Alþýðublaðið - 06.12.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.12.1967, Blaðsíða 9
gólffjöl. XJndir henni var taska með peningum í. — Hefurðu — geymt — alla þessa peninga? spurði Irene undr&ndi. — Ég hef lengi vitað að eitt- hvað hræðilegt hlyti að koma fyrir. Ég er ekki eins heimsk og þú heldur, vina mín. Þær báru töskumar niður og Mary Bruton gekk ein að kjall- aratröppunum og hrópaði: — Þá förum við, Rod. Hann hélt áfram að grafa, kóf- sveittur en óþreytandi. — Passaðu vel upp á bílinn detti að almenninglega yfir veg ar brúnina og flýtið ykkur svo heim. Ekki eftir þjóðveginum heldur yfir heiðina. Þið eigið að hjálpa mér meira. — Við gerum allt, sem þú segir okkur! — Farið þið þá af stað. Þær lögðu töskurnar og benz- índunkinn í bíl Frank Westons og Irene ók frá husinu. — Hvaða leið? spurði hún móður slna. — Til London. Það bíður þín margt þar, sem þig hefur ekki einu sinni dreymt um. ÞRIÐJI KAFLI. — Nú erum við næstum hálfn- aöar, sagði frú Bruton. — Við skulum nema staðar og fá okkur eitthvað að borða. — Tókstu líka mat með? spurði Irene með aðdáun yfir viljastyrk og útsjónarsemi móð- ur sinnar. — Ég sé það er hræði- legt — en ég er að farast úr sulti. Það var að byrja að daga. Þær sátu í bílnum og borðuðu þegj- andi en þær voru tengdar hvor annarri enn sterkari böndum en fyrr. Loks gat Irene ekki þagað lengur yfir því sem hana langaði til að spyrja móður sína að. — Mamma — er ég virkilega dóttir hans? — Svo þú hefur getið þér þess til? sagði móðir hennar ró- lega. — Ég bjóst við að svo væri. — Þú skalt ekki rifja upp fortíðina nema þú viljir það, sagði Irene. — Þú getur sagt mér jafn lítið eða jafn mikið og þú vilt en ég ásaka þig ekki fyrir neitt. Ég er svo fegin, svo fegin, svo fegin! Frú Bruton greip um hönd hennar. — Ég ætla að segja þér allt af létta, Irene. — Ég veit ekki hvort mig langar til að heyra það. Frú Bruton þagði smástund svo greip hún fastar um hönd Irene og sagði: — Ég er ekki heldur móðir þín! Þetta var áfall fyrir Irene, því að hún afði aldrei búizt við þessu. — Víst ertu móðir mín! Ég hef séð fæðingarvottorðið mitt! — Já, á pappírnum ertu dóttir mín og ég elska þig sem barn mitt, en ég hef ekki aiið þig. — Hver .. sagði Irene og skildi hvorki upp né niður í þessu. — Ég hef tekið ákvörðun mína og ef hún er röng þá verður svo að vera. En þú átt að eiga framtíð fyrir þér. Þú átt skilið ^ptmuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiitmiimiaiiiHiitiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiMiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiiii f LAUSALEIKS- BARNIÐ ------- eftir 3 J. M. D. Young 'lUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUMUUUIUUUUIUUUUUUUIIUHUUUUUUHUIUUUIUUUIUU IIIIIHIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIHUIIItlllllllllUIIHUHUIIl' undif henni mannlegur. Hann tók hendur Irene og lyfti upp. — Hvað er að sjá kápuna að eiga það betra og fá meira en ég get veitt þér og það geta aðrir séð um. Bæði faðir þinn og móðir búa í London. — Hvers konar fólk eru þau? — Þau eru bæði forrík og það eru oft myndir af þeim í blöðunum. Hef ég ekki sagt þér frá því, þegar við Rod unnum á Lessingdale Chase? — Lessington Chase, endur- tók Irene. — Þar bjó Cheston fjölskyld- an. Indælt fólk en fremur fá- tækt. Þau áttu aðeins eitt bam — dóttur, sem heitir Emily. Hún var bæði gáfuð og falleg. Hún líktist þér. Hún var dökk og skemmtileg og piltarnir litu hana hýru auga. Hún gat valið úr þeim, en það var einn sem hún elskaði. Hann hét Bramley Burt. — Ég hef heyrt það nafn fyrr. — Það er nú — ekki þá. Þó var hann að læra og átti enga peninga. Hann var duglegur og átti mikla framtíð fyrir sér en — Bramley Burt! greip Ir- ene fram í íyrir henni. — Er hann ekki þekkti lögfræðingur- inn sem var verjandi í morð- málinu, þar sem .... — Það er hann! Hann er fað- ir þinn! — Ó, Irene varð svo undr- andi að hún kom engu orði upp. — En móðir mínl? spurðii hún. — Ungfrú Emily. Þau elskuð- ust heitt, en hvorugt þeirra átti peninga. En Thomas Harridge átti peninga, því að faðir hans átti margar verzlanir. Hann var fimmtán árum eldri en ungfrú Emily en hann var vellríkur. Ég er ekki að segja að faðir hennar hafi neytt hana til að giftast honum því hr. Cheston var góðhjartaður maður, en frú Cheston var ákveðin í að dóttir hennar skildi giftast ríkum manni og þess vegna varð ung- frú Emily að kveðja Bramley Burt. — Giftist hún Harrilge? — Já, en þú veizt hvernig veröldin lætur, Irene. Þú varst lausaleiksbarn, en vitanlega var það þaggað niður. Frú Cheston lét hr. Cheston kaupa „Villisvínið" handa Rod og mér og ungfrú Emily átti þig undir mínu nafni. Og ég hef átt þig síðan. — Nú skulum við leggja af stað, sagði frú Brutotn glað- lega til að leyna áhyggjum sín- um. — Þú færð nægan tíma til að venja þig við þessa tilhugs- un og þú venst þessu. Þær komu til London rétt fyrir klukkan sjö að morgni og óku til Hammersmith Broad- way. — Beygðu til vinstri og svo til hægri, sagði frú Bruton. Stansaðu fyrir framan vöru- húsið þarna! — Hvað eigum við að gera? spurði Irene. — Við skiljum bílinn eftir. Þetta er kyrrlátt hverfi og von- andi sér enginn til okkar. Svo förum við á næstu neðanjarð- arstöð. — En þegar bíllinn finnst, sagði Irene. — Því getum við ekki breytt. <«> Örfáum mínútum síðar voru þær í neðanjarðarlest og hálf- tíma seinna leigðu þær sér her- bergi á rólegu hóteli í Kensing- ton. Þær borðuðu morgunverð og fóru svo upp á herbergi sin. Ég vil að þú leggir þig, sagði frú Bruton. Ég þarf að tala við fólk og kem ekki aftur fyrr en klukkan eitt. Sofðu þangað til að ég kem og svo förum við í búðir á morgun. Láttu mig bara um þetta. Irene háttaði og lagði sig og móðir hennar fór út. En Irene gat ekki sofnað og hún fór aftur á fætur og klæddi sig. Hún var svo spennt á taug- um að hún varð að gera eitt- hvað, alveg sama hvað. Hún fór af hótelinu og gekk eftir Kensington High Street. Skyndilega kom henni dálítið til hugar. Hún fór inn í síma- klefa og blaðaði í símaskránni og þar fann hún heimilisfang frú Thomas Harridge. Það var í Hampstead og hún skrifaði það niður á umslag. Hún spurði til vegar og loks fann hún Heath Drive og hús- ið sem hét „Rockingham.” Hún sá aðeins fallegt járn- hlið og nokkra runna. Hún gekk yfir veginn í þeirri von að sjá húsið betur úr fjarlægð. Skömmu seinna sá hún mann sem kom eftir götunni með stóran ljósbrúnan hund í bandi. Hundurinn togaði í hálsfestina til að losna og maðurinn beygði sig niður og tók ólina af hálsi hundsins. Og skyndilega fór allt á fleygiferð. Hundurinn kom hlaupandi til hennar, gelti há- stöfum og lagði framfæturna á brjóst hennar til að sleikja hana í framan. Hann var svo þungur, að Ir- ene missti jafnvægið og datt. — Prins! Prins! Komdu hing- að! Sjáðu, hvað þú hefur nú gert af þér! Maðurinn kom hlaupandi til Irene og laut yfir hana. — Mér finnst þetta mjög leitt! Hafið þér meitt yðui’? Ég bið yður margfaldlega afsökunar. Má ég hjálpa yður að standa upp? Hann var mjög hávaxinn, kraftalegur og sterkur. Hann var laglegur og hafði afar falleg blá augu. Hann var mjög karl- Taflfélag Framhald af S. síðu. hörð og spennandi og lauk henni svo að fjórir urðu efstir og jafn ir með 13 vinninga. Flytjast þeir allir upp í 2. flokk. Þeir tefldu síðan til úrslita og varð röð þeirra þá þessi: 1. Sigurður Már Einarsson, sem varð unglinga- meistari T. A. 1967, 2. Árni Braga son, 3. Jón Friðriksson. 4. Guð- jón Þórðarson. 5. nóv. s.l. bauð Taflfélag Akra ness 10 unglingum úr Kópavogi til keppni á Akranesi við jafn- aldra þeirra hér. Úrslit urðu þau, að Akurnesingar sigruðu með 7 vinningum gegn 3. Þá fór einnig fram keppni í hraðskák milli sömu aðila og sigruðu Akurnes- ingar þar einnig, hlutu 60 vinn- inga gegn 40 vinningum Kópa- vogs. Símskák milli Vestmannaeyj inga og Akurnesinga fór fram að faranótt sunnudags 12. nóv. s.L og var teflt á 10 borðum. Keppn- inni lauk með sigri Akurnesinga, 7 vinningar gegn 3. Akurnesing- ar unnu 5 skákir, töpuðu 1., en 4 urðu jafntefli. Unglingar úr T. A. kepptu á vegum Gangfræðaskóla Akraness við nemendur úr Gangfræða- skóla Selfoss á 6 borðum og fór keppnin fram á Selfossi 26. nóv. s.l. Akurnesingar sigruðu með 5 vinningum gegn 1 r4L — □ Fasteignir Til sölu Höfum ávallt til sölu úr- val íbúða af flestum stærðum og gerðum, ýmist fullbúnum eða í smíðum. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆD SÍMt 17466 Höfum jafnan til sölu fiskiskip af flestum stærðum. Upplýsingar í síma 18105 og á skrifstofunni, Hafnarstræti 19. &FISKISKIP FASTEIG NAVIÐ SKI P T I ; BJÖRGVIN JÖNSSON FASTEIGNAVAL Hðl Ofl IMðlr vlð oilia hccll V r)innu T I-!" 1 \ {111 u 11 r n |inu 11 fvr □ >J| JV^K**^4|ii 1111 j| iin nrsuiiill SkólavörSustíg SA. — II. bæð, Símar 22911 og 192S5. HÖFUM ávallt til aölu árval af 2ja-6 herb, íbúðum, einbýlishúa- um og raðhúsum, fullgerðum og f smíðum í Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnamesi, Garðahreppl og víðar. Vinsamlegast hafið sam band við skrifstofu vora, ef þér ætlið að kaupa cða selja fastetjrn tr_ J Ó N ASASON hdl. Fastelgnasafian Hátúnl « A. Nóatúnshösið Súni 21870. ÍJrval fastelgna við alln kæft Hilmar Valdimarsson. fasteignaviðakipti Jón Bjamason hæstaréttarlögmaður. 5. desember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.