Alþýðublaðið - 13.01.1968, Blaðsíða 1
Laugardapr 13. janúar 1968 — 49. árg. 9. tbl. — Verff kr. 7
KRAG BOÐAR SAMSTARF
Yfirnefnd verðlagrsráðs sjávar
útvegsins kom saman tíl fundar
í gær til að ákvarða fiskverð á
komandi vetrarvertíð, en þeirrar
ákvörðunar hefur verið beðið
beðið með mikillj eftirvæntingfu
að undanförnu. Ekki mun ákvörð
unin þó hafa náðzt á þeim fundi,
en L.Í.Ú. hcfur boðað til fundar
um þessi mál á sunnudag', og má [
ætla að fyrir þann tíma hafi
verðið verið ákveðið.
Erfiðlega hefur gengið að ná
samkomulagi í yfirnefnd um fisk
verðið og hefur nefndin tvívegis
fengið frest til að skila ákvörð
un sinni. Útvegsmenn hafa beðið
með að hefja vertíð þar til fisk
verðið hefur verið ákveðið, og
samningar milli þeirra og sjó-
mannasamtakanna um kjor sjó-
manna á vertíðinni hafa lagzt
niður að sinni. Hraðfrystihúsin
hafa einnig ákveðið aö hefja
ekki starfrækslu, nema rekstrar
grundvöllur þeirra verði tryggð-
Framliald á 10. síðu.
ÚTSALA
Útsölurnar eru nú að fara
í fullan gang, og á Leið
sinni niður Laugaveginn í
gær smellti ljósmyndarinn
okkar þessari mynd af
einni verzluninni með út-
söluskylti í glugganum og
allmaxgar konur inni fyrir
að skoða.
VIÐ BORGARAFLOKKANA
Kaupmannahöfn 12. janúar (Ntb-Reuter).
Reynsla danskra jafnaðarmanna af samstarfi við Sósíalíska
þjóðarflokkinn hefur Ieitt til þess, að beir munu ekki leita
samvinnu við þá aftur eftir þingkosningarnar í Danmörku
23i janúar s.l. Ef til kemur, munu beir leita tii Róttækra,.
Frjálslyndra eða annarra borgaraflokka um stjórnarsamstarf.
Jens Otto Krág, forsætisráð
herra, sagði á fréttamanna-
fundi í Odense í gær, að sam-
starf við SF eftir kosningarn
ar væri óhugsandi. Það er
sannfæring mín, að ekki sé
hægt að reiða sig á SF, sagði
ráðherrann. '
Henry Gruenbaum,' fjármála
ráðherra, sagði á fundi í Árós
um. að jafnaðarmenn fyndu að
sjálfsögðu enn til samstöðu
með SF, en eftir atburðina
15. des. gætu þeir ekki treyst
SF sem skyldi. Grubenbaum
lýsti þeirri skoðun sinni, að
þótt SF nyti nokkurs fylgis
nú, yrði það varla til lang-
framá.
Axel Larsen, formaður SF,
sagðist í gær vera reiðubú-
inn til stjórnarmyndunar
með jafnaðarmönnum, ef SF
fengi betri möguleika á- að
koma fram stefnumiðum sín-
um. Hann sagðist ekki telja.
að Vinstrisósíalistar, klofn-
ingurinn úr SF-flokknum.
myndu ná þingsæti í kosning-
unum.
Poul Hartling. formaður
Vinstri flokksins, sagði á
fundi I gær, að ekki væri
nauðsvnlegt, að núverandi fov
sætisráðherra stýrði stjórnar
myndun eftir kosningarnar.
Jens Ottó Krag.
Við gengisbreytinguna varð
töluvcrð breyting á verði bif-
reiða. Kom í ljós að amerískar
bifreiðar hækkuðu um 18-29%.
Nýlega hafa þó nokkrar brezkar
bifreiðaverksmiðjur tilkynnt, að
vegna innflutts hráefnis verði
þær að hæklta útflutningsverð
bifreiða sinna um ca. 8%.
Alþýðublaðið hafði í gær sam
band við nokkra þá bifreiðainn
flytjendur sem annast innflutn-
ing bíla frá Bretlandi. Höfðu
þeir að vísu ekki ennþá hand
bærar tölur ura væntanlegt verð
bifreiða sinna, en þó má draga
nokkrar ályktanir af þeim upp-
lýsingum sem fengust. ,
Framleiðendur þeirra jeppabjf
reiða, brezkra, sem hér eru seid-
ar hafa tilkynnt að þeir neyðist
til að hækka útflutningsverðjð
um 6-8%. Hins vegar hafa fram-
leiðendur fólksbifreiða tilkynnt
að þeir muni ekki hækka út-
flutningsverðið í bráðina. Þannig
hækkar brezki Fordinn ekki um
nema því sem svarar þrem af
hundraði. Telja seljenður þessar
ar tegundar að sala á henni auk
izt á næstunni.
Af ofanfengnum upplýsingum
er bersýnilegt að hagstæðara er,
verðsins vegna að festa kaup á
b'-’zkum fólksbíl en aður, saman
borið við ameríska bíla, hvað sem
verður í framtíðinni, .
Matvöruverzlanir loka í hádeginu
Félag matvörukaupmanna og
Félag kjötkaupmanna hafa á-
kveffið aff verzlanir félaganna
þafi lokaff í matartíma frá kl.
12.30—14.00 daglega. Vil,ja fé-
lögin meff þessu skapa mögu-
leika á að koma viff hagstæð-
ari nýtingu vinnuafls, og sums
staffar getur verið uni að ræíÞ'
beina fækkun á starfsfólki
Kom þetta fram í fréttabréfi
frá Kaupmannasamttökum ís-
lands, og segir þar ennfremur
að fyrirsvarsmenn verzlunar-
stéttarinnar telji, að mjög hafi
verið sorfið að verzluninni með
setningu verðlagsákvarðana
þeirra sem nú eru í gildi.
Þá segir ennfremur að ckki
verði hjá því komizt að ýms-
um þyki með slíkum ráðstöf-
unum að dregið sé úr þjónustu
sem verið hefur fram að þessu,
en hafa ber í huga, að með allt
starfsfólk til staðar, sé unnt að
láta í té fljótari og öruggari
afgreiðslu, heldur en þegar
lielmingur starfsfólks er fjar-
verandi í matmálstíma.
Loks segir í fréttabréfiriu að
á vegum Kaupmannasamtak-
anna séu nú í athugun vmsar
fleiri aðgerðir til að vega upp
á móti þeirri skerðingu, sem
verzlunin hefur orðið fyrir.