Alþýðublaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 12
7 BAK-stur Réttarhöld - Landkynning AUSTUR Á RÚSSUANDX eru stundum réttarhöld, sem í rauninni er ekki í frásögur færandi. En einhvern veginn fer gjarnan svo að maður verður meira var við réttarhöld í því landi en öðrum. Við hér uppi á íslandi höfum til dæmis ný- lega handsamað mann fyrir að hræða peninga út úr fólki með því að ota að því pístólu (líklega loftpístólu, því alvöru- bvssa hefði verið of dýr fyrir fyrirtækið og líka hættuleg), en varla kemst. sá maður í heimspressuna af þeim sökum. En Rússar hafa lag á að efna til réttarhalda útaf málum sem vekja athygli. Staiín hafði þann sið að ákæra beztu vini sína fyrir land- ráð og gera höfði styttri. En nú þykir það ekki fínt. Það er annar stíll í tízku nú. í stað þess eru menn ákærðir fyrir að smygla óhróðri um Sovétríkin tii útlanda. Réttarhöld af þessu tæi hafa nú vakið gífurlega athygli «m allan heim, og sumir virðast telja að Sovétríkin hafi þar af mikla hneisu. En þetta er allt saman gert af sniðugheitum. Rússar gera þetta í landkynningarskyni. Þeir eru meistarar í öllu svo- leiðis. Öll lönd reka landkynningarstarfsemi, senda hól um sjálf sig út um allar jarðir. En þetta er gersamlega úrelt starfsaðferð. Enginn maður trúir hólinu. Þetta landkynningar- ofviðri um allan heim er vita þýðingarlaust. Áróðursplögg- um er stungið undir stól og þau ekki lesin, því menn vita það er verið að reyna að troða upp á þá einhverju sem þeir kæra sig ekkert um. Nútímaáróður er ekki fólginn í því að hæla sjálfum sér eins og montinn fermingarstrákur, heldur er hann aðeins það, að vekja athygli á sjálfum sér á einhvern óvæntan hátt, bara fyrir einhvern andsk....... alveg sama hvað er, til dæmis að ganga með hárið fyrir augunum eins og gard- ínur fyrir gluggum (kemur sér vel, ef andlitið er ekki of fritt), eða fara mcð pilsfaldinn lengra upp eftir lærunum en áður þekktisv., og líka kæmi til mála að ganga með skóna á höfðinu en liattinn á fótunum. Þetta skiija Rússar. Þeir eru nútímamenn. Þeir vita eins og listamenn að það er betra að fá skammir en ekkert um- l>aff að sjá náungann í réttu ljósi hefur aíai' mikla þýffingu í dag legum samskiptum manna, Af þeim orsökum ætti enginn maffur aff nota sólgleraugu nema hann vilji vaffa mittisdjúpan aurinn á vegi sjálfsblekkingarinnar. ' tal sem auvitað er sama og að betra sé að vera frægur að endemum en rlls ófrægur. Einhver skáldmenni sem enginn þekkti tóku upp á því að smygla óhróðri um land sitt til annarra landa. Undir flestum kriiigumstæðum hljóta þeir menn kveðjur ekkf góðar neins staðar sem niðra sínu eigin föðurlandi á erlendum vett- vangi. Og raunar tók enginn maður eftir þessu, og Rúss- landi virtist það ekki ætla að verða til tjóns. En í Rússlandi eru snjallir áróðurspostular, einhverjir þeir snjöllustu á jörðu hér. Og þeir urðu harla glaðir er þeir sáu sovét-níð rithöfundanna. Slíkt tækifæri mátti ekki láta ónotað. Það yrði að gera þessa menn að píslarvottum, svo landið vekti umtal, — og þá yrði meiri sala í styrjuhrogn- um og vodka á erlendum markaði, og menn gleymdu svolitla stund USA, sem alltaf er í sviðsljósinu, af því að það er með þennan eilífa fæting í Vietnam. Þessu næst efndu þeir til stórkostlegra réttarhalda, og útilokuðu áheyrendur svo menn yrðu enn reiðari og smygl- uðu enn meira af sovét-níði úr landi. Nú eru menn að velta því fyrir sér hver muni koma næst. Og auðvitað kemur einhver næst. Úr því búið er að dæma stráklingana, þá gengur ekki að hafa réttarhalda- laust nema stuttan tíma. Það væri engu betra en heyleysi í íslenzkum sveitum til forna. Menn liér á Vesturlöndum halda að Litvinov verði næstur kallaður fyrir rétt út af sovét-níði. En það er mis- skilningur, sýnir algeran skilningsskort á hinum útspekúler- uðu vinnubrögðum Rússa. Hvernig var þetta hjá þeim áður? Væri ekki fróð- legt að athuga það. Fyrst dæmdi Stalin menn af lífi og æru. Síðan var Stalin (for)dæmdur. Haldið þið að það hafi verið af einhverri heimsku? Nei, ekki aldeilis, góðir hálsar. Rússar gera sko ekk- ert af lieimsku. Þetta var bara landkynning. Þá sér maður greinilega að þeir menn sem stóðu fyrir að dæma rithöfundana verða næst dregnir fyrir rétt. Og ákæran liggur á borðinu. Hún cr sú að þeir hafi — með því að kæra og dæma ómerk skáldmenni fyrir skrif sem enginn tók eftir — sjálfir borið alla ábyrgð á því að þetta margumrædda sovét-níð varð kunnugt um heim allan, og séu þeir því í rauninni miklu sekari en skáldin. Og þannig er hægt að halda áfram í það endalausa, að kæra þá sem áður kærðu........ Með þessu eru Rússar búnir að útbúa sér eins konar perpetuum mobile í áróðrj og landkynningu. Götu-Gvendur. Flest er nú orðið undarlegt og skrýtiff á þessum síffustu og verstu tíiuium. Meira aff segp.ja in flúensan er fariu aff haga sér undarlega. Kellingin fór á útsölu í gær og kom heim meff fullt af djönki. Kallinn fór strax aff rífast og þegar hann spurffi kellinguna hvenær hún sæi hann gera svona hluti svaraði hún: Ég veit heldur ekki til aff Ríkiff hafi nokkurn tíma útsölur. Sá varff spældur. í gamla daga urffu íslcnzkir rit höfundar að skrifa á dönsku til þess aff verffa frægir og fá verff Iaun. Nú væri réttast hjá þeint aff fara aff skrifa á sænsku. SIÚR-ÚISAIA Á KVENSKÚM Höfum tekið fram: fjölbreytt úrval af hollenzkum kvenskóm Mjög fajlegar gerðh Sérlega hagstætt verð SKÖVAL Austurstræti lS, Eymundssonarkjaliéira

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.