Alþýðublaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 5
Kðffisðlð og skyndi-
happdrætti i Sigtúni
Næstkomandi sunnudag, gang-
ast konur í Styrktarfélagi vangef
inna, fyrir kaffisölu og skyndi-
happdrætti í Sigtúni, kl. 2-5,30 s.d.
Konur í Styrktarfélagi Vangef-
inna hafa ávallt verið mjög dug-
legar við fjáröflun, hafa þær sinn
sérsjoð og hafa úr honum árlega
stórar upphæðir til kaupa á innan
stokksmunum og leiktækjum fyrir
heimili vangefinna.
Óþrjótandi verkefni eru enn
fyrir hendi og nægir uð nefna að
á Akureyri er í smíðum vistheim-
ili fyrir vangefið fólk, sem hlotið
hefur nafnið Sólborg. Þá er verið
að ganga frá nýjum innréttingum
í gamla húsið í Skálatúni.
í Sigtúni á sunnudaginn verða
einnig seidir munir, unnir af van-
gefnum börnum, sem dveljast á
dagheimilinu Lyngási í Reykja-
vík.
Ekki er að efa að margir Reyk
víkingar munu leggja leið sína í
Sigtún á sunnudaginn og styrkja
þar með gott málefni.
haldinn á morgun
Kvenfélagið Hringurinn efnir til
sinnar árlegu kaffisölu og bazars
fyrsta sunnudag í desember, eins
og verið hefur um árabil.
Jólabazar kvenna
Óháða safnaðarins
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur jólabazar sinn að þessu
sinni í safnaðarheimilinu Kirkju-
bæ við Háteigsveg á morgun,
sunnudaginn 3. desember og verð
ur hann opnaður að lokinni rnessu
kl. 3 e.h.
f
Það er sérstök ástæða til þess
að vekja athygli á þeim munum,
sem þar verða á boðstólum. Ekki
aðeins vegna þeirra, sem halda
bazarinn, heldur einnig vegna
þeirra, sem vildu kaupa fallegar
ódýrar jólagjafir. Á meðfylgjandi
mynd má líta sýnishorn af þeim.
Meðal vinninga í bazarhappdrætt
inu eru margar faRegar brúður,
sem munu gleðja börnin um jólin.
Ennfremur eru margir handunnir
munir, sem konurnar í kirkjukven
félaginu hafa sjálfar unnið. Þær
hafa komið saman reglulega éinu
sinni í viku og gert þessa muni og
haft sem ætíð áður ánægju af að
búa í liaginn fyrir kirkjuna, en
ágóöinn rennur til hennar. Ég vil
nota tækifærið og þakka þeirra
ómetanlegu störf fyr og síöar. Jafn
framt vil ég leyfa mér að hvetja
sem flesta til að koma og líta þenn
an árangur af starfinu og styrkja
um leið gott málefni.
Emil Björnssoh.
Barnaspítali Hringsins tók til
starfa fyrir tveimur árum, en til
hans hefur félagið lagt meira en
10 miRjónir króna og ætlar sér
áfram að styrkja hann með ýmsu
móti.
Hringskonur hafa stofnað nýjan
sjóð, Barnahjálparsjóð Hringsins
og hafa tekið höndum saman við
„Heimilissjóð taugaveiklaðra
barna” um að koma upp lækninga-
og hjúkrunarheimiH fyrir tauga-
veikluð börn.
Bygging heimilis fyrir tauga-
veikluð börn er alveg á byrjunar
stigi, en þörfin er mikil fyrir þess
háttar heimili. Oft er hægt að
bjarga taugaveikluðum börnum frá
varanlegu heilsutjóni, ef þau fá
rétta meðferð nógu snemma.
Lækninga- og hjúkrurtarheimiU
fyrir taugaveikluð börn er ekki
sjúkrahús - í venjulegum skiln-
ingi.
Börn fara í skóla, leika sér með
öðrum börnum og Hfa eðlilegu
lífi undir eftirliti sérfróðs fólks, en
rétt þykir að það sé í tengslum
við sjúkrahús, svo notist af lækn
um og tækjakosti þess. Þegar hef
ur verið fengin lóð íyrir heimilið
Framhald á bls 11.
AÐVENTUKVÖLD
GRENSÁSSÓKNAR
Sunnudaginn 3. des. verður að-
ventsamkoma í Breiðagerðisskóla
eins og venja hefur verið fyrsta
sunnudaginn í jólaföstu undan-
farin ár. Hefst hún kl. 20.30, og
verður dagskrúin fjölbreytt að
vanda.
Þar verður upplestur, sýndar
verða litskuggamyndir frá Græn
landi og flutt hugleiðing. Kirkju
kórinn mun syngja nokkur lög, en
auk þess verður einleikur á fiðlu.
Þess er nð vænta að margir,
bæði safnaðarfólk og aðrir, kjósi
að byrja jólaföstuna með þægilegri
kvöldstund í Breiðagerðisskóla á
sunnudag, og eru allir hjartanlega
velkomnir.
Sóknarprestur.
Söngskemmtun
!í Kópavogi
Næstkomandi laugardag held
ur Samkór Kópavogs sinn
fyrsta samsöng í Kópavogsbíó
kl. 5 síðdegis og verður hann
endurtekin iaugardaginn 9. des.
á sama tíma.
Á efnisskránni verða verk
eftir innlenda og erlenda höf
unda og má nefna: Sigfús Hall
dórsson, Jón Leifs og Sigvalda
Kaldalóns, úr hópi íslenzkra
höfunda.
Einnig verður flutt lítið verk
eftir J.S. Bach, og syrpa úr
Leðurblökunni eftir Strauss
og syngur Eygló Viktorsdóttir
einsöngshlutverk syrpunnar.
Undirleik annast Carl BiR-(i
ich. - <1
Flest lögin eru útsett af söng
stjóranum Jan Moravek. Kór^
inn syngur að þessu sinni að-<'
eins fyrir styrktarfélaga sína<|
og er fuRskipað á báða sgm-
söngvana. ÖRum er að sjálf-ji
sögðu heimilt að gerast styrktl1
arfélagar kórsins, og hefst nýtt
starfsár að loknum þessumji
söngvum og skal þeim sem liugi1
hefðu bent á að hringja í síma'
40767 þar sem aRar upplýsing',
ar verða fúslega veittar. <'
Myndin er tekin á æfingu <1
samkórsins í Kópavogsbíói.
Landbúnaðar-
sýning í ágúst
Dagana 9.-25. ágúst 1968 verð nýjungar á þeim sviðum.
ur haldin landbúnaðarsýning í
Reykjavík á vegum Búnaðarfélags
íslands og Framleiðsluráðs land-
búnaðarins.
Sýningin verður í SýningarhöR
atvinnuveganna og á svæðinu um
hvefis hana í Laugardal. Lögð verð
ur áherzla á að kynna þróun land
búnaðarins og framleiðslu hans
og verður m.a. reist stálgrindarhús
á svæðinu ásamt girðingu til sýn
ingar á búfé.
Skipað hefur veirð 22ja manna
sýningarráð og 5 manna fram-
kvæmdastjórn. Upplýsingar um
sýninguna hafa verið sendar út til
félaga, stofnana og fyrirtækja, og
er frestur til að tRkynna þátttöku
í sýningunni til 15. des. Búizt er
við að fjölda aðila taki þátt í sýn-
ingunni og nú þegar er vitað um
marga sem það ætla sér að gera.
Sýnt verður úrval nautgripa,
sauðfjár og hrossa. Ennfremur ali
fuglar, svín, geitur og vatnafisk-
ar. tðnfyrirtæki landbúnaðarins
sýna framleiðslu sina, m.a. kjöt-
iðnaðarfyrirtæki, og fyrirtæki sem
starfa að mjólkuriðnaði Þá sýna
garðyrkjumenn framleiðsluvörur
sínar.
Framleiðendur og þeir, sem
flytja inn og verzla með land-
búnaðarvörur og verkfæri kynnaella.
A sýningunni verða allar tegund
ir heimilistækja. Þar verða bygg
ingarvörur og tilbúin hús og yfir
leitt aRar rekstrarvörur landbúnað
arins.
Ekki hefur enn verið gengið end
anlega frá skipulagningu sýning-
arinnar en skipulagninguna ann
ast Skarphéðinn Jóhannsson arki
'tekt.
Landbúnaðarsýningin verður
væntanlega mesta sýning sem hald'
in hefur verið hér á landi.
33 árekstrar
í gær urðu 33 árekstrar í Reykja
vík, að því er lögreglan tjáði blað
inu. Ekki urðu þó nein slys á
mönnum, en m^rgir bílar s|:emmd
ust nokkuð.
Afarvond færð var í bænum í
gær og -stafar þessi mikli fjöldi
árekstra fyrst og fremst af því.
Virðist svo sem margir bifreiða
stjórar hafi ekki undirbúið bíla
sína nægilega fyrir snjóatíð þá,
sem nú ríkir. Mátti víða sjá bíla
sem hvorki komust afturábák né
áfram. Öll var umferðin mjög hæg
vegna snjósins og urðu úrekstrar
milli bíla því ekki eins harðir og
2. desember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5