Alþýðublaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 2
ískorun til lýðræðislanda
■k Andreas Papandreou, fyrr
veradi meölimur grísku rikis-
síjórnarinnar, hélt blaðamanna
fund í París í gær, þar sem
.-tiann skoraði á lýðræðisöfl
hrarvetna í heiminum, að
hjálpa grisku þjóðinni úr þeim
Is.jrmungum, sem hún nú á í,
og koma á ný lýðræðíslegum
stjórnarháttum í landjnu.
Viðfangsefní Johnsons 1968
★ Jolinson, Bandaríkjafor-
seti, flutti í fyrrinótt ítarlega
rseðu, þar sem hann fjallaði
uai hclztu viðfangsefni stjórn
nc sinnar 1968. Forsetinn ræddi
uai Vietnam-málið og lýsti
fnðarvilja sínum þar, en að
öðfu leyti fjallaði ræðan mest
megnís um innanrikismál. All-
vjtftækar sparnaðarráðstafanir
sianda nú fyrir dyrum í Banda
ríkjunum.
Hiutlaus Kombódía
★ U Tliant, aðalritari SÞ,
fjftfur sent út áskorun til allra
aðjla, sem hlut eiga í málefn-
um Indó-Kina, um að vlrða
I* lutlcysi Kombódíu, Beindi að
aljrjtarinn orðum sinum fyrst
05 freinst til Bandaríkjanna.
Ctgn afskiptum Breta
★ Flokkar æsts fólks, sem
ir.ótmæla vildi því að Bretar
bitfnduðu sér í stríðið milll
-Mágeríu og Biafra, kveiktu i
aUmörgum bygglngum í elgu
Breta í Port Harcourt í gær.
Kjarnorkuvopn bönnuð?
★ Bandaríkjamenn og Rúss-
ar. birtu í gær sameiginlegt
frumvarp 151 samþykktar um
bann við frekari smíði kjarn-
orkuvopna. Samningaviðræður
tvii ár.
Útgöngubann á Gaza
★ Ssraelsmenn hafa fyrir-
skHpað útgöngubann á Gaza-
svæðinu allan sólarhringinn.
Gildir það aðeins fyrir hina
200.000 Araba, sem búa þar.
Dýrt stríð
■k Fregn'ir frá Wasington
segja, að Vietnam stríðið muni
kosta bandaríska skattgreið-
endur 70 millj. dollara á dag
árið 1968.
Viðræður Browns og Brandts
* Georg Brown, utanríkis
rátfherra Breta fer tjl Bonn í
dag og ræöfr þar við kollega
sinn, Willy Brandt, um mögu-
leika Breta á að komast inn
■í EBE og hverja hjálp Þjóð-
verjar geta veitt í því máli.
MORD í REYKJAVÍK
Staðurinn sem bílinn fannst.
vita að -hryllilegt morð hefði
verið framið. Ingólfur Þor-
steinsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn stjórnar rannsókn rnáls-
ins. Tjáði hann fréttamannj að
þegar að hafi verið komið
hafi gatan verið fljótandi
í vatni og ís og vettvang
ur því næsta órannsakanleg
ur. Rannsakað var hvort eitt
hvað fyndist liggjandi sem
gefið gæti upplýsingar en ekk
ert slíkt mun hafa fundizt.
Bifreiðin stóð í hjólförum í
ísnum á götunni. Bifreiðin
var sett í hús og þurrkuð til
þess að unnt væri að fram
kvæma fingrafararannsókn í
henni. Hins vegar hafði rignt
svo mikið að engin för var
hægt að finna utan á bifreið
inni.
Ekki er ljóst hve lengi hif
reiðin var búin að standa við
Laugalækinn. Eins og áður
segir þá barst ekki tilkynning
til lögreglunnar um að eitt
hvað væri athugavert við hif
reiðina fyrr en klukkan 7.15.
Síðdegis í gær kom hins vegar
í Ijós, að leigubflstjóri hjá
Bæjarleiðum tók eftir bifreið
innl á morðstaðnurp klukkan
um 6.15.
Síðast er vitað til að Gunn
ar heitinn hafi tekið við far
þega um lclukkan hálf fjögur,
var hann sendur frá stöð milli
klukkan 3.15 og 3.30. Var bíll
■pantaður að Skálholtsstíg 7.
Búlð er að yfirheyra manninn,
sem tók bílinn þá. íegir hann
að hann hafi látið aka sér rak
leiðis heim og ‘hafi hann greitt
ökugjald, sem hafi verið inn
an við 100 krónur. Hann
hafi yfirgefið hílinn rétt fyrir
klukkan fjögur. Hefur eigin
kona farþegans staðfest, að
hann hafi komið heim ná
kvæmlega á þeim tíma.
Starfshróðir Gunnars heit
ins staðfestir, að hann hafi
séð Gunnar við svo nefndan
„Laugarnesstaur" á Sund
laugavegi rétt um klukkan
fjögur en fimm mínútum síð
ar hafi hann verið horfinn.
Þegar Gunnar fannst inni
vlð Laugalæk, sýndi gjaldmæl
ir 87 krónur, en það mun jafn
gilda 560 króna ökugjaldi.
Ekki mun fullkomlega Ijóst
hve íengi gjaldmælirinn hefur
gengið, en sérfræðingur tel
ur, að það gæti verið nærri
þremur tímum. Gjaldmælirinn
gengur alveg þangað til Gunn
ar finnst.
i vasa Gunnars var veski
með 1500 krónum, tékkhefti
Og öðrum persónulegum hlut
um. Ingólfur Þorsteinsson
tjáðj fréttamanni, að talið
væri, að Gunnar hafi verið.
með annað veski á sér, sér
stakt viðskiptaveski og væru
því mjög miklar líkur til, að
hér hafi verið um ránmorð að,
ræða. Þá kvað Ingólfur, að
óaðgengilegt hafi yerið fyrir
morðingjann, að ná veskinu
sem eftir var.
Skothylki fannst 1 bifreið
inni og gefur til kynna, að
við morðið hafi verið notuð
sjáifvirk skammbyssa, og skot-
af stærðinni 32 kalíber eins og
áður segir. Hins vegar cr ekki
Ijóst hverrar tegundar skamm
byssan hefur verið. Ingólfur
tjáði fréttamanni að enginn
hefði yerið með leyfi fyrir
skammbyssum fyrir þessa
stærð skota. Aðeins lögreglum.
hefðu leyfi fyrir skammbyssum
yfirleitt og væru þær fyrir
minni skot. Hins vegar sagði
Ingólfur að vitað væri til þess
að menn hafi smyglað ólögleg
um skammbyssum inn í landið.
Krufning gefur ekki tiL
kynna nákvæmlega hvenær
dauða Gunnars bar að. Þegar
á Slysavarðstofuna kom hafði
líkamshitinn ekki lækkað
meira en um eitt stig. En
þrátt fyrir það er ekki auð
velt að dæma nákvæmlega um
hvenær morðið var framið.
Þórarinn Sveinsson læknir
sem framkvæmdi réttarkrufn
ingu telur að skotið hafi vald
ið bráðum hana og Gunnar
hafi látizt samstundis.
Meginliluti starfsliðs rann-
sóknarlögreglunnar vann í gær
að rannsókn þessa óhugnanlega
morðmáls. Var spurzt fyrir í
húsum í nágrenni við morð-
staðinn um það, hvort nokkur
hafi orðið var við grunsamleg
ar mannaferðir í gærmorgun
eða gefið upplýsingar, sem gætu
leitt til niðurstöðu í málinu. í
gærkvöldi var ráðgert að hafa
samband við alla leigubílstjóra
sem óku í fyrrinótt ef einliver
þeirra kynnj að geta gefið ein
hverja vísbendinu um morðingj
ann.
. Rannsóknarlögreglan biður
alla þá, sém nokkrar upplýsing
ar gætu gefið um málið eða liafa
orðið varir við einhvern mann
í nágrenni við morðstaðinn á
tímabilinu frá klukkan fjögur
til klukkan sjö að láta lögregl-
una vita. Sérstaklega eru ieigu
bílstjórar, sem kynnu að hafa
tekið upp mann einhvers stað
ar í bænum á áðurgreindu
tímabili, beðnir um að gefn lög
reglunni upplýsingar.
Séð inn í morðbílimi. Fram á þetta stýri lá Gunnar, er hann fannst í gærmorgun.
g 19. janúar 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ