Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 10
10 Grskkland Frh. af 5. síðu. ið inilli auðs og örbirgðar er það gífurlegt', atvinnuvegir frum stæðir og félagslegt öryggi lítið sem ekkert. Stjórn Papandreous hafði boðað róttækar endurbæt- ur á stjórn landsins og félags- málalöggjöf, áður en honum var vikið frá, og það virðist annað óhugsandi en að ný stjórn lýðræðisaflanna hefði tekið þar upp þráðinn aftur. Kollias, hinr nýi forsætisráð- herra í Grikklandi, sagði eftir embættistöku sína: „Nú eru hér ekki lengur hægri menn, vinstri menn eða miðflokkamenn, — aðeins Grikkir.” Þessi orð láta furðu kunnuglega í eyrum. Þetta minnir á uppáhaldsstaðhæfing- ar fasistaflakka_J:yrr og síðar, setningar eins og „Ein Reich, ein Volk, ein Fiihrer," kjörorð Hitlers sáluga, svo að dæmi sé tekið. Herforingjarnir stjórna Grikklandi líka nú með áþekku móti og fasistastjórnir fyrr og nú gera; stjórnarskrá landsins er upphafin, menn eru fangels- aðir unnvörpum fyrir pólitískar sakir, blöð eru háð strangri rit- skoðun og fá ekki að birta annað en það, sem stjórninni þóknast, mönnum leyfist ekki að safnast saman og séu fleiri en fimm í hóp er talinn mannsöfnuður, allar stjórnmálaumræður manna á meðal eru forboðnar og af því leiða persónunjósnir og sífelld- ur ótti við _ náunganri, þessi, klassísku einkenni lögregluríkj- anna. Svo virðist sem eitthvað hafi verið linað á harðstjórninni aft- ur síðustu dagana, án þess þó að um nokkurt afturhvarf í lýð- i ræðisátt sé að ræða. En út- göngubannið, sem gilti fyrstu sólarhringana eftir byltinguna hefur verið afnumið og sumum, sem fangelsaðir voru, hefur ver- ið sleppt úr haldi. Enn sem kom- ið er hefur enginn andstæðingur byltingarinnar verið tekinn af lífi, að minnsta kosti enginn hinna kunnari manna, en boðuð hafa verið réttarhöld gegn An- dreas Papandreou, syni forsæt- isráðherrans fyrrverandi, og mun hann sakaður um landráð. Sé með þessu eittlivað verið að draga í land, sem raunar er mjög vafasamt, að minnsta kosti í því sem máli skiptir, en sé raunverulega verið að draga í land, þá getur það ekki stafað af öðru en þrýstingj utan frá, þeirri almennu fordæmingu sem byltingin .hefur fengið í flestum löndum heims, þeirri víðtæku andúð almenningsáiitsins, sem herforingjar grísku og Grikkja- konungur finna úr öllum áttum. Frjáisiyndir menn og iýðræðis- sinnaðir um heim ailan hafa jis- ið upp tij mótmæla við valdarán grísku lierforingjaklíkunnar, og það er eðlilegt að þeir hafi risið upp til mótmæla. Lýðræðið hef- ur óneitanlega beðið hnekki í Grikklandi, grundvallarreglur mannréttinda hafa þar verið brotnar, og það er nokkuð sem menn mega ekki láta eins og þeim komi ekki við, jafnvel þótt það 'gerist í fj|arlægu landi, hvað þá þegar það gerist í Ev- rópuríki, móðurlandi vestrænn- ar menningar og bandalagsríki, okkar í samtökum, sem sögð eru til þess að vernda lýðræði og kristna menningu Vesturlanda. Mótmælaaldan bendir líka til þess, að á því sé ríkur skiln- ingur að ofbeldisaðgerðir gegn þegnum eins lands séu í raun ofbeldisaðgerðir gegn öllum mönnum. Sérstaklega 'sýnist mér að mönnum sé þetta ljóst í þeim löndum, þar sem lýðræðið hefur fest dýpstar rætur og er runnið fólki í merg og bein, og á ég þar við Norðurlönd. Að því er ég bezt fæ séð, hefur í þeim lönd- um einhuga almenningsálit for- dæmt atburðina í Grikklandi; þar hefur naumast heyrzt’ nokk- ur hjáróma rödd. Raunar kann það eitthvað að auka áhuga Norðurlandabúa, einkum þó Dana, á því sem gerist í Grikk- landi, að fjölskyldutengsl eru milli Konstantíns Grijkkjakon- ungs og Friðriks 9. Danakon- ungs. En öll sú vikublaðaróman- tík, sem í Danmörku hefur und- anfarið ár verið ofin kringum Konstantín konung hefur þó ekki, megnað að draga úr þeirri al- mennu fordæmingu á framkomu hans og herforingjaklíkunnar grísku, sem gætt hefur í Dan- mörku. Danir hafa fullkomlega gefið til kynna að gríski kon- ungurinn væri óvelkominn gest- ur til brúðkaups dönsku krón- prinsessunnar, sem halda á í næsta mánuði, og fofsætisréð- 'herra landsins, Jens Otto Krag hefur t'ilkynnt Konstantín kon- ungi þetta á kurteislegan hátt. Þá hafa menntamálaráðherrar Norðurlanda nýlega ákveðið að sækja ekki fund menntamálaráð- herra Evrópulanda, sem haldinn er í Aþenu, og er það gert til að mótmæla valdatöku hersins í Grikklandi. Margs konar aðrar mótmæla- aðgerðir hafa verið hafðar í frammi, og ein þeirra eru þau fundarhöld, sem fram fara í dag, ekki aðeins hér í þessu húsi, heldur um alla Evrópu samtím- is. Rödd hvers og eins okkar, sem komum fram á þessum mót- mælafundum kann að vera veik, en sú er von min að saman mynd um við öflugan kór, sem kunni að verða heyrður. Og þessi kór er ekki bundinn við þessi funda- höld, heldur getur hver sem er tekið þátt í honum og eflt hann að styrkleika og aukið með því vonir þess, að Grikklandi verði aftur snúið til lýðræðislegra stjórnarhátta og þjóðfélagslegra framfara, áður en mjög langur tími líður. Mótmælin gegn valda töku grísku fasistanna þurfa að verða svo sterk um alla heims- byggðina, að ekki verði annað unnt en taka tillit til þeirra, svo að Grikkland megi aftur verða stolt Evrópu, land sem kalla megi lýðræðisland ekki aðeins að fornu heldur og að nýju. Námskeið TÖLUFRÆÐILEGT GÆÐAEFTIRLIT Dagana 25. maí — 3. júní n.k. verður hald ig námskeið á vegum IMSÍ í tölufræðilegu gæðaeftirliti (statistical Quality Control). Kennt verður á norsku. Nánari upplýsingar veitir: IÐNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS. Skipholti 37 — Reykjavík Símar 8-15-33 og 8-15-34 (Ath. Þetta eru breytt símanúmer). Keflavík Tilboð óskast í að reisa álmubyggingu við Gagnfræða. skólann í Keflavík. Útboðs- og verklýsingu ásamt teikn ingum skal vitja á skrifstofu byggingarfulltrúa gegn 1000.00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á Hafnargötu 27, þann 26. maí klukkan 2 e.h. BYGGINGARFULLTRÚI. 7. mal 1967 — Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIO Sextugur á morgun: Ragnar Lárusson RAGNAR LÁRUSSON forj. ' inn, rasar ekki fyrir ráð fram. stöðumaður Ráðningarskrifstofu Gefur gætur að áttum, tekur mið Reykjavíkurborgar er sextugur á j af malefnum. Lætur það eitt morgun. I ráða sem hann telur sannast og Ragnar er fyrir löngu þjóð- réttast hverju sinni. Er málefna- kunnur maður vegna starfa sinna á sviðum margslunginna félags- mála, bæði á opinberum vett- vangi, þar sem hann hefur notið verðskuldaðs trausts, og þá ekki síður í hópi þeirra, sem leggja fram, af fórnfýsi og einlægni, margvíslega þjónustu og mikil störf fyrir áhugamál sín, og telja sér fuUgreidd laun og fyrirhöfn, með þvi að sjá hugðarmálum sín- um þoka fram á leið, að settu marki. Meðal slíkra áhugamála Ragn- ars Lárussonar er knattspyrnu- íþróttin, og hefur svo verið um áratugi. í sjálfu sér er það ekki undarlegt', að maður með skap- gerð Ragnars haslaði sér þegar á unga aldri, völl undir merki knjattspymurinar — þessarar gagnmerku íþróttar, sem öðrum fremur, eflir samstarfið og höfðar til félagslegs sjðgæðis, dreng- skapar og dáða, með iðkendum sínum, sé rétt á spilum haldið. Knattspyrnufélagið Fram varð fyrir valinu, þegar Ragnar kaus sér „blívanlegan samastað” inn- an knattspyrnuhreyfingarinnar. Vissulega hefur hann rækt þar sínar félagslegu skyldur, af þeirri kostgæfni, sem honum er í blóð borin, hvort heldur sem formaður, stjórnarmeðlimur eða fulltrúi í ráðum, og á þingum heildarsamtakanna. Hugur hans i hefur þó fyrst og fremst verið I bundinn því, að vinna sem bezt að úrlausnum vandamála félags- ins á hverjum tíma, og þá hefur hann hvergi sparað áhrif sín eða aðstöðu. Ragnari, eru ljós þau sann- indi, svo sem öllum raunhæfum forystumönnum; því betri félags- legur aðbúnaður, því betri árang- ur, ekki aðeins íþróttalega held- ur og þroskavænlegur á allan hátt. Um árabil hefur Ragnar Lár- usson átt sæti í stjórn Knatt- spyrnusambands íslands og gegnt þar mikilvægum störfum. Þar eins og annars staðar eru störf hans unnin af öryggi hins gætna og trúverðuga þjóns, sem fyrst og fremst ber hag heildar- innar fyrir brjósti. Ragnar Lárusson er í liópi Ihinna rólyndu og dagfarsprúðu manna, sem vissulega er gott að blanda geði við. íhugull og gæt- lega sanngjarn og velviljaður. Laus við ýfingar og deilur að þarflausu, en fastur fyrir, þegar stefnan hefur verið mörkuð. Með slíkum mönnum er gott að starfa að sameiginlegum áhugamálum. Að svo mæltu flyt ég Ragnari og konu hans, Andreu Jónsdótt- ur og fjölskyldu allri, beztu ham- ingjuóskir í tilefni af afmælinu. Einar Björnsson. TRYGGING ER NAUÐSYN slysaog ábqrgða- trygging eitt simtal og pér eruð trgggður ALMENNAR TRYGGINGAR 0 PÓSTHÚSSTRÆTI SÍMI17700

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.