Alþýðublaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 4
^mYÐiBMÐIÐ JUtstjóri:. Bcnedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906 — ACsetur: AJþýOuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavífc. — Prentsmiðja Alþýðu- tolaösins, Sími 14905. — Ásfcriítargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinu, HVAR ERU ÚRRÆÐIN? AUGLJÓST er af skráningu atvinnuleysingja, að um þessar mundir skortir allmikið á fulla atvinnu. Að vísu er fyrri hluti janúarmá'naðar ávallt með dauf- asta móti, hvað vinnu snertir, meðan vetranvertíð er ekki kom- in í fullan gang. Þaæ hefur bætzt við óvenju umhleypingasöm tíð og þýðir ekki fyrir stjórnarand- stöðuna að balda fram, að það hafi ekki áhrif á atvinnu í land- inu. Tíminn og Þjóðviljinn kenna að sjálfsögðu stjórnarstefnunni um atvinnuskortinn eins og allt ann að, sem aflaga fer, þótt ljóst hafi verið frá uppbafi núverandi stjórnarsamstarfs, að lögð yrði á- herzla á næga atvinnu. í þessu sambandi má spyrja, hver séu úrræði stjórnarandstæð inga, hvaða leiðir þeir kunni, sem ríkisstjórnin hafi ekki farið. Fer þá 'að vanda, að þeir ryðja úr sér fögrum orðum, sem hafa lítið sem ékkert raunhæft gildi. Þjóðviljinn sagði til dæmis í gær að í staðinn fyrir stefnu ríkis stjóraarinnar þurfi að koma „markviss stuðningur við íslenzka atvinnuvegi...” Þetta hljómar sannarlega vel, en hveraig hafa stjórnarandstæðingar brugðizt við, þegar stjórnin hefur á einn eða annan hátt stutt helztu at- rvinnuvegi okkar? Er ekki upp- bygging síldairflotans, síldarverk smiðja, skipasmíðaiðnaðar, aukn ing fiskvinnslustöðva, allt stuðn- ingur við atvinnuvegi þjóðarinn ar Hvað hefur stjórnarandstað- an gert til að halda togaraflotan- urn í betra lagi? Hleypt honum inn í landhelgina? Ekki virðast andstæðingar vera sammála um það. Aukið styrki til hans með nokkur hundruð milljónum króna, sem taka yrði af almenn- ingi? Þegar Þjóðviljinn. talar um „ís- Ienzka“ atvinnuvegi er hann að sneiða að ríkisstjórninni fyrir kísilgúrverksmiðjuna við Mývatu og álverið við Straumsvík. En væri meira um atvinnu í landinu, ef þessar framkvæmdir væru ekki á döfinni? Væri ekki ein- mitt mun meira atvinnuleysi í landinu, ef farið hefði verið eftir stefnu Þjóðviljans fyrir nokkrum árum, þegar þessar stóriðjufram kvæmdir voru ákveðnar og virkj un í samræmi við það? Það er lítill vandi að rífa niður með skrifum sínum. Það er meiri vandi að bafa raunhæfar tillög- ur fram að færa, þegar vanda ber að höndum. íslendingair hafa lengi kynnzt misjöfnu árferði og jafnan staðið af sér erfiðu ár- in. Svo mun verða enn, en ekki verður það í krafti úrræða, sem stjómarandstaðan benti á. Þau er engin að finna. STRESS CETUIÍ barn liðið af þeirri teg- und tilfinningaálags, sem á er- lendum málum nefnist ,,stress“? Fyrirfinnst ekki slíkt yfirálag einvörðungu meðal önnum kaf- inna kaupsýslumanna og ann- arra þeirra státta, er stöðugt eiga við margiþætt og álagsfrek störf að etja? Nei, þaff er mik ill misskilningur. Jafnvel börn geta beðið heilsutjón af þessari tegund tilfinningaálags. Við komum þá strax að þeirri spurningu, hvað átt sé við með orffinu „stress". Ekki er óal- genglfc, að þessu fyrirbæri sé ruglað saman við venjulega of- þreytu, sem flestir kannast við, ef þeir hafa einhvern tima unn- ið meira en starfsorkan hefur leyft. Það er hins vegar allt of einföld og beinlínis röng skil- greining. Við getum unnið bæði mikið og lengi og orðið mjög þreytt, án þess að nokkur minnsti vottur um stress geri vart við sig. STRESS er með öðrum orðum ekki fyrst og fremst þreyta eft- ir of mikið vinnuálag, heldur viss tegund af óbeit, — sérstakt tilfinningaálag, er leiðir af sér alvarlegan kvíða eða jafnvel miskunnarlausa sálarangist. Við skulum taka dæmi til skýringar: Einhver hefur alltof miklum störfum að gegna og verður þreyttur, en þarf þó ekki endi- Jega að þjást af stressi fyrir þ& sök. En þegar hann fer að kvíða því, að honum takist ekki að inna störf sín af hendi, að strangur yfirboðari fari að sker- ast í lelkinn, að eiginkonan og börnin hætti að sætta sig við, að hann sjáist aldrei heima, eða konan fer að kvíða því stööugt, að henni takist ekki að hafa mat- inn handa mauninum tilbúinn á réttum tíma, — eða með öðrum orðum, þegar óttinn við eigið dugleysi fer að naga sig inn í tilfinningalífið, þá fyrst fer stress að gera vart við sig. Þessi ótti skapar óbeit, sem orðið get- ur að nagandi angist. Angistin getur síðan birzt í ýmsum mynd- um huglægra truflana t.d. í ein beitingarerfiðleikum, skorti á að- lögunargetu og ekki sízt í mjög vanstilltu dagfari. Ennfremur getur hún orsakað líkamlegar truflanir og veilur, svo sem MMM£ magasjúkdóma, meltingartrufl- ann-, hægðatregðu, höfuðverk og hjartveiki, svo ,nð dæmi séu nefnd. ER NÚ sennilegt að börn geti orðið íyrir barðinu á slíku til- finningaálagi? Já, það er fullvíst. Börn og fullorðnir eiga það sam- eiginlegt, að tilfinningalíf beggja og atferli er í nánum tengslum við afstöðu og viðhorf til ann- arra manna, — hvaða skoðanir þeir hafa á okkur og hvers kon- ar hug þeir bera til okkar. Kvíði hinna fullorðnu varðandi tiltrú og traust yfirboðarans svarar til þeirra liugmynda, sem barnið gcrir sér t. d. um afstöðu for- eldranna til þess. Sá fullorðni óttast að falla í áliti yfirmanns- ins, að missa atvinnu sína. Barn- ið kann að þjást af þeim nag- andi ótta, að foreldrunum þyki ekki vænt um það og jafnvel að svo kunni að fara, að það fái kannski ekki að dvelja hjá þeim. Hjá báðum verða afleiðingarnar þær sömu, — sjúklegt tilfinn- ingaástand, lamandi vanmáttar- kennd sprottin af stöðugum ótla Framhald á 11. síðu. ENN EITT: Norska blaðið „Fisk aren“ sagSi frá því í síðustu viku, að kuldarnir, sem geys að hafi í Evróipu undanfarið, hafi dregið úr sölu á fiski. ★ FÆREYIVGAR gátu á síðasta ári aukið útflutnin/r sinn á sáltfiski um 7.000 lestir upp í 29.000 lestir samtals. . . Þetta færði þeim tekiuaufctt frá 57 milljónum dansfcra króna í 76 milljónir. ★ HÉR ER það síðasta, sem við höfum heyrt um forsetakosning ar: Flestir eða allir leiðtogar S| i á 1 fstæðfe tn ^kkci ns ætla að skrifa undir áskorunarlista á Gunnar Thoroddsen. . . Hann mun þó hvorki vilja, að flokk ar taki formlega afstöðu með sár ^ða móti. . . Ýmsir spá því í pólitíkinni, að einhver verði í framboði gegn Gunnari, en það er erfiðara að fá upp, hver talinn er líklegastur. ★ TEKJUR vegasjóðs, sem stend ur undir mestallri vegagerö í landinu, verða of litlar eftir gengisbreytingarnar, ef ekki á að draga úr framkvæmduni, sem. sízt kemur til mála á því sviði . , . Má búast við ein liverjum hækkunnm á benzíni og hjólbörðum. ★ UIVI þessar mundir eru nýir eig endur að taka við útgáfu og rit stjórn SPEGILSINS . . . Þeir félagar Ási í Bæ og Ragnar I.ár hafa fest kaup á blajðinu og mun Ási verða ritstjórinn, en Ragnar án efa leggja til teikn ingarnar. *■ FJÓRIR íslenzkir blaðamenn eru um þessar mundir á ferða lagi í Egyptalandi í boði Flug félagsins og SAS . . Þeir eru Emil Bjömsson, Eyjólfur Kon ráð Jónsson, Gylfi Gröndal og ívar Jónsson. * FRYSTIHÚSIN íslenzku liafa til skamms tírna verið talin einn nýtízkulegasti og fullkomn asti þáttur atvinnuvega hióðar innar . . . Nú eru þau að mestu vandræðaböm ríkisstjórnarinn ar og valda miklum erfiðleik um . . . Þriðjungur þeirra mun sæmilega stæður annar þriðj ungur hafa miðlungsrekstur og bjargast við sæmilegar aðstæð ur, en síðasti þrlðjungur er á dúndrandi hausnum og svo illa á sig kominn að vandræðunum veldur . . . Vandinn við að leggja þessi liús niður er sá, að þau eru víða kjarainn í at vinnulífi heiiia byggua. 4 19. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.