Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7. maí 1967 7 ,K‘ eins og ,kafka‘ Sigríður Hagalín og Pétur Einarsson Leikfélag Reykjavíkur Máissóknin. eftir Franz Kafka. Leikritsgerð eftir André Gide og Jean-Louis Barr- ault. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikmyndir: Magnús Pálss. Þýðandi: Bjarni Benedikts- son. Málsóknin, Der Prozess, er áð líkindum aðgengilegust af íhin- um stóru sögum Franz Kafka. Höfundurinn lauk henni að vísu aldrei frekar en öðrum skáldsög um sínum, Das Schloss, Ameri- ka; en hann gekk frá niðurlagi bókarinnar, og iesendur hafa orð útgefandans, Max Brod, fyr- ir því að málið hafi ekki átt að komast ýkja miklu lengra en raun ber vitni í bókinni; ósömdu kaflarnir áttu einungis að lýsa nýjum þáttum hinnar einkenni- legu málsóknar á hliðstæðan hátt við þá sem til eru. Segja mætti að slík saga gæti haldið áfram óendanlega, en á sama hátt má segja að sagan sé heil eins og frá henni er gengið af •því að henni tekst að láta þenn- an „óendanleika“ uppi til fulln- ustu. Ef til vill mætti taka dýpra í árinni og segja að verk Kafka verði yfirleitt ekki leidd til lykta, þau séu eðli sínu sam- kvæmt opin og ólokin; og hefði ekki orðið skáldsögunum til neins framdráttar þótt höfund- urinn hefði formlega lagt á þær síðustu hönd. Sjálfur staðfesti Kafka þetta viðhorf með sínum hætti þótt dómur hans um verk sín væri til muna þyngri en annarra gagnrýnenda hans: hann gekk frá skáldsögunum ófullgerðum, taldi þær mis- heppnaðar og lagði svo fyrir að handrit þeirra yrðu eyðilögð að sér látnum. Atburðarásin í Málsókninni er raunverulega ofur einfökh ungur rnaður, Jósef K., er liand- tekinn óforvarandis, leiddur fyr ir ókunnan rétt, borinn óskilj- anlegum sökum, drepinn eins og hundur að lokum. Franz Kaf- ka skrifaði ekki um tima þeirra Hitlers og Stalíns. En atburðir seinni tíma hafa gert frásögn hans tímabæra, óhugnanlega ná komna ótölulegum lesendum; það er eins og veruleikinn hafi kostað kapps um að tileinka sér andrúmsloftið úr sögum Kafka. Án efa á þetta mestan þátt í að viðhalda almennum áhuga á Málsókninni — sem einna síðast birtist af lcvikmynd Orson Welles eftir sögunni og nú hefur leitt til þessarar sýningar Leik- félagsins. Og í þann streng tek- ur Jean—Louis Barrault, annar höfundur leikgerðarinnar sem samin var 1947 þegar styrjöld- inni var nýlokið en kalda stríð- ið I uppgangi. Leikskrá Leik- félagsins (sem nú virðist farin að keppa í stílsnilli við stöllu sína í Þjóðleikhúsinu) hefur eftir honum að Kafka sé „hinn sanni spámaður okkar tíma^ Hinn venjulegi maður sem átti að heita frjáls, bjó við minna og minna frelsi í sinni borg, sér hver var undir niðri sekur. Kaf- ka einn þorði að bera brigður á réttvísina, og í heimi sem var til hlítar skipulagður til þess að koma manninum niður á stig dýranna, þá þorði hann að taka til meðferðar manninn í sínu eigin frelsi og sem sam- runa efnis og anda, náttúruleg- an og yfirnáttúrlegan, raun- verulegan og súrrealistiskan. Maðurinn stóð ákærður, en á- kærður fyrir hvað frammi fyrir Guði og mönnum, eða öllu held- ur ekki frammi fyrir Guði, frammi fyrir kirkjum, það er að segja því, sem menn hafa af Guðunum?! Kafka gaf frá sér ópið, sem við þorðum ekki að gefa frá okkur, og hann gerði það af einstakri samvizkusemi; hetjan hjá honum, Jósef K. er enginn dýrlingur, hann er rétt eins og hver og einn af okkur og hann lýsir honum fyrir okkur á raunsannan hátt. Guð gaf okk- ur galla svo við mættum halda áfram að vera menn, sagði Shakespeare." . Hvað sem þessi einkennilega klausa kann helzt að merkja er allténd ljóst af höfundinum er fjarska mikið niðri fyrir; hann lítur á Málsóknina sem einhverskonar dæmi upp á ,,stöðu mannsins“ í heiminum og nútímanum. Með slíku lagi er líka venja að lesa Kafka, sjá í verkum hans stöðugar táknlík- ingar, lesa duldar merkingar, háspekilegar, trúarlegar, félags- legar, bak við hvert viðvik frá- sögunnar; og eflaust hefur þetta lestrarlag mikið til síns máls. Það er að minnsta kosti misskiln ingur, sem einnig ber fyrir, að vísa verkum Kafka á bug sem einkamálum, sjúku hugarfóstri sem einungis 'sé til vitnis um hugarástand, einkalíf höfundar síns. En hvaða skýi'ingu sem menn aðhyllast á þessum verk- um og uppruna þeirra, heim- spekilega eða sálfræðilega, kann að vera vert að leggjá á- herzlu :á bókstaflega merkingu þeirra til jafns við hina tákn- le«u. Máisóknin gegn Jósef K. kann að hafa djúptæka andlega merkingu sem að einhverju leyti skýri hinn sívaxandi hljómgrunn sem sagan hefur fundið hjá les- endum; martröðin sem er and- rúmsloft sögunnar kann á ein- hvern hátt að samsvara almenn- ri andlegri reynslu nú á tímum. En það sem gerir þessa martröð, þetta andrúm, alla táknvizku sögunnar, verulega fyrir lesand anum er fyrst og fremst raun- sæisleg, natúralisk frásagnarað- ferð hennar, nákvæmislega og smámunasöm staðfesting henn- ar í þekkjanlegu og skiljanlegu umhverfi; sagan er öll gegnsýrð slíkum áþreifanlegum, raunhæf um efnisatriðum sem raunar eru þær efniseiningar sem byggja upp táknkerfi verksins unz það hverfur í óendanlegan fjarskann. Þessi náni samruni hins venjulega, hversdagslega og áþreifanlega hinu hugvitaða, dularfulla og óskiljanlega, sem hvorttveggja gengur upp í einni mynd eins og ofskynjanir tauga bilaðra manna raunveruleikan- um sjálfum, er meginatriði í allri list Franz Kafka. Það er að vísu einkennilegt tiltæki að reyna að flytja þenn- an hugarheim yfir á leiksvið. Augljóslega er útilokað að gera öllum efnismassa skáldsögunnar skil á sviðinu, viðhalda þar á- þreifanlega fótfestu hennar í pensjónati frú Grubach, bank- anum þar sem K. vinnur, leigu- kumböldum úthverfanna þar sem rétturinn er til húsa upp á háalofti, borginni þar sem K býr og hversdagslífi hans i skugga málsóknarinnar. Án þess arar fótfestu er hætt við að leikurinn hverfist í „absúrda“ til burði, leikhústilgerð sem ekkert á skylt við grimma nauðhyggju. sögunnar. Ekki komst sýning Leikfélagsins með öllu undan slíkum áföllum; dæmi þeirra eru t.a.m. fyrsta atriði í bank- anum, K í leit að réttinum, sak- borningar úti fyrir dyrum rétt- vísinnar. En það eru engir auk- visar sem standa að leikgerð sögunnar, rithöfundurinn André Gide og leikarinn og leikstjór- inn Jean Louis Barrault, og það er raunverulega mesta furða hve miklu þeir koma til skila af efni sögunnar og hve nákvæm- lega þeim auðnast með köflum að fylgja texta hennar. Þeir •gera að vísu allmiklar breyting- ar og auka nokkru við textann til vafasamra bóta (sbr. biblíu- staði í upphafi leiksins og dóm kirkjuatriðinu, hugleiðing K um ,,frelsi“ á pensjónatinu); textaaukinn er vísast fróðlegur um tilgang þeirra með verki sínu ekki siður en úrfellingar, en ég verð 'að jála að 1 ég hcf ekki kynnt mér leiktextann sér- staklega. Veigamesta bréytingin er þó sú að dómstólsatriðið er flutt úr fyrri hluta sögunnar í seinni hluta leiksins og kaflarn- ir um lögfræðinginn, Leni og Block kaupmann stórlega dregn ir saman sem breytir hlutföll- um verksins til æðjmikilla muna. Umfram allt > stuðla breytingarnar að því aði ,,loka“ verkinu, gera úr því „heila sögu“ sem visast er nauðsyn- legt fyrir leiksviðið, en; sviptir verkið um leið fjarvídd „óend- anleikans" sem er einn þáttur Framhald á 13. síðu. Guðmundur Pálson og Bjarni Steingrímsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.