Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 2
2 7. maí 1967 Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÖ stærstð stálskipið Um næstu mánaðamót verSur sjósett á Akureyri stærsta skip eem smíðað hefur verið hérlendis til þessa. Skip þetta, sem bygfft er fyrir Eldborgu hf. í Hafnarfirði er 530—540 lestir og kostar fullbú ið um 26 milljónir. Það er Slippstöðin hf. á Akur- eyri sem sér um smíði skipsins og fer byggingin fram í 32 þús. rúmmetra stóru húsi, sem reist var á síðastliðnu sumri. Byrjað var á þessu skipi í sept embermánuði sl. og hefur verk ið gengið vel, ekki hvað sízt vegna hinnar ágætu vinnuaðstöðu í nýja liúsinu, en hefði þess ekki notið við, má ætla að vetrarveðrin hefðu tafið mjög fyrir framkv. Hjá Slippstöðinni hf. vinna nú um 140 manns, bæði við nýsmíði og viðgerðir. Þetta er annað stálskipið sem Slippstöðin hf. byggir, en það fyrsta var Sigurbjörg ÓF 1 sem hleypt var af stokkunum á síð asta sumri, og hefur Iþað reynzt mjög vel í hvívetna. Nú er hafinn undirbúningur að byggingu þriðja skipsins, sem gert verður fyrir Sæmund Þórðarson skip- stjóra, og verður það af svipaðri stærð og það, sem nú er í smíð um og er áætlaður byggingar tími 8—9 mánuðir. Þess má að lokum geta, að Slippstöðin hf. á Akureyri hefur aðstöðu til að byggja innanhúss allt Hús Slippstöðvarinnar á Akureyri er mjög stórt og er hæð þess álíka og 8—9 hæða fbúðarhúss, eða rúmlega 20 metrar. að 2000 lesta skip ok kæmi því vel til greina að hún tæki að sér smíði á einhverjum af þeim skut togurum, sem ríkisstjómin ætlar að láta byggja. Samningafundur var haldinn á föstudag í vinnudeilu lyfjafræð inga, en árangurslaus og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Á fundi í Lyfjafræðingafélagi ís lands sama dag var eftirfarandi ályktun samþykkt ' með öllum greiddum atkvæðum. „Fundur í Lyfjafræðingafélagi íslands þann 5. maí 1967 hvetur sámninganefnd til að standa fast á sanngjörnum kröfum félagsins í vinnudeilu þeirri sem nú er háð. Lýsir fundurinn furðu sinni og hneykslun á ummælum og hegðun apótekarafélagsins, sem skýrt hef ir verið frá í blöðum og útvarpi og telur þar birtast lítinn vilja Togari tekinn í landhelgi Brezkur togari var tekinn að meintum ólöglegum veiðum fyrir Austurlandi, 2 mílur innan land helginnar. Gei’ðist þetta milli kl. 2 og 3 í fyrrinótt. Varðskipið Þór tók togarann, þar sem hann var að meintum ólöglegum veiðum innan landlielgi og kom með hann til Neskaupstaðar kl. 10 í gærmorg un. Togarinn er frá Fleetwood og lieitir Boston Kestral FD—256. til að leysa sameiginlegan vanda á sanngjaman og skynsamiegan hátt. Skorar fundurinn á samn- inganefnd að mæta óbilgimi svo sem verðugt er, og sýna þeim mun meiri festu sem apótekarafélagið gerir sig líklegra til að draga deiluna á langinn. Fundurlnn telur að með ástandi því, sem nú hefir skapazt í lyfja búðum og látið er gott heita, sé almenningi sýnd slík lítilsvirðing og ábyrgðarleysi að furðu gegni, enda vofi sífellt yfir sú hætta, sem læknastéttin hefir talið sér skylt að vara við og kunnugir vita bezt, hve geigvænleg verður að teljast. Fundurinn fordæmir þá van- virðu, að yfirvöld heilbrigðismála skuli leyfa sér að skakka leikinn í vinnudeilu þessari með því að nema úr gildi mikilvæg lagaá- kvæði og halda vikum saman verndarhendi yfir því ófremdar- ástandi í lyfjabúðum, sem menn ingarþjóðfélagi er allsendis ósam boðið og jafnt apótekurum sem yfirvöldum til minnkunar. Læknafélag Reykjavíkur hefur sent heilbrigðismálaráðherra, Jó hanni Hafstein tvö bréf þess efn is að hann hlutist til um, að bráð ur bugur verði undinn að lausn vinnudeilu lyfjafræðinga þar eð mikil vandræði eru að fá jafnvel nauðsynlegustu lyf á vissum tíma sólarhringsins, þar sem engar vakt ir erU í lyfjabúðum borgarinnar um nætur og helgar og telur stjórn L.R. að núverandi ástand geti hvenær sem er orsakað al varleg slys vegna rangrar af- greiðslu lyfja, auk þess sem ið er að bera á skorti á sumum tegundum lyfja. Stjórn Læknafélags íslands hef ur einnig sent heilbrigðisyfirvöld- unum bréf þar sem segir að stjórn Læknafélagsins telji að vinnu- stöðvun lyfjafræðinga í lyfjaverzl unum geti valdið því, að Iyfsölu þjónusta og eftirlit með lyfjagerð og afgreiðslu verði ófullnægjandi eins og starfshættir eru nú. Stjórn in beinir því þeim tilmælum til réttra aðila að hlutast verði til Hið nýja skip Eldborgar er með yfirbyggðu þilfari, sem er meira um að bundinn verði endir 'á en mannhæðar hátt, og sést hér á skipshliðinni inngangurinn á vinnustöðvun hið bráðasta. þilfarið. Lengd skipsins er 42 metrar. Ráðstefna um vinnslu siávarafuröa hefst á morgun Verkfræðingafélag íslands efn- ir til gagnmerkrar ráðstefnu dag- ana 8.-9. og 10. maí næstkomandi á Hótel Sögu. Fjallar ráðstefnan um vinnslu sjávarafurða. Þetta er þriðja ráðstefnan, sem Verkfræð- ingafélag íslands efnir til síðan árið 1960. Árið 1960 efndi félagið til ráðstefnu um tæknimenntun og vélvæðingu, en árið 1962 efndi fé lagið til ráðstefnu um orkulindir og iðnað. Ráðstefnan um vinnslu sjávarafurða er því þriðja ráð- stefna Verkfræðingafélags ís- lands, en tvímælalaust cr þessi ráðstefna sú viðamesta, enda fjall ar hún um mikilvægasta þátt ís- lenzkra atvinnumála. Helztu ráðamönnum sölusam- taka fiskiðnaðarins auk annarra aðila, sem að sjávarútvegi og fisk iðnaði starfa, er boðið til réðstefn unnar. Fulltrúum stjórnarvalda er og boðið til þátttöku í ráðstefn- unni. Þess skal getið að öllum félögum í Verkfræðingafélagi ís lands er heimilt að sitja ráðstefn una. Á ráðstefnunni flytja erindi þrír erlendir aðilar, sem eru kunn ir af alþjóðavettvangi um þau mál, sem ráðstefnan fjallar um. Framhald á 3. síðUy VERKFALL LYFJAFRÆÐINGA SIENDUR ENNÞá YFIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.