Alþýðublaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 11
Níu ára drengur Framhald úr opnu. vel. Stundum líður svo heill dag- ur. að hann fær ekki einn ein- asta viðskiptavin. Það hefur líka komið fyrir. að bílstjóri ók á brott án þess að borga. En Enze iætur engan vaða ofan 1 sig. Hann hljóp á eftir hon- um og fann hann við benzínstöð- ina og heimtaði sitt gjald. Ann- að mundi ekki geta gerzt hjá svo einbeittum manni, þótt ekki sé liann hár í loftinu. En nú er hann orðinn frægur, og þess vegna fær hann mörg bréf frá aðdáendum sínum, en þau ies hann dauðþreyttur áður en hann fer að sofa á kvöldin. í bréfunum stendur t. d. þetta: „Iíye heimurinn væri bjaftur, ef allir menn væru eins og þú.” „Ég sendi þér hér með svo- litla peningaupphæð. Ég er á eft- irlaunum.” Og Enze les og les, unz hann getur ekki lengur haldið sér uppi og sofnar út af.... Bækur Framhald úr opnu Hugmyndir Jóns frá Pálmholti um stjórnmál og byltingu eru síður en svo nýstárlegri en ljóð- stíll hans, eða stíltilraun, draum- ur lians um „uppreisn hinna und- irokuðu, hinna svörtu gulu og rauðu, og hins hvíta verkalýðs í löndum auðmannanna,” né mun liann vera einn um slíkan róm- antískan draum. En það eru að vísu ekki skoðanir Jóns frá Pálm- lidlti sem út af fyrir sig vekja vantrú á’ skáldskap hans heldur vanmáttur texta hans til að orða þær, eða annað, með sjálfstæð- um skáldlegum hætti, gæða þær lífi eigin athugunar. Honum næg- ir að starfa á almenningi „skáld- legs” orðbragðs, afstöðu og við- horfa, almennra fullyrðinga um hitt og þetta, og tekst stundum að orða nógu einfaldar hugm.vnd- ir þokkalega; en þar sem hann færist meira í fang, í ræðukvæð- um sínum og ádeilutilraunum til dæmis, missir hann allt vald á sínu tilJærða ljóðmáli, og verður ber vanmáttur orðfæris og hugs- unar; viljinn talar í stað verks- ins. Bók Jóns frá Pálmholti, með myndskreyting og kápu eftir Eyj- ólf Einarsson, er gefin út í 300 eintökum af fjölritunarstofunni Letri sem áður hefur nokkrum sinnum gefið út ljóðabækur. Má vera að hér sé kominn hæfilegur útgáfuháttur bóka sem erfitt yrði höfundum sjálfum að gefa út með kostnaðarsamari hætti og aðrir eru tregir til að taka að sér. Ó.J. Rætt vpS prest Framhald úr opnu, eins og íslenzk lög ætlast til. Gefið yður nægan tíma til að átta yður á því, hvort skilnað urinn er ólijákvæmilegur. Skilnaður er aldrei annað en uppgjöf áforma, sem eitt sinn voru ákveðin í góðri trú og tilgangi, og þjóðfélagið á kröfu til þess, að ekki sé níðzt á því frjálslyndi, sem fólgið er í lögum þess. Auk þess er það staðreynd, að mörg hjón, sem i dag eru ákveðin í að æskja skilnaðar, líta öðruvísi á málið eftir eitt ár — og því ekki að lofa því ári að líða, svo sem til er ætlazt? Skyldi það ekki geta komið fyrir, að upplognar sakarjátningar gerðu hjónunum þá erfiðara fyrir að stofna heimili sitt að nýju? Landhélgismál Framhald af 5. síðu. kemur á þessa umsnúnu leira fyrr en í marz og þá fer að verða létt budda einhvers stað- ar. Ég fæ ekki betur séð en veiðar þessara togbáta hér upp við landsteina leggi þessi pláss, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þor- lákshöfn í auðn. Að mínum dómi má aldrei leyfa neinu togskipi að fara inn fyrir 4 mílur frlá landi, þvi þar er tómur smáfiskur og 'helzt ekki að leyfa neina botnvörpu í landhelgi, því rányrkjan er svo mikil í það veiðarfæri. — Það muná víst flestir að meðan Faxaflói var friðaður fyrir allri botnvörpu, þá voru bátar á ihaustin farnir að leggja net inn við Gróttu og fengu upp. í 12-16 hundruð í 50 net, og vigtaði sá afli 12 — 14 tonn, því þetta var rígaþorskur. Nú fer hins vegar yfir 1000 fiskar í tonnið í dragnót og troll. Það má segja að þessi landhelgis- mál séu sprungin innanfrá, því togbátarnir byrja við grænu grösin og toga út úr landhelg- inni, en áður fóru landhelgis- brjótarnir inn fyrir línuna sem kallað var. Stokkseyri 28. des. 1967. Sigurður í. Gunnarsson. Póstkassi Framhald af 5. síðu. Fréttin, frá sjálfri hægri nefndinni í dagblöðunum 29. nóv. sl. sýnir skýrt, þó óbcint sé, hvar skórinn kreppir að. Þar er sem sé ekki farið dult með, hve vegirnir séu mjóir og erfitt að greina vegarbrúnir í myrkri, snjónum og liríðar- byljum. Og þar er skýrt tekið fram, hve hættan sé mikil við það, að nú sé búið að færa Öll, eða flestöll umferðamerki úti á þjóðvegum til hægri. Ekki mundi sú hætta, sem hvað eftir annað, í nefndri frétt er getið um, og nefnd lífs- háski, vera til, ef ekki væri um þessa fyrirhuguðu breytingu á umferð að ræða. Þannig skapast hætturnar óð- fluga af þessari vanhugsuðu fyrirætlun, fyrir fljótfærni og skammsýni nokkurra þing- manna sem réðu úrslitum við atkvæðagreiðslu á óhappastund árið 1966. Og hvernig er nú með dauða slysin í Svíþjóð, eru þau nú ekki að verða hlutfallslega eins mörg og fyrir umferðarbreyt- inguna þar, þótt umferðarhraða sé enn haldið niðri í borgun um? Slysaskyrslur þaðan sýna, að 98 dauðaslys urðu þar af völdum umferðar í nóvember s.l. Þannig fer um allt nema ,,of seint“ 'áróðurinn. En nú er tími til að endur- skoða þessa úkvörðun, og taka sig á, þótt seint sé, og fresta framkvæmdum þessa hættulega og dýra öngþveitis ekki í eitt ár, heldur þúsund ár. Ef um væri að ræða nauðsyn lega og þarflega ráðstöfun, væri það sómi hvers íslendings að fórna bæði fé og kröftum og hætta- lífi sínu og sinna. En fyrir vitleysu og óþarfa ætti enginn að fórna fé og lífi. nema gera sig að heimskingja um leið. — Takið upp nýtt kjörorð: „ALDREI OF SEINT“. — Og meðal annarra orða: Hvað á að kasta mörgum stræt isvögnum, sem enn eru vel not hæfir um árabil? Hvað mikil verðmæti eru þar fyrir útréttri eyðingarhönd þessarar heimskulegu ákvörðun ar? Hvað verður sú upphæð há um það lýkur, sem skattborg- arar Reykjavíkur verða að fórna fyrir þessa fjarstæðu sem nefnd er hægri-umferð? 31. desember 1967, Daníel Pálsson, bifr.stj spyrna, Sigurður Dagsson, Val, knattspyrna, Leiknir Jónsson Á, sund, Sigrún Guðmundsdóttir, Val, handknattleikur, Gunnlaug ur Hjálmarsson, Fram, handknatt leikur, Reynir Brynjólfsson, Ak ureyri skíðaíþróttir, Ingólfur Ósk arsson, Fram, handknattleikur, Jón Árnason TBR, badmintón, Einar Bollason, KR, Þór, körfu knattleikur. SMURT BRAUÐ, ■t SNITTUR . ÖL - GOS Opið frá 9-23,30. — Pantlð tímanlega í veizlur. brauðstofann Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. Bþróttir Framhald af 10. síðu. Fram, handknattleikur, Kristín Jónsdóttir Breiðabliki, Kópa vogi, frjálsíþróttir, Kolbeinn Pálsson, KRi, körfuknattleikur, Helgi Númason, Fram, knatt GÖMLU DANSARNIR Ný námskeið í gömlu dönsunum verða í Alþýðuhúsinu við Ilverfisgötu á mánud. og miðvikud. Kennslan hefst mánd. 8. janúar. Flokkar fyrir byrjendur og framhald. Síðustu námskeiðin á þessuin vetri Innritun í Alþýðuhúsinu á mánudaginn frá kl. 6 og síma 15937. Jólaskemmtun fyrir barna- og unglingaflokka verður í Lindarbæ sunnud. 7. jan. kl. 2 Upplýsingar í símum 15937 og 12507 ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR. skemmtanalífið REYKJAVÍK, á marga ágæta piat og skemmtistaSi. Bjóðið unnustunni, eiginkonunni eða gestum á einhvern eftirtalinna staða, eftir þvf nvort þér viljið borða, dansa - eða hvort tveggja. NAUST við Vesturgðtu. Bar, mat- salur og músik. Sérstætt "mhverfi, sérstakur matur. Siml 17759. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hven Isgðtu. Veizlu og fundarsalir - Gestamóttaka - Sfmi 1-96-36. KLÚBBURINN við Lækjarteig. Mat- ur og dans. ítalski salurinn, veiðl- kofinn og fjórir aðrii skemmtisaiir. Sími 35355. HÁBÆR. Kfnversk restauration. Skóiaviirðustfg 45. Leifsbar. Opið frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 i. h. tii 11.30. Borðpantanir 1 ;ima 21360. Opið aiia daga. INGÖLFS CAFE við Hverfisgðtu. - Gðmlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826. HÓTEL B0RG við Austurvðll. Rest uration, bar og dans f Gyllta sain- um. Sfmi 11440. HÓTEL L0FTLEIÐIR: BLÖMASALUR, opinn alla daga.YÍk- unnar. VÍKINGASALUR, aiia ðaga nema miðvikudaga. matur, dans og skemmtikraftar eins og auglýsf •r hverju sinni. Borðpantanir I líma 22-3-21. CAFETERiA, veitingafalur með sjálfsafgreiðslu opinn aila daga. HÖTEL SAGA. Grillið op'fl 'aiia daga. Mímis- og Astra bar oplð al’a daga nema miðvikudaga. Sfmi ÞÓRSCAFÉ. Opið á hverju SÍMI 23333. ! 20600. kvfML SNYRTING FYRIR HELGINA ANDLITSBÖÐ KVOLD* SNYRTING DIATERMI HAND- SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSS JN snyrtisérfræðingur. Hlégcrði 14, Kópavogi. Sími 40613. •mKoIh vorðustíg 21a. — Sími 17762. HARGREIÐSLUSTOFA. ÓLAFAR BJÖRN’SDÓTTUR. Hátúni 6. — Sími 15493. Hárgreiðslustofan LILJA Templarasundi 3. Sími 15288. Hárgreiðslustofan VALHÖLL Kjörgarði. Sími 19216 Laugavegi 25. Símar. 22138 - 14662. Hárgreiðslustofan ONDULA Skólavörðust. 18 j III. hæð. Sími 13852, 5. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.