Alþýðublaðið - 13.01.1968, Blaðsíða 3
Júgóslavneski
leikflokkurinn
í Þjóðleikhúsinu
Júgóslavneski dansflokkur-
inn Frúla kom til landsins
í fyrrakvöld og sýndi listir
sínar í Þjóðleikhúsinu í
gærkvöldi. Leikflokkurinn
mun aftur koma þar fram
í kvöld, en myndina hér til
hliVar tók Bjarnleifur af
leikflííkknum á æðingu í
Þjóðleikhúsinu í gærdag.
Framkvæmdastjóri Runtalofna
hf. Birgir Þorvaldsson, kynnti í
gær blaðamönnum starfsemi fyr
irtækisins og framleiðslu. Sýndi
hann þeim þá meðal annars ofn
sem fylltur var af vatni og látinn
standa í 26 stiga frosti í 4 sól
arhringa. Engin ummerki sáust
á ofninum, og má með sanni
segja að þarna séu á ferðinni
ofnar sniðnir fyrir hitaveitu okk-
ar.
Birgir kvað ofangreinda sýn-
ingum ætlaða einstakl. þeim sem
standa í byggingum, eða hyggja
Ike fór upp fyrir
Johnson forseta
OFNAR SEM ÞOLA
HITAVEITUNA
Frá og með föstudeginum 12. janúar hefur hf. Runtalofnar sýn-
ingu á framleiðsluvöru sinni, samnefndum. mistöðvarofnum, í liúsa-
kynnum Byggingaþjónustu Arkitektafélag telands að Laugavegi 26,
og stendur sýningin yfir í óákveðinn tíma. Er hún opin kl. 2-6ý
daglega.
á slíkar framkvæmdir, og einn-
þeim ýmsu aðilum, er að
byggingu vinna.
Framleiðsla á Runtalofnum
hófst hér fyrir tæpum tveim árum.
Er hún byggð á svisneskum
einkaleyfum, sem fyrirtækið hef
Framhald á 10 síðu.
Ovíða hafa hvers kyns skoð
anakannanir jafnmiklu fylgi
að fagna og í Bandaríkjunum.
Þar fara skoðanakannanir
fram um alla hugsanlega hluti
og ríkir jafnan eftirvænting
’>m úrslit þeirra.
Ein bandarísku stofnananna
sem starfa að skoðanakönnun,
Gailup, hefur það m.a. á starfs
skrá sinni að kanna árlega,
!ivaða maður í heiminum nýt
ur mestrar virðingár Banda-
ríkjamanna. Úrslit þessarar
könnunar fyrir árið 1967
voru birt nýlega og var
Dwight Eisenhower, fyrrver-
•>ndi forseti, efstur á blaði.
T.yndon Johnson, núverandi
forseti, hafnaði í öðru sæti
og er það í fyrsta sinn síðan
1951, að ríkjandi forseti er
ekki í fyrsta sæti, en Johnson
hefur verið efstur undanfarin
4 ár.
BiUy Graham, hinn kunni
prédikaii, var í 3. sæti og öld
ungadeildarþingmaðurinn, Ro
bert Kennedy í 4. Páll páfi
VI. varð 5.
Eisenhower var í 2. sæti list
ans árin 1965 og 1966. Þessi
vinsæli hershöfðingi hefur
verið í einhverju 10 efstu
sæta síðan skoðanakönnunin
hófst 1946. í forsetatíð sinni
var liann ekki aðeins jafnan
í efsta sæti, heldur var hon-
um veittur aukatitillinn „öð-
lingur“ í sérstakri skoðana-
könnun, sem fram fór.
Að þessu sinni voru 1.526
Bandaríkjamenn spurðir álits,
en spurningin, sem lögð var
fyrir þá hljóðaði á þessa Ieið:
Hvaða húlifandi mann, sem
þér hafið heyrt getið eða les-
ið um. virðið þér mest allra
manna í heiminum?
Hér fer á eftir listi yfir 10
efstu mennina 1967. Tölurn-
ar í svigum tákna hve oft hver
maður hefur verið meðal 10
efstu.
1. Dwight Eisenhower (22)
2. Lyndon Johnson (5)
3. BiÚy Graham (13)
4. Robert Kennedy (5)
5. Páll páfi VI. (5)
6 Everett Dirksen (2)
7 Richard Nixon (8)
8. George Wallace (1)
9. Ronald Reagan (2)
lO.Harry Truman (17)
Einn maður hefur fallið út
af lista 10 efstu síðan í fyrra,
George Romney, og tekur
Harry Truman fyrrv. forseti.
sæti hans.
Listi 10 efstu 1966 var sem
hér segir:
1. Lyndon Jonson
2. Dwight Eisenhower
3. Robert Kennedy
4. Billy Graham
5. Páll páfi
6. U Thant
7. Everett Dirksen
8. George Romney
9. -Richard Nixon
10^ Ronald Reagan.
Margir aðrir heimskunnir
menn voru nefndir í könnun-
inni m.a. þessir, raðað í staf
rófsröð): David Ben Gurion.
Leonard Bernstein, Ralph
Bunche, John Connally, Bing
Crosby, Charles de Gaulle,
Levi Eshkol, Ludwig Erhard,
William Fulbright, John
Glenn Gary Grant, Bob Hope,
Josep Kennedy. Jolin Lindsay,
Walter Lippmann, Henry Ca-
bot Lodge. Ennfremur voru til
nefndir þeir Harold Wilson,
Bertrand Russel, Earl Warren,
John Steinbeck og dr. Benja-
min Spock.
13. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3