Alþýðublaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 5
Sigurður I. ©unnarsson: leiomgar um Landhelgismál TogbátaveitSar uppi í landssteinum að leggja Stokkseyri, Eyrarkakka og Þorlákshöfn í auön. BlaðamaSur frá Morgunblað inu hcfur átt viðtal við nokkra útgerðarmenn og skipstjóra sunnanlands, sem bar yfirskrift ina: „Sæki fiskinn upp græn á grös, ef 'þurfa þykir“. Þessi um mæli hefur blaðamaðurinn eft ir skipstjóra togbáts í Vest mannaeyjum, og langar mig til að fara um þau nokkrum orð um. Sumarið 1967, um mánaða mótin ágúst og september, þeg ar þeir tveir bátar, sem héðan voru gerðir út á humarveiðar, voru að skipta um yfir iá drag nót, komu hér 12 togbátar og drógu hér botnvörpu aftur og fram um allan leir í þrjá sól arhringa, svo grunnt sem kom izt var vegna 'hrauns, sem iigg ur hér -skammt fyrir utan brimgarðinn. Bátarnir fengu upp í 18 tonn eftir fyrsta sól arhringinn af ýsu svo smárri, að það fóru 1000 til 1500 stk. í tonnið og hefur þó miklu ver ið hent sem smæst var. Svo dró úr fiskiríinu og það var búið á þriðja sólarhring. Bátarnir héðan, sem voru með dragnótina, fengu svo ekk- ert þegar þeir fóru út og þann- ig gekk það til hjá þeim, frá V2 tonni á dag og upp í 2VS tonp með því að fara tveggja tíma stím frá landi. Hættu svo bátarnir veiðum tveimur vikum táður en leyfður dragnótatími var útrunninn. Hér á leirana kom enginn fiskur aftur fyrr en eftir þrjá mánuði. En þá komu 9 togbát- ar um mánaðamótin nóvember- desember og toguðu á sömu mið um, eða eins grunnt og komizt verður. Mér er ekki kunnugt um afla, en hann hefur einhver verið því þeir voru tvisvar tekn ir af landhelgisgæzlunni, en úættu ekki veiðum fyrir því. Mér finnst ferðir þessara skip- stjóra vera mjög svipaðar því, að það kæmu 9 til 12 dráttar- vélar með plógum og plægðu tún bænda hér á suðurlandi, þegar bændurnir ætluðu að fara að slá þau. Að mínum dómi er ekki það versta að taka fiskinn í tog- vörpu, ’heldur hitt, hvað varp- an rífur upp leirinn og eyði- leggur allan skeljagróður á botn inum, sem ýsan lifir á, en vörp urnar á þessum bátum eru not- aðar bobbingslausar. Af þessum orsökum var mjög rýr atvinna á dragnótatímabil inu hjá fólkinu, sem vann við frysti'húsið, stundum aðeins 4 tímar annan hvorn dag þegar bezt lét og allt niður í 4 tíma á viku. Nú geta allir séð hvernig at- vinnuhorfur eru hér. Atvinnu- lítið í september og október og atvinnulaust í nóvember og des ember og hver vcit hvað lengi. Vafasamt hvort nokkur fiskur Framhald á bls. 11. Þær eru margar borgirnar í Evrópu, sem geta rakið sögu sína mörg hundruð ár aftur í tímann, þess er skemmst að minnast, að Kaupmannahöfn átti 800 ára afmæli sl. sumar og sögu Rómaborgar og Lundúna- borgar má rekja ennþá lengra aftur í aldir. í Bandaríkjum Norður-Ameríku er það aftur á móti svo, að sjaldgæft er að borg geti haldið upp á 250 ára afrnæli sitt. — Þetta skeði þó hjá bíla- borginni Detroit árið 1951 og sjáum við hér á myndinni frí- merkið, sem gefið var út í til- efni þessa. — Það var fransk- ur maður, sem stofnaði Detroit borg árið 1701 og fór þar eftir skipunum og fyrirmælum Lvíð- víks fjórtándi Frakklandskon- ungs. Þessi franski stofnandi borgar þessarar hét Antoine Ca- dillac — og við hann er kennd eða heitin eftir ein frægasta bílategund, sem framleidd hefur verið í Detroit. Cadillac var fæddur í Gascogne-héraði í Frakkiandi. Hann var um tíma í franska hernum og var orðinn liðsforingi í franska sjóliðinu er hann gerðist landkönnuður og nýlendustofnandi Fra&ka, en á þessum árum áttu Frakkar marg- ar nýlendur í Vesturheimi. Um aldamótin 1700 undirbjó Lúð- vík fjórtándi nýlendustoínun, þar sem nú er Detroit-borg og átti sú nýlenda að vera einn hlekkurinn í varnarkerfi Louis- ana-héraðs, til þess að vernda loðskinnaverzlunina,. sem þá var í miklum blóma. — Cadillac fékk með sér 50 hermenn og aðra 50 innflytjendur, sem þarna áttu að setjast að. Frí- merkið sýnir einmitt landgöngu þessara manna, en í baksýn sést ofurlítið af hinni nýtízkujegu Detroit vorra daga. — Þegar Ca- dillac og menn hans liöfðu náð fótfestu þarna og byggt nokkur frumstæð hús, var staðnum gefið nafnið Ville d’Etroit og mun það dregið af því, að húsin stóðu á árbakka, en franska orðið dé- troit þýðir sund eða ármynni. Detroit-áin rennur milli Érie- vatns og Clair-vatns og nú á tímum mikilvæg samgönguæð i St. Lawrence-héruðunum. — Frakkar urðu að láta Englend- ingum eftir stað þennan árið 1760, en skömmu seinna, eða 1796 varð Detroit hluti af ÚSA. Detroit-borg er í dag fimmta stærsta borg Bandaríkjanna með um eina milljón og 700 þús. íbúa. Frægust er hún fyrir bílaiðnað sinn, en þó var það svo í heims- styrjöldinni síðari, að verksmiðj- um hennar var breytt í flugvéla- verksmiðjur og enn í dag ,eru þar flugvélasmiðjur, þótt i smærri stil sé en á stríðsárunum. Það eru „Oldsmo” — Caddillac — Packard — Chrysler og Lin- coln-bílar, sem koma frá Detro- it-verksmiðjunum og ef til vill eru þær fleiri, bílategundimnr þaðan. En Detroit er ekki ein- göngu borg bílanna. Þar eru margir háskólar og æðri skóiar. Einnig finnast þar listasöfn og bókasöfn góð. Dýragarður er þar og sjódýrasafn. — 1805 brann. þessi borg að mestu, en var síð- ar byggð upp á ný og þá mjög sniðin eftir Washington-borg. Margir svertingjar búa í Detro- it og er borgin ekki laus við kynþáttavandamál. Það er þvi lítið eftir af Detroit þeirri, er Cadillac stofnaði árið 1701. rot hægriumferðarmann d 28. DESEMBER S. L. birt- ist í Vísi ritstjórnargrein, sem ber öll merki þeirra rök þrota, sem hægri nefndin, og aðrir fylgjendur umferðarbreyt ingarinnar hafa jafnan opinber að. Þar er aðallega talað um frumvarp það til frestunar, sem lagt var fram á Alþingi fyr ir jólin. Þar, eins og raunar alla tíð af þeirra hólfu, er klifað á að- alvígorðum þeirrá: ,,OF SEINT“. Segja má, að í þessu frum- varpi komi þó fram hið eina jákvæða, sem Alþingi hefur gjört í þessu fáránlega máli frá byrjun. Þar á ég við þjóð aratkvæðagreiðslu. Og mun þetta frumvarp, þrátt fyrir allt, koma íslenzku þjóðinni í skilning um, að enn eru þó hugsandi menn til á Al- þingi, og mun þeim lengi þakkað. En hvað viðvíkur óróðrinum of seint, þá er a}drei of seint að hætta við illan, eða heimsku legan ásetning, meðan enn er ekki búið að framkvæma hann að fullu. Það er ekki of seint. að byrgja brunninn mðean barn- ið er ckki dottið ofan í. Þessir menn hljóta þó eins og aðrir að hafa heyrt og viðurkennt hina fornu speki: „Frestur er á illu beztur“, og „Betra seint ’ en aldrei". Enginn hefur sannað, að nokkurt gagn geti hlotizt af þessari umferðarbreytingu, þá hlýtur að vera betra að eyða ekki nema tugum milljóna, heldur en, að eyða hundruðum milljóna. Sá, sem á 50 þúsund krónur í vösum sínum og ráð izt væri á, mundi sálfsagt verða feginn, ef ekki fyndust á honum nema 10 þúsund. Allir vita. að því fé, sem I þessa fáránlegu breytingu er eytt, er öllu til einskis eytt og aðeins til að auka liarrna og slys. Þetta vita allir, þótt þeir vilji fela það undir orðunum „of seint“. Allir bifreiðaeigendur vita núna, hvað búið er að borga í breytinguna. Það eru 10-12 milljónir króna, en það veit enginn, hvað þjóðin á eftir að borga og líða, verði vitleysan ekki stöðvuð. Og nú eru það alþingismenn og þeir einir, sem geta það. Alltaf kemur fleira sem rök gegn því fáa, sem enn hefur verið fært fram sem rök fyrir breytingunni. Vísindaleg rannsóknarnefnd hefur sannað, að betra sé, livort sem ekið er vinstra eða hægra megin vegar, að bílstjóri sitji nær vegjaðri en veg- miðju, bæði með tilliti til veg jaðars, og ljósa mótakandi bif reiða. Þar með eru rökin um veg miðjunánd bifreiðastjóra, (en það átti að vera allra meina bót, meira að segja meðal við gigt) úr sögunni. Nú hefur líka verið sannað méð rannsóknun^ smanbcr þingsjá Timans 12. nóv. s.l að hið verðandi bílstjórasæti hægri umferðar manna er langmesta slysasæti hverrar fcif reiðar Það er alvarleg ámirm- ing til frumherja breytinga ' i ar. Framliald á bls. 11. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 5. janúar 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.