksunhenda og alls þorra þeirra, sem
að jafnaði fylla áhorfandabekkina í Laugardals-
höllinni.
Vonandi tekst hinum nývalda handknattleiks
liði að sýna góðan leik og ná viðunandi árangri í
keppninni við heimsmeistarana, en hætt er við
að þessi umdeilda ákvörðun landsliðsnefndar verði
ekki reiknuð henni til réttlætingar, ef jlla fer á|
sunnudaginn, enda varla við því að búast, eins
eins og í pottinn er búið.
★ ÞÁTTUR SIGFÚSAR HALL-
DÓRSSONAR
Margir hafa haft orð á því, að þeir hafi
misst af sjónvarpsþætti Sigfúsar Halldórssonar,
sem fluttur var ekki alls fyrir löngu, og beðið okk
ur að koma á framfæri ósk um, að hann verði end
urtekinn og skal það fúslega gert, enda þótti hann
takast mjög vel. Sigfús á ófáa aðdáendur í hópi
tóniistarur.nenda og sönglög hans kunna ungir og
gamlir. jafnt út við sjó og upp til fjalla. Ekki ætti
heldur hin ljúfmannlega og eðlilega framkoma
höfundarins að spilla ánægjunni hjá' þeim, sem
liorfa á þáttinn. Flytjendur verka hans voru og
allir hinir prýðilegustu. Þættir af þessu tagi njóta
sín mjög vel á skerminum og vonandi heldur sjón
varpið áfram slíkri tónskáldakynningu.
STEINN.