Alþýðublaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.01.1968, Blaðsíða 6
VIÐTAL VIÐ HÚN verður fimmtug næsta ár, og enn dansar hún eins og engill. Ef til vill ekki alveg með hinni óviðjafnanlegu fullkomnun yngri óra sinna, en þegar ein- hver er spurður hver sé mesta ballettdansmær heimsins í dag hljóðar svarið næstum óhjá- kvæmilega: Dame Margot Fon- teyn. f einkalífi er hún frú Arias, gift dr. Roberto Arias sem iengi var ambassador Panama í Pret- landi, en varð fyrir skotárás pólitísks andstæðings síns árið 1964 og er enn lamaður upp að mitti eftir banati’ræðið. Dame Margot er mjög glæsi- leg kona og einn af beztu við- skiptavinum Yves St. Laurent í París síðan meistarinn Dior lézt, en áður keypti hún föt sín hjá honum. Hún er alltaf óaðfinn- leg í klæðaburði og ber fötin með léttum hefðarbrag eins og við er að búast af þessari drottningu ballettsins. Framkoma hennar er hæversk og alúðleg, en eilítið fjarlæg. Hún er tággrönn og fitiétt, teinrétt eins og allar þjálfaðar ballettdansmeýjar, og hreyfingar hennar eru mjúkar og fullar yndisþokka, hvort sem hún svífur um sviðið eða gengur eftir göt- unni á háhæluðum skóm. Fæturn- ir eru nettir, fótleggirnir fagur- skapaðir, en hún er svolítið út- skeif að hætti ballettdansara. Hún er vön að svara spurn- ingum blaðamanna, gerir það blátt áfram og hreinskiinislega, en án þess að opna hjarta sitt eða sýna tilfinningar sínar sem hún hefur góða stjórn á. Fögru dökku augun sem eru mesta prýði ásjónu hennar eru dul, en þegar hún brosir virðist hún minnst fimmtán árum yngri. Og þá hverfur fjarræni hjúpurinn sem snöggvast. S p u r n i n g : Hver var fyrsti ballettkennari yðar? S v a r : Grace Busostow sem hafði dansskóla fyrir börn úti í Ealing. Mamma sendi mig til hennar þegar ég var sex ára gömul. Hún var óvenju góður kennari. Hefði hún ekki verið það myndi minn ballettferill sennilega hafa byrjað og endað í Ealing. Ef maður fær lélegan kennara í byrjun er ómögulegt að lagfæra síðar alla þá galla og ó- vana sem maður temur sér óaf- vitandi. Seinna bjó ég nokkur ár í út- löndum með foreldrum mír.um, lengst af í Kína. har hélt ég á- fram að iæra ballett, og aftur fann mamma handa mér af- bragðskennara. Hún lét sér mjög umhugað um það og haíði næga dómgreind til að sjá hvort kenn- arj væri góður eða lélegur. Þegar við fluttum aftur til Eng- lands fór ég í Sadler’s Wells ballettskólann. Ég var þá fjórtán ára og var svo lánsöm að fá sjólfa Dame Ninette de Valois fyrir kennara. Sp. Var yður þá farið að dreyma um að verða príma ballerína? Sv. Nei, ég man ekki til þess, að ég hafi nokkurn tíma gengið með neina metnaðardrauma. Mér fannstLgaman að dansa, og ball- ettinn yar mér eðlileg tjóning. Ég var ekkert að hugsa um frægð og frama. Sp. Hver hefur haft mest áhrif á listféril yðar? Sv. Það er ómögulegt að segja, . . ég get ekki nefnt neina eina manneskju. Margir hafa haft áhrif á mig á ýmsum tímum og leitt mig í rétta átt. Ef til vill má segja, að móðir mín og Grace Busostow hafi haft afgerandi á- hrif á feril minn, því að það hefði enginn ferill orðið, ef mamma hefði ekki verið svona vandlát með kennara handa mér og Grace Busostow ekki kennt mér svona vel í byrjun. Síðar voru það Dame Ninette de Val- ois og Sir Frederick Ashton. Sp. Hvað voruð þér gömul þegar þér dönsuðuð fyrst sóló- hlutverk? Sv. Ég var ekki nema fimmtán ára, og það var fljótt farið að tala um mig sem yngsta meðlim ballettflokksins. Ég var það lengi vel. En einn góðan veðurdag fór ég að líta í kringum mig og komst þá að raun um, að ég var orðin einn af elztu meðlimum hans. Sp. Veldur það yður áhyggj- um? Finnst yður óþægilegt að vera umkringd fólki af yngri kyn- slóð? Sv. Öðru hverju hef ég ó til- finningunni, að það sé tveggja kynslóða aldursmunur. En það gerir ekkert til fyrir mig nema hvað mér finnst það stundum dá- lítið ósanngjarnt, að ég ein megi eldast, en flokkurinn sem heild ekki. Meðalaldurinn í honum er alltaf milli 20 og 22 ára. Það bæt- ast við nýir og nýir meðlimir, og aðrir hætta. Sp. Er ekki erfitt að standa í stöðugri samkeppni við yngri dansmeyjar? Sv. Jú, og ekki hvað sízt vegna þess að ballettsstandardinn í dag er um það bil 500 sinnum hærri en þegar ég var að byrja. Þá var brezki ballettinn enn í sköpun. Síðan hefur hann vaxið og þró- azt og framfarirnar orðið gífur- legar, einkum eftir stríð. Sp. Hafið þér hugsað nm að draga yður í hlé? Sv. Nei, ekki í alvöru. Ég er alltaf of önnum kafin tR að hugsa þá' hugsun til enda. .. Spurning: Kennið þér ungum ballerínum sem gætu tekið við af yður? Sv. Nei, ég hef aldrei stund- að kennslu. Ballettinn krefst alls míns tíma og þreks. Og maður getur hvort eð er ekki útvalið arftaka sinn. Ég á ekki við, að það geti ekki komið fram önnur ballerína á borð við mig. Ég vona, að þær komi margar jafngóðar og betri. En það er ekkj til neinn góður listamaður sem er alveg eins og einhver annar listamað- ur. Hver hefur sín sérkenni og sinn persónulega stíl. Það er heimskulegt að tala um liýja Pavlovu eða nýja Ulanovu. Ulan- ova var Ulanova, og engin önnur getur komið nákvæmlega í henn- ar stað. Ég sá einu sinni unga dansmey frá Bolshoi leikhúsinu dansa hlutverk með nákvæmri eftirlíkingu af túlkun Ulanovu. Hún dansaði vel, en ég hugsaði með mér, að annað hvort hefði ég heldur viljað sjá Ulanovu sjálfa dansa það eða aðra ball- erínu sem dansaði það á sinn eigin hátt. Ég vona, að engar dansmeyjar taki nokkru sinni u pp á þvi að reyna að apa c-ftir mér í blindni. En vitanlega reyni ég að hjálpa yngri dansmeyjum flokksins og telja í þær kjark. Ég gef þeim líka ráðleggingar ef þær biðja mig um það. Sp. Eigið þér nokkur eftii'læt- ishlutverk? Sv. Nei, ég á ekki neitt eftir- lætis eitt eða annað. Mér finnst ómögulegt að einskorða mig við einn ákveðinn hlut. Smekkur manna breytist eftir skapinu sem maður er í og með tímanum. En ég get sagt, að klassísku hlut- verkin eru að mínum dómi erf- iðari en nútímaballettar. Ég veit ekki hversu oft ég hef dar.sað Gizelle, Odette-Odile í Svana- vatninu og Áróru í Þyrnirós, en þær eru mér sífellt ný ögrun, og ég finn meiri og meiri dýpt í þeim með liverju árinu. Ég er aldrej fyllilega ánægð með túlkun mína á þeim. Áður en maður dansar stóru klassisku ballettana verður maður að eyða mörgum mánuðum bara í að æfa sporin og tæknina, og síðan kemur að dramatisku hliðinni. Og aldrei nær maður fullkomnu valdi á hlutverkinu, hversu lengi sem maður vinnur við það og hversu mjög sem maður leggur sig fram. Sp. Eruð þér taugaóstyrk fyrir sýningar? Sv. Stundum alveg ægilega. Stöku sinnum er ég það aögum saman fyrir mikilvæga sýningu. Ef til vill er ástæðan til þess sú, að með aukinni reynslu veit maður meira og meira um erfiðleikana og alls kyns óhöpp sem fyrir geta komið á sviðinu. Það er ótrúlega margt sem farið getur úr lagi. Sp. Takið þér eftir áhoi'fend- unum meðan á sýningu síend- ur? Sv. Ekki eitt augnablik. í fyrsta lagi þarf maður að hafa hugann við of mörg tæknileg atriði samtímis til að geta sinnt slíku. í öðru lagi heyrir maður ekkert af hósta, skvaldri eða bréíaski-jáfi upp á sviðið 'þegar maður dansar ballett eins og leikarar í leikritum. Hljómsveit- in er á milli sviðsins og áhorf- endanna í salnum, og það er músíkin sem dansararnir fara eftir, en ekki viðbrögð áhorf- endanna. Sp. Gerið þér samanburð á mótdönsurum yðar, til dæmis Robert Helpmann og Rudolf Nureyev? Sv. Aldrei. Það væri álíka út í bláinn og að velja sér arftaka eða eftirlætishlutverk. Sp. En eruð þið ekki mjög nákomnir vinir, þér og Nurcvev? Sv. Þetta er nú ein og sama spurningin með öðru orðalagi. Það er eins og spurningin: — „Eruð þér hættur að berja kon- una yðar?” Hvernig sem svarið liljóðar er hægt að hártoga það. Margot Fonteyn og Rudolf - hver kannast ekki við þau? „Nureyev hefur blásið nýju lífi í túlkun mína’’, segir Ðame Margot sjálf. (efst) „Drottning ballettsins” á sjaidan frístund, en þegar hún slakar á gerir hún það með yndisþokka. (til vinstri) Fontey eftir sýningu á SVANAVATNINU. Svanadrottningin Odette-Odile er eitt af frægustu hlutverkum hennar, og þar hefur list hennir ef til vill náð mestri fullkomnun. (til hægri) g 14. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.