Alþýðublaðið - 13.01.1968, Blaðsíða 12
í BÖNDU
„TROMMULEIKARI óskast í
Axlabandið.” Mér liefur verið
sagt, og borinn fyrir því ekki ó-
tnerkari maður en Svavar Gests,
að hægt sé að fá kæk af að spila
á trommur í axlaböndum. Sem
sé þann, að yppta öxlum á víxl,
cftir því sem axlaböndin leita
íram af- öxlunum og niður á upp-
Ijandleggina. Og sé trommuleik-
arinn siginaxia í þokkabót, er
ekki að sökum að spyrja.
En. hvernig sem á því stend-
ur, er sýnu bagalegra fyrir bítla,
aö sitja uppi með trommuleik-
■ai'a'aus axlabönd en axlabanda
lausan trommuleikara og þess
• vegna mun neyfðarbjöllunni
hringt. Og ef rytma-bassa-gitar
fcíturinn er til alls ónýtur og
, Ipannski fullur í tilbót, verður
ástandið beinlínis ergilegt.
Tilvitnaða setningin í upphafi
er ekki uppdiktuð af okkur, held-
ui’ rauhverulegt neyðaróp frá
Trommuleikari
óskast í Axlabandið. — XJpplýsingar í sima 40091
í dag og á morgun.
Axlabandinu. En það hlýtur aft-
ur, eftir símanúmerinu að dæma,
að vera trommuleikaralaus ungl-
ingahljómsveit í kjördæmi Þórð-
ar ex-hreppstjóra á Sæbóli þar
syðra.
Einhverntíma voru talin upp
Iiér á síðunni hátt á annað
hundrað nöfn á hinum og þessum
unglingahljómsveitum héðan og
þaðan af landinu. Siðan hefur 1
mikið vatn runnið til sjávar og
mikið bætzt við af nöfnum, þ. á.
m. Óðmenn, Heiðursmenn og
Sexmenn (engir góðmenn) og nú
þegar búið er að tengja enska
orðið yfir danshljómsveitir,
„band”, svo einkar vel við ís-
lenzka málhpfð, að tilfinningum
beztu manna verður ekki misboð-
ið, liggur ekkert beinna við, en
að halda þráðbeint áfram á sömu
brautinni. Við skulum ekki
skira næstu hljómsveit „Eimm
hálfir og einn edrú,” eins og
stundum hefur verið stungið upp
á, heldur „Hjónabandið” (Ólafur
Gaukur mætti taka uppskírslu
til athugunar), „Tryggðaband-
ið,” „Sokkabandið,” „Ullarband-
ið” eða „Alullarbandið”, „Sippi-
bandið,” „Mittisbandið,” „Háls-
bandið,” „Kollubandið,” „Segul-
bandið,” „Bókbandið”, „Spyrðu-
bandið” eða Kærleiksbandið”!
Þannig mætti halda áfram enn
um hríð, en langar upptalningar
verða þreytandi og þarna er úr
nógu að moða í bili,
Kannski ættum við líka að
óska okkur þess á nýbyrjuðu
ári, að allir bítlar, sem eitthvað
kveður að, verði komnir í bönd,
um það bil er því lýkur.
Ég sé í blöðunum að Templ
arar eru að flytja í neSstu
hæðina í Teinplarahöllinnl
nýju. Ætli þeir flytji nokk
urn tímann inn í liinar hæS
irnar, því að það veit hvert
manns barn, að þarna er um
að ræða menn, sem kæra sig
ekkj um að vera hátt uppi..
Miklu beiira á þorskurinn en
við unga fólkið. Nú rífasfc
þeir um það dag eftir dag
hvað eigi að borga fyrir
þorskinn og á meðan dettur
engum í hug að veiða hann.
En kennarablækurnar rífast
nm það dag eftir dag hvaS
og hvernig eigi aS kenna
okkur, en þeim dettur þó
ekki í hug að' hætta kennsl-
unni mcðan þeir eru að út
kljá málið, eins og þeir ættu
auðvitað að gera ...
Það sltyldi þó ekki fara svo
aö Seðlabankinn verði eina
frystihúsið, sem starfar á
næstunni...
•— Ég veit að þér er illa við eftirvinnu Hans, en komm
óðuskúffan hrökk í baklás.