Alþýðublaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 1
VIKAN 31. desember — 4. janúar 1967. NORRÆNT GAMLÁRS KVÖLD SÍÐASTI DAGUR ársins 1966 var um leið fyrsti gamlársdag- ur í starfstíð íslenzka sjónvarps- ins. Dagskrá þess stóðst þessa þolraun með mikilli prýði og o Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- varpsstjóri, sem lætur af em- bætti nú um áramótin flytur að' vanda annál ársins á gamlárs kvöld. Pistli lians er útvarpað samtímis í hljóðvarpi óg' sjoíí- varpl eða kl. 23,30. ríkti almenn ánægja með sjón- varpsefni kvöldsins. — Nú kveðj- um við enn eitt árið, fólk kæt- ist gjarna þetta kvöld og víst lofar efni sjónvarpsins góðu um ríka aðstoð ur þeirri áttinni. Eins og í fyrra sýnir sjónvarpið norræjia áiramófadagskráj, þar sem skemmta listamenn frá' öll- um Norðurlöndum. í fyrra sá finnska sjónvarpið um gerð þessarar dagskrár. í ár er það sænska sjónvarpið. Þá skemmti Ómar Ragnarsson af íslands hálfu og stóð1 sig vel. í ár kem- ur Savanna-tríóið iram íygir ís- lands hönd. Fólki hér uppi á' íslandi þótti sá Ijóður á dag- skránni í fyrra að norrænir lista- mcnn virtust rígbundnir enskri tungu í öllum flutningi skemmti- efnis. Við skulum vona, að þjóð- arstoltið hafi vaxið eilítið á því ári sem síðan er liöið. o ÁRAMÓTA SKAUP og spil. Nafnkunnir leikarar skemmta og ekki má' gleyma Ómari Ragnarssyni og hljóm- sveit Magínúsar Ingimarssonar. Við höfum fregnað að þau Þóra Friðriksöóttir og Þorgrímur F.in- arsson muni sýna Charleston og Ómar Ragnarsson gera grín að stjórnmálaspekingum þjóðarinn- ar í ljóðum. Þá má ekki gleyma ýmsum starfsmönnum sjónvarps- ins; áreiðanlega munu þeir ekki láta sitt eftir liggja, ef við þekkj- um þá rétt. Þessi dagskrá stend- ur allt fram til 23,30 er áramóta- pistill útvarpsstjóra hefst. ísland m aldamót Á nýjársdag kl. 19.30 gefst hlustendum hljóðvarps þess kost- ur að hlýða á áramótafund í út- varpssal um einkar fróðlegt og skemmtilegt efni. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri stjórnar umræðum um fundarefnið: „ís- land um næstu aldamót”. Fund- armenn eru Guðmundur Arnlaugs- son rektor, dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, Jakob Gísla- ■ son í’aforkumálastjóri og Ólafur Jensson læknir. o Tónskáld mánaðarins Á þriðjudaginn kl. 19,45 hefst kynning hljóðvarpsins á „Tón- skáldi mánaðarins,” því öðru í röð- inni, Sigurði Þórðarsýni. Dr. Páll ísólfsson og verk hans haí'a verið kynnt all-rækílega að undanförnu mörgum til hinnar mestu ánægju. Þessi kynning hefst á því, að Þorkell Sigurbjörnsson ræðir við tónskáldið og verða síðan flutt tvö tónverk eftir Sigurð: „Þú mikli, eilífi andi”, úr Alþingisliá- tíðarkanlötu og Forleikúr öp 9. Áramótaskaup sjónvarpsins hefs't'kí. 22T0. Þar verður mikið um aö vera, léikþættir, söngur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.