Alþýðublaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 10
Syngjandi nunna Framhald úr opnu. tók ekki langan tíma. Einu hús- tnunirnir voru lítið borð með einni skúffu, harður stóll og rúmflet-: strádýna á hörðum fjölum. Ég vandist því að sofa á þessu liarða rúmi og kunni brátt vel við það. Ég get ckki sofið al- mennilega lengur í mjúkum rúmum. Það er hollara að sofa á hörðu, bæði gott fyrir vöxt og limaburð. Auk þess unnum við á bú- garði klaustursins, hreinsuðum til dæmis hesthúsin eða önnur gripahús eða stunduðum jarð- yrkju. Mér fannst mest gam- an að vinna í matjurtagarðin- um. En jafnvel þar ríkti þögnin. Fyrstu orðin sem við fengum að segja hver við aðra voru í hvíldartímanum eftir hádegis- verðinn. Þá höfðum við einn- ig eytt klukkutíma í lestur; við lögðum stund á trúarvísindi, kynntum okkur sögu reglunnar, iásum tíðagerðarbækur og heil- aga ritningu. Síðar um daginn eyddum við öðrum klukkutíma í sams konar námsástundan. Þögnin átti ennfremur að ríkja milli fjögur og sex á dag- inn, þegar okkur var leyft að skipta á nunnuklæðunum og blá- um samfestingum og leggja stund á íþróttir. Það var skemmtilegt. Allar nunnurnar tóku þáít í því, jafnt hinar elztu og virðuleg- ustu sem nýliðarnir. Tennis, handbolti, hlaup og stökk, — já, ég lærði meira að segja júdó í klaustrinu! f Eftir kvöldverðinn 'ktukkanj hálfsjö fórum við aftur í kap- elluna og báðumst fyrir í hálf- tíma. En frá sjö til níu var okkur frjálst að sinna tómstunda- iðju okkar, teikna, prjóna eða sauma út, og á meðan máttum við ræðast við í lágum hljóðum. Mér var leyft að spila á gít- arinn minn hálftíma á kvöldi. Aðrar nunnúr fengu að spila á píanó eða fiðlu, banjó og jafnvel munnhörpu. Ýmsar af nunnunum fóru að taka undir söngvana mína og raula lágt með. Ein systirin var frá Kon- gó, og hún sló skemmtilegt hljóðfall á stólbak, og önnur afrísk systir spilaði undir á þrí- hyrning. Víð hefðum kannski ekki vakið mikla hrifningu í poppheiminum, en við urðum af- skaplega vinsælar innan klaust- ursins. En oftast var þó þögnin ríkj- andi. Alger þögn. Hún var þátt- ur í sjálfsaga okkar og átti að stuðla að innra sambandi okkar við guð. Klukkan tíu á kvöldin slökkt- um við öll Ijós og lögðumst til svefns á hörðu fletunum okkar, og þögnin var svo djúp, að hún virist næstum áþreifanleg. ★ „DOMINIQUE” FER SIGURFÖR UM HEIM- INN. i En líf í hugleiðingu og þögn var ekki það sem beið mín. — Dómíníkanareglan er ekki ein- göngu þagnarregla; hún er einn- ig trúboðsregla. Frá Fichermont eru systurnar sendar víðs vegar um heiminn til að þjóna mann- kyninu sem læknar eða hjúkr- unarkonur, kennarar eða pré- dikarar. Ég átti að gerast kennari og fara. til Kongó, en fyrst þurfti ég að læra meira og átti að fara í háskólann í Louvain. En ekki hefur orðið úr því enn sem komið er. Eitt af skemmtilegustu verk- efnum okkar í Fichmont var að taka á móti hópum ungra stúlkna sem komu til stuttrar dvalar í klaustrinu. Þær voru allar káfar og fjörugar, og þeim fannst mest gaman á kvöldin þegar við sameinuðum spurn- ingar og svör um trúmál og svolitla tónlist. Þetta minnti mig á gömlu dagana þegar ég var í skátahreyfingunni. Oft var ég beðin að syngja og spila, og ég raulaði gjarnan litlu lögin mín fyrir þær. Mér til undrunar urðu þau feiknavinsæl, og bæði systurnar og aðkomu- stúlkurnar báðu mig sífellt um að syngja meira af þeim og lærðu sjálfar bæði ljóðin og lögin. Loks fóru aðkomustúllcurnar að biðja mig að syngja eithvað af lögunum mínum inn á plötu, svo að þær gætu spilað hana til minningar um dvölina í Ficher- mont- Fyrst fannst mér hug- myndin fráleit, en beiðnirnar urðu æ ákafari og tíðari þangað til við sáum, að við yrðum að gera eitthvað í málinu. Við höfðum lítið segulbands- tæki sem systurnar notuðu þeg- ar þær voru að læra ei'lend tungumál og vildu fylgjast með framburði sínum. Ein nunnan hélt á hljóðnemanum meðan ég söng lítið lag sem ég hafði skírt „Dominique”. Við tókum upp nokkur lög í viðbót, og svo fór- um við og spurðum abbadísina hvort við mættum tala við eitt- hvert plötufyrirtæki og biðja | það að búa til tvö hundruð plöt- ur eða svo fyrir okkur, svo að gestir klaustursins gætu eign- azt minjagrip um dvöl sína hjá okkur. Það urðu langar og miklar umræður um málið — hvort þetta væri ekki fjarstætt uppá- tæki og jafnvel óviðeigandi. En leyfi fékkst að lokum, og ég fór til Brússel I fylgd fjögurra af elztu og liáttsettustu nunnum klaustursins til að leggja fram beiðni okkar. Tvö plötufyrirtæki neituðu afdráttarlaust, vildu meira að segja ekki hlusta á segulbandsspóluna sem við vor- um með. Þriðja tilraun okkar var að tala við Philips fyrirtækið. Þar var hlustað með athygli á upp- tökuna okkar, og við vorum beðnar að bíða. Hljóðritunarstjórinn hafði hrifizt af litlu einföldu lögun- um mínum, og liann áleit, að þau ættu erindi á almennan markað. Fyrirtækið bauðst til að gera þessar plötur fyrir okk- ur, en vildi jafnframt fá leyfi til að senda plötualbúm með söngvunum mínum á almenna markaðinn. Mér stóð alveg á sama. Ég var sannfærð um, að enginn lifandi maður myndi kæra sig um að kaupa plötu sem ég syngi inn á. Ég hafði hvorki nógu góða rödd né voru söngvararnir mín- ir >o merkilegir, áleit ég. Abbadísin féllst á að leyfa okkur þetta, og við gerðum samning um, að gróðinn — ef nokkur yrði — rynni til klaust- ursins. Ég þurfti ekki á pening- unum að halda og kærði mig ekki um þá. En ég vonaði, að plötuambúmið seldist meira en fyrir kostnaði, því að fénu yrði varið til að vinna fyrir guð og þjóna börnum hans á jörðinni. Mig óraði ekki fyrir því, að „Dominique” fengi aðrar eins móttökur og raun varð á. Litla lagið mitt fór sigurför um Evr- ópu og Ameríku og varð vinsælt um allan heim. Auðvitað vakti það fyrst og fremst athygli af því að það var nunna sem samdi það og flutti. Það þótti furðulegt fyrir- bæri, að nunna skyldi gerast dæg- urlagasöngkona. Gegn vilja mín- um varð ég fræg víða um lönd. Ég hafði aldrei kært mig um að vekja á mér athygli, og ég vildi bara fá að lifa í friði innan klaustursins míns þangað til ég færi út í heiminn sem trúboði og kennari. En ég átti eftir að kynnast ó- skapaganginum sem fylgir vin- sældum í poppheiminum. — Klaustrið var umsetið æstum fréttariturum sem voru vanir að eltast við hlédrægar stjörnur og beittu öllum brögðum til að ná í „gott efni.” Síminn hringdi frá morgni til kvölds, og ljósmyndarar og blaðamenn herjuðu á friðsæld klaustursins' tíl að fá „sö'gu” og myndir. Beiðnum þeirra var jafnan neitað, og þetta er í fyrsta sinri sern ég segi sögu mína. Og dag einn fylltist allt af ókunnugúm mönnum með kvik- ■ myndavélar, ljóskastara, úpp- tökutækí og alls kyns vélar. — Þettá voru sjónvarpsmenn frá Englandi sem flutt höfðu allan þennan geysilega farangur yfir Ermarsund til að taka upp þátt um Fichermont klausfrið og mig. Ilvernig þeir fengu leyfi, veit ég ekki, en skyndilega var allt komið á ringulreið í kyrr- láta lífinu okkar. Þarna var mað- ur að nafni Ed Sullivan sem mér var sagt, að væri frægur sjón- varpsmaður í Ameríku. Hann vildi fá mig til að syngja eitt- hvað al' Íögunum mínum í þess- um þætti sínum. Ég neitaði, því að enginn hafði minnzt neitt á þetta við mig, og ég sá ekki nokkra ástæðu til að fara að syngja fyrir þennan mann. En vinir mínir hjá Pliilips fyrir- tækinu báðu mig að endurskoða ákvörðun mína og töluðu um alla fyrirhöfnina sem fólkið hefði lagt á sig til að taka upp þennan þátt um klaustrið og mig. Þá lét ég tilleiðast og söng tvö erindi af „Dominique” og tvo önnur lög. Þeir virtust ósköp ánægðir með það. Næst ákvað kvikmyndaver sem kallað er MGM að gera kvikmynd um líf mitt. Raunar var það ekki hægt, vegna þess að það er samningur milli kvik- myndafélaganna í Hollywood og kaþólsku kirkjunnar að gera ekki kvikmyndir um þeirrar trúar fólk sem enn er á lífi. Þá varð að búa til ímyndaða nunnu, en lögin mín voru notuð. Ég sá kvikmyndina einu sinni í Brussel og sat í ódýrustu sæt- unum, því að ég hafði ekki efni á öðru. Ungfrú Debbie Reyn- olds lék „syngjandi nunnuna”. Mér fannst myndin ekki eins slæm og ég hafði búizt við. En hún átfi ekkert skylt við lífið, raunveruleikann, trúna eða mig. Ef til vill halda einhverjir, að ævi mín hafi verið svona. Ég get fullvissað þá um, að það er hrapallegur misskilningur. Líf nunnunnar er ekki sykur, hun- ang og rjómi samanhrært, til- finningasemi og velgjuleg I væmni. Það er mikil gleði og fullnægja í að elska guð og þjóna honum, en það er líka strit og erfiði. Við lifum ekki í ímynduðum draumheimi og syngjum um frið og fegurð jarð- arinnar; okkur er ljóst, að lífið er flókið, örðugt og oft bæði illt og ljótt. En við reynum að hughreysta sjálfar okkur og aðra og leggja fram okkar skerf í baráttunni fyrir liinu góða og fagra. ★ EFASEMDIR GERA VART VIÐ SIG Ég hafði enga löngun til að verða fræg. Vinsældir þær sem plöturnar mínar hlutu komu mér á óvart og urðu mér satt að segja til óþæginda. Fyrsta albúmið seldist svo vel, að ég varð brátt að senda frá mér annað. Ég fékk leyfi til að eyða tímanum sem annars fór í störf á búgarðinum og húsverkin í að semja ný lög, og mér tókst að varðveita bænastundir mín- ar ótrpflaðar. Ég þurfti að fá að vera ein til að ná sambandi við guð og gera mér grein fyr- ir hugsunum mínum. Því var ekki að neita, að mat mitt á hlutunum hafði breytzt að sumu leyti og var stöðugt að breytast. Einu sinnj hélt ég, að það nægði að ganga í regl- una, og þar með öll vanda- mál leyst. Ég myndi eyða hverrj stúnd ævi minnar til bænaiðk- ana og þjónustu, og ekkert myndi raska ró minni og and- legu jafnvægi. En Hfið var ekki lengur svo einfalt. Ég varð að sameina lífið í ytra heiminum og hið kyrrláta klausturiíf, og það var annað en auðvelt. Auk þess voru skoðanir mínar á hinu hefðbundna klausturlífi smám saman að breytast. Ég gat ekki séð, að það væri guði þókn- anlegt að fórna þeim persónu- leika sem hann hefur gefið okk- ur og gera sig að persónulegri vélbrúðu er tæki hugsunarlaust við öllu sem að henni væri rétt og notaði ekki skynsemi sína til að fnynda sér eigin skoðanir. Við skulum taka nunnubún- inginn sem dæmi. Hvers vegna eigum við að klæða okkur eins og gcrt var á miðöldum í stað þess að fylgjast með rás tím- ans? Kuflinn er óþægilegur og stirðbusalegur, og það tekur daga að hreinsa hann almenni- lega. Hvers vegna ekki að ganga í léttari kjölum, ljósum á lit, úr efnum sem auðvelt er að halda hreinum? Hvers vegna ekki að stytta pilsin ofurlítið, svo að þau flækist ekki alltaf fyrir? Og fyrir utan óþægindin við að ganga í þessum klæðum og erfiðleikana við að hreinsa þau er eitt enn, og það er hálfu mik- ilvægara atriði. Búningurinn myndar sálfræðilegan múr milli nunnunnar og fólksins sem hún vill gjarnan komast í sam- band við. Við skerum okkur úr, og fólk fbr hálfi-yj.'f/r.vnj hj^ sér í návist okkar, finnst það allt í einu þurfi að vanda fram- komu sína og vera öðruvísi en því er eðlilegt. Ég fann þetta oft þegar ég var byrjuð í háskól- anum í Louvain. Samstúdentar mínir urðu vandræðalegir þeg- ar ég var viðstödd, og það var einungis ytra fatnaði mínum að kenna. Hann skildi mig frá þeim. Hvers vegna að ganga um í „einkennisbúningi” sem gerir manni erfiðara fyrir í samskipt- um við meðbræður sína? Ekki þurfti Jesús á neinum einkenn- isbúningi að halda þegar hann var að útbreiða fagnaðarerind- ið! Þetta var eitt af mörgu sem ég ræddi um við abbadísina og klaustursystur mínar. Skoðanir mínar mættu ekki miklum skiln- ingi og þóttu of byltingarkennd- ar. En það þarf alltaf á bylt- ingu að halda til að umbreyta rótgrónum venjum. Aðalatriðið Framhald á bls 11. ♦-------------------------------------- setting lotion cleansing milk bubble bath hand-lotion eg- shampoo Halldór Jónsson ” Hafnarstræti 18 simi 22170 -4 .línur 2. desember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.