Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 13
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. maf 1967 13 K0.BAViaG.SFi 0 ■iúnl «986 Lögregian i St. Pauli Sýnd kl. 7 og 9. NÁTTFARI Sýnd kl. 5 NOBI Hin mikið lofaffa japanska mynd Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. STÚLKURNAR Á STRÖNDINNI Sýnd kl. 5 og 7 MARGT SKEÐUR Á SÆ Sýnd kl. 3 Barnaleikritið Ó, amma Bína Sýning kl. 3 (ekki kl. 2) Lénharöur fógeti (Lénharður fógeti sýning fellur niður.) Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar. Tengikranar, Slöngnkranar, , Blöndunartæki. Burstafell bygglngavöruverzlun Réttarholtsvegl 3. Sírnl 3 88 4«, Hvert viljið þér fara? Nefniö staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þægilegast. Hafið samband víð feréaskrifstofurnar eða /VMERICAM Hafnarstræti 19 — sími 10275 BÍLAMÁLUN - RÉTIINGAR BREMSUVIBGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Simi 35740. BEEIHOVEN - CZERNY ■ LISZI Karl Czerny var austurrískur píanó- leikari, tónlistarkennari og þekktur fyrir æfingalög sín fyrir píanóleik, sem margir unglingar leika enn þann dag í dag. Hann var uppi á fyrri hluta 19. aldar og því samtímamaður hins fjölmenna hóps tón- listarmanna, sem þá bjó í Vínarborg. RABBUM íúNusr Út hafa verið gefin u.þ.b. 1000 verk eftir hann og ennfremur fór hann inn á nýjar brautir í liljómsveitarverkum, samdi m. a. verk fyrir hljómsveit, átta píanó, leikið fjórhent á þau öll. Hann er hins vegar frægastur fyrir kennslu sína, sem hann hóf 15 ára að aldri eftir að hafa lært hjá föður sínum og sjálfum Beet- lioven. Kunnasti nemandi hans er eflaust Franz Liszt. Minnir þessi þrenning um maigt á aðra þrjá menn hvern fram af öðrum, sem nema hver af öðrum, þ. e. Platon, sem skapar heimspekistefnu og leikur með hugmyndir, Aristóteles, sem bindur í kerfi og Alexander, sem fer vítt yfir og leggur heiminn að fótum sér. (Of frekt væri að jafna Haydri við Sóki’ates). Hér á eftir fer lýsing Liszts á heimsókn sinni til Beethovens árið 1823. Ég var um það bil ellefu ára gamall, þegar minn virðulegi kennari, Czerny, fór með mig til að hitta Beethoven. Hann hafði fyrir alllöngu sagt Beethoven frá mér og beðið hann að veita mér áheyrn einhvern daginn. En Beethoven hafði svo mikla óbeit á undrabörnum, að hann hafnaði stöðugt beiðni Czernys um að hlusta á mig. Að lokum tókst Czerny, sem var óþreyt- andi, að telja honum hughvarf, svo að hann sagði óþolinmóður: „Jæja, komdu þá með strákskrattann, í Herrans nafni.” Klukkan var um tíu að morgni, þegar við komum inn í litlu herbergin tvö, sem Beethoven hafði á leigu um þær mundir í ,,Svarta SpájnverjanumJ” Ég var mjö^ feiminn, Czerny vingjarnlegur og uppörv- andi. Beethoven sat við langt, mjótt borð við glugga og var að vinna. Sem snöggv- ast virti hann okkur illilega fyrir sér, sagði síðan nokkur orð við Czerny og var hraðmæltur og beið svo þögull, er minn góði kennari kallaði á mig að píanóinu. Ég lék fyrst lítið lag eftir Ries. Þegar því var lokið, spurði Beethoven mig, hvort ég gæti leikið fúgu eftir Bach. Ég valdi Fúgu í c-moll úr Das Wohltemperierte Klavier. „Getur þú flutt fúguna í aðra tóntegund?” spurði Beethoven. Til allrar hamingju tókst mér það. Þegar ég hafði slegið lokanóturnar, leit ég upp. Meistar- inn horfði á mig stingandi augnaráði, þung- ur á brún. Allt í einu birti yfir andliti hans, og hann brosti góðlátlega. Hann gekk til mín, beygði sig yfir mig og strauk hendinni hvað eftir annað um hárið á mér „Skrattakollur litli“ hvíslaði hann, „og Lizst leikur á slaghörpu fyrir Berlioz og kennara sinn Czerny, sem stendur til hægri. Sitjandi eru Kriehuber (vinstri) og Ernst (hægri). ekki eldri en þetta.” Mér óx allt í einu hugrekki. „Má ég leika eitthvað eftir yður núna?” spurði ég upp- Iitsdjarfur. Beethoven kinkaði kolli bros,- andi. Ég lék fyrsta kaflann í C-dúr kon- sertinum. Er ég hafði lokið honum, greip Beethoven báðar hendur mínar, kyssti mig á ennið og sagði blíðlega: „Farðu nú, þú átt gott, því að þú munt miðla mörgum hamingju og gleði. Ekkert er betra né göf- ugra.” Þessi atburður hefur greipzt f ast í. vit- und mina og orðið mér leiðarljós, sem lýst hefur mér á listabraut minni. Ég tala ör- sjaldan um hann og aðeins við nána vini mína. — G. P. tók saman. Málsókn. Frh. af. 7. síðu. þess. Óneitanlega er leikgerðin að öllu leyti fátæklegra verk, fá brotnara og einhæfara en sag- an sjálf og getur með engu móti komið í hennar stað; en hún er þar fyrir áhugavert verk sem að líkindum getur reynzt æði áhrifamikið í nógu mikil- hæfri meðferð. Það væri sem sagt mikill mis- skilningur á verki Franz Kafka að gera úr því abstrakt rök- ræðu,hafna yfir stund og stað, absúrdan táknleik; vandi leik- hússins og leikaranna er að koma ótvírætt fram á sviðinu hinum mannlegu, hversdagslegu eðlisþáttum verksins. Og það er í mikið ráðizt að reyna til við þetta viðfangsefni á hinu þrönga sviði í Iðnó, með næsta misjöfnum liðskosti Leikfélags- ins þar sem fer nú æ meira fyr- ir ungum og kornungum leikur- um, óvönum stórræðunum. Að þetta tekst, að svo miklu leyti sem það tekst, hygg ég að sé einkum að þakka leikstjóminni. Helgi Skúlason hefur sýnt það undanfarin ár að hann er með hagvirkustu leikstjórum okkar og ótvírætt vaxandi í starfi sínu; Málsóknin er bezta verk hans sem ég hef séð. Erfiðleikarnir eru að sönnu miklir, en það er nánast ótrúlegt hve vel sýningin rúmast á sviðinu, hve samfelld- an og heillegan svip hún hefur þótt ekki takizt henni til neinn- ar fullnustu að endurvekja and- rúm sögunnar, þá martröð hversdagsleikans þar sem hún gerist. Einkennilegast er hve leikurinn verður fjarskalega al- varlegur, dapurlegur, jafnvel há tíðlegur; sjálf atburðarásin er þó gædd fjarstæðufengnu skopi öðrum þræði sem manni virðist að einmitt ætti að nýtast á leik- sviði; en þessi alvörugefni kann að vísu að stafa frá leikgerð- inni sjálfri sem hneigist sem sagt til að líta á Kafka sem há- tíðlegan „spámann“. Ekki léttir það undir með sýn ingunni að leikurinn er afar fjölmennur, og verður að nota sömu leikarana í ýmsum hlut- verkum. Þetta kann að vísu að stuðla að samfelldu yfirbragði sýningarinnar, en fæstum tekst leikurunum að gæða hin minni hlutverk sérmerktu svipmóti enda kannski ekki til þess ætl- azt. Og þeim er sumum mjög mislagðar hendur: Guðmundur Pálsson lýsir þannig réttarþjón- inum skýrlega en nær engum tökum að gagni á lögfræðingn- um, og Bjarni Steingrímsson ræður við rannsóknarfulltrúann en alls ekki Albert frænda. Bankamennirnir renna allir út í eitt sem er sök sér, en miklu hæpnari er -afkáraháttur í gervi og framgöngu ýmsra þéirra sem eru á snærum réttvísinnar, Borg ars Garðarssonar, Margrétar Ólafsdóttur og Guðrúnar Ás- mundsdóttur sem geldur sárlega þessa tiltækis leikstjórans. En gaman er að sjá Jón Aðils á nýjan leik á sviðinu og Titorelli málari verður ein skýrlegasta mannlýsing leiksins; sömuleiðis fer Þóra Borg vel sem frú Gru- bach, en Sigríður Hagalín held ég eigi varla heima í gervi hinn ar léttlyndu fröken BUrstner. Þetta eru að sönnu minniháttar atriði sem má bollaleggja um fram og aftur; sýningin stenzt þeirra vegna sem mestu skiptir. Og mest á hún undir aðalhlut- verkinu, Jósef K, sem Pétur Einarsson fer með, ungur og vax andi leikari sem hér fær sitt langmesta tækifæri til þessa. Jósef K er kannski einkum full trúi Kafka sjálfs, og kannski hann sé einhverskonar tákn_ mynd „mannsins í heimihum“ um leið; hann er ofur venjuleg- in-, hversdagslegur ungur mað- ur, efnilegur, upprennandi unz hann ratar í sínar undarlegu raunir. Þetta var full-ljóst af meðferð Péturs Einarssonar sem tókst mannlega á við verk- efni sitt, lýsti skilmerkilega og með sannfærandi innlifun. Hann vann ótvírætt á með hlut- verkinu þó ofmikið væri sagt að honum auðnaðist að tjá á svið inu þá upplausn persónunn ar sem er eiginlegt efni leiks- ins, þess vegna virtist sýning- in með köflum á báðum áttum um það hvort leikurinn beindist inn á við, að K einum, eða út á við, að einhverjum ytri heimi sem hann tákist á við. Um leikmyndir Magnúsar Pálssonar ljósabeitingu í leikn- og ,,tónlist“ milli atriða væri vert að ræða ýtarlega; þetta á allt mikinn þátt í hinum far- sæla heildarsvip þessarar sýn- ingar. Óhjákvæmilega verður forsviðið með köflum nokkuð klúðrað þar sem lýsa þarf marff breytilegum staðháttum, og er að líkindum mest um það vert að þennan vanda tekst raunveru lega að leysa, bregða upp full- nægjandi drögum umhverfislýs- ingar. Og baktjaldsmyndir Magn. úsar, „tilbrigði um stórborg" í hálfabstrakt ljósmyndum, eru verulega svipmiklar og stuðla mjög að hugblæ sýningarinnar. Hún er éf til vill ekki mjög á- hrifamikil eða minnistæð til lengdar en tvímælalaust farsæl- leg lausn á hinu torveldasta við fangsefni; enn einn vottur þess hve langt má komast með nógri vandvirkni þótt efni séu tak- mörkuð. ÖJ FJÖUDJAN • ÍSAFIRDI I---------------1 5ECLJHE EINANGRUNARGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. EUiðavogi 115. Sími 30120. Pósthólf 87*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.