Alþýðublaðið - 19.01.1968, Qupperneq 11
Bækur
___„,ic.J'ramhald af 5. siðu.
- hverfi'sitt í bernsku, fyrstu leiki
og störfin sem spretta af þeim,
um fólk og atburði í bernsku
sinni og um Eyjarnar sjálfar.
Þess þarf varla að geta, að öll
er frásögnin hin vandaðasta, orð-
færi jafn-einfalt og það er ná-
kvæmnislegt, víða íþætt orðfæri
eyjamanna, fágað af lýtalausri
list. Um gildi þess fróðleiks sem
dx-eginn er saman í bókinni '-erð-
Ur ekki reynt að dæma lxér,
hverju nýju hún kann að niiðla;
en lesanda grunar að það sé
frcmur fólgið 1 efnismergðinni,
lýsingunni í heild, en einstökum
efnisatriðum; aðferð bókarinnar
miðar öll að því að miðla sem
ýtarlegastri og nákvæmastri
m.vnd þess lífs, þess þrönga
heims sem hún lýsir. Hún gerir
víslega tilkall til þolinmæði af
lesandanum eigi hann að hafa
gagn og ánægju af henni. Geri
lesandi hins vegar það tilkall
iii, frásagnar af þessu tagi að
hún „segi sögu”, skipi saman
efnj.við sínum í nýtt og hugvekj-
andj samhengi er hætt við hann
\crfy: fyrir vonbrigðum af fögu
Einars ríka.
„Ríkur” merkti í fomu máli
„mikill, voldugur” eða þvílíkt.
Karlamagnús var rlkur keisari,
og Knút þann sem Danir kalla
„dcn Store” nefnum við Knút
ríka. — Sú merking er týnd
og tröllum gefin og nú mt'rkir
ríkur einungis „vel fjáreigandi”
eða þvílíkt, felur í sér handhöfn
þess auðs sem margur verður api
af, mölur og ryð fá í öllu falli
grandað. Einar Sigurðsson er af
þeirri stétt athafnamanna sem
hafizt hafa til auðs og vaida,
margháttaðra umsvifa með tækni
b/ltingu aldarinnar og sjálfir
verða einatt að þjóðsögu i lif-
anda lífi; heitið á ævisögu hans
staðfeStir formlega viðumefni
lians á hvers manns vörum. í
þcssari bók, Fagurt er i Eyjum
er greint frá ósögulegu upphafi
þjóðsögunnar; hún gerist áður
en yið höfðum eignazt mátt hins
gullna gjalds, afl þeirra hluta
sem gera skyldi. En trúlega má
vænta meiri umsvifa í frásögn-
ipni þegar fram kemur á ævina
og tíðindi taka að gerast.
Bókin er snyrtilega gerð úr
garði, prentuð í Lithoprenti með
þyí hreinlega yfirbragði sem
sljkri prentun fylgir. Mnrgar
m.vndir eru í bókinni, gráar og
dauflegar flestar hverjar, cnda
ekki prentaðar á sérstakan
pgppír. — Ó. J.
IVIÍfilBimg
Framhald af 5. síðu.
Ungur áð aldri geklt Guðmvxnd-
ur í Verkalýðsfélagið Baidur,
svo og í Jafnaðarmannafélagið,
en þau samtök voru þá brjóst-
vörn og helzta baráttutæki ís-
firzkrar alþýðu í hágsmunabar-
áltunni. Þátttaka Guðmundar í
þeim samtökum alþýðunnar var
í fullu samræmi við lífsviðhorf
þans og félagshyggju. Hann var
ajla tíð traustur og eintægur
verkalýðssinni og jafnaðarmað-
ur, sem hélt órofa tryggð við þær
liugsjónir sem eru fjöregg og veg-
vísú' samtakanna.
Það var ekki að skaplyndi
Guðmundar heitins að hafa sig
mikið í frammi innan alþýðu-
samtakanna eða á málþingum.
Aftur á móti hélt hann fast á
sínum skoðunum í daglegum orð-
ræðum, sagði skoðanir sínar
hispurslaust og óhikað hver sem
í hlut átti.
Hann var því einn þeirra al-
þýðumanna, sem með kyrrlátu og
traustu starfi og staðföstum
trúnaði við málefni samtakanna
áttu ómetanlegan þátt í uppbygg-
ingu þeirra félagslegu umbóta,
sem velferðarríki nútímans
grundvallast á.
Þrátt fyrir hlédrægni Guð-
mundar naut hann trausts innan
alþýðusamtakanna og var þar
falinn margvíslegur trúnaður.
Hann var m. a. fulltrúi Baldurs
á Alþýðusambandsþingum, full-
trúi Alþýðuflokksfélagsins á
flokksþingum Aiþýðuflokksins,
varafulltrúi Alþ.fl. í bæjarstjórn,
auk þess, sem hann átti árum
saman sæti í trúnaðarmannaráði
Baldurs. í aðalstjórn Baldurs
átti hann sæti í nokkur ár.
Öll þau störf, sem honum voru
falin, rækti hann af einstakri
ábyrgðartilfinningu og trú-
mennsku.
Guðmundur Bjarnason hafði
gaman af bókum og las því mik-
ið. Hann fylgdist mjög vel með
í öllum almennum þjóðmálum
og kúnni góð skil bæði á' mönn-
um og málefnum. í daglegri um-
gengni var hann fáskíptinn og
hlédrægur, en við kunnuga var
hann léttur í máli og skemmti-
legur I viðræðum, enda kunni
hann frá mörgu athyglisverðu og
skemmtilegu að segja.
Þeir þættir í skapgerð og eðli
Guðmundar Bjarnasonar, sem
mér eru ríkastir í huga er ég
festi.á blað þessi. fátæklegu minn
ingarorð um þennan góða vin
minn, er hin fölskvalausa og ein-
læga tryggð hans við menn og
málefni, samfara sérstakri trú-
mennsku og heiðarleika í hví-
vetna. Og allra sízt mun ég
gleyma þeirri miklu umhyggju,
sem hann bar fyrir velfarnaði
ættingja sinna og vina allt til
hinztu stundar.
Slíkir drengskaparmenn eiga
sannarlega vísa góða heimkomu
eftir fórnfúst og kærleiksríkt
ævistarf.
Björgvin Sighvatsson,
Stress
Framhald af 4. síffu.
við að geta ekki uppfyllt óskir
og kröfur annarra.
OG ÞARNA erum við komin að
kjarna málsins. Þarna stöndum
við frammi fyrir þeirri spurn-
ingu, sem er jafn örlagarík fyr-
ir alla, börn sem fullorðna: Nýt
ég æskilegs álits, þykir minum
nánustu vænt um mig? Sérhvert
barn gerir sér ljóst, að „góð” og
„dugleg” börn, sem uppfylla
óskir og kröfur hinna fullorðnu,
eru elskuð og dáð. En hversu
auðvelt á barnið með að gera sér
grein fyrir þeim óttalega leynd-
ardómi, hvort það lifi svo öðrum
líki, hvort það sé gott og dug-
legt og standist þær kröfur, sem
til þess eru gerðar eða uppfylli
þær vonir, sem við það eru
bundnar?
ÞARNA geta ýmsir fletir oltið
upp á teningnum, ekki sizt þeg-
ar þess er gætt, að alltof oft vilja
kröfumar verða of stórar sam-
tímis því sem smátt er skammt-
SENDlSVEtNN
óskast til innheimtustarfa.
Þarf að hafa hjól.
Alþýðublaðið, sími 14900.
Sólþurrkaður saltfiskur
BÆJARÚTGERÐ REYKJAVÍKUR
við Grandaveg,
Sími 24345.
OFURLfTIÐ MINNISBLAÐ
S K I P
Bl ómaskreytingar
Gróðrarstöðin við Mikiatorg
Sími 22822 og 19775.
★ Hafskip h.f.
Langá fór frá Norðfirði í gær til Hels
ingborg, Kaupmannahafnar, og Gy-
dynia. Laxá fer frá Vestmannaeyjum
í dag til Bilbao. Rangá er 1 Hamborg.
Selá fór frá Eskifirði 17. þ.m. til Bel-
fast, Liverpool, Cork, Rotterdam og
Hamborgar. Marco fór frá Fáskrúðs-
firði 17. þ.m. til Great Yarmouth.
★ Skipadeild SÍS.
Arnarfeli er í Abo, fer þaðan til Rott
erdam. Jökulfell fór 15. þ.m. frá New-
foundland til íslands, væntanlegt til
Reykjavíkur 22. þ.m. Dísarfell er \
Reykjavík. Litlafell væntanlegt til
Reykjavíkur í dag. Helgafell væntan-
legt til Borgarness í kvöld. Stapafell
losar á Austfjörðum. Mælifell fór 17.
þ.m. frá Rotterdam til Reyðarfjarðar.
★Skipaútgerð ríkisins.
Esja fer frá Reykjavík kl. 13.00 á morg
un vestur um land í hringferð. Herj-
ólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í
kvöld til Vestmannaeyja. Herðubreið
að af ástúð, uppörvun og viður-
kenningu. Upp úr slíkum jarð-
vegi sprettur öryggisleysið, er
hefur aömu áhrif á' barnið og
hinn fullorðna og birtist í geð-
rænum misfellum, kvíða, ótta,
örvæntingu, þrjózku, vanstill-
ingu eða alls konar líkamskvill-
um, t. d. uppsölu, hægðatregðu,
lysþarleysi og órólegum svefni.
SÍDAN gengur bamið og hinn
er á Austurlanðshöfnum á norðurleið.
Baldur fer tii Snæfellsness. og Breiða
fjarðarhafna í kvöld.
ÝMISLEGT
★ Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
heldur skemmtifund 25. janúar £ Sig-
túni. Spiluð verður félagsvist og fleira.
Konur eru beðnar að fjölmenna og
taka með sér gesti.
★ Skagfirðingamótið 196S
verður haldið að Hótel Borg laugar.
daginn 20. janúar, hefst með borðhaldi
kl. 7 húsið opnað kl. 6.30. Minni Skaga
fjarðar flytur Ólafur B. Guðmunds.
son heiðursgetur kvöldsins er Eyþór
Stefánsson. Guðrún Á. Símonar syng
ur lög eftir Eyþór Stefánss. Aðgöngu
miða skal vltja fimmtudaginn 18. jan.
í suðurdyrum á Hótel Borg. - Stjórnin.
'Ar Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sókn
arprestur í Hallgrímsprestakalli, bið-
ur væntanleg fermingarbörn sín að
mæta til viðtals í Hallgrímskirkju, mið
vikudaginn 17. jan. kl. 6.
fullorðni sömu leiðina, — íinnar
með uppsölutilfelli og lystar-
leysi, en hinn með magasár og
höfuðverki, og báðir þjást af ó-
vissu um eigin verðleika, af ótta
við að njóta ekki hylli, af sekt-
artilfinningu fyrir þá' sök aff hafa
ekki „staðið sig” nógu vel. Og
báðir þjást af Því tilfinninga-
álagi, er nefnist stress.
Forstöðumaður eða kona
óskast til að annast rekstur mötuneytis í Hafnarhúsinu.
Umsóknir sendist Hafnarskrifstofunni, fyrjr laugardaginn
3. febrúar 1968.
Hafnarstjórlnn í Reykjavík.
Ingólfs-Café
GÖMLU DANSARNIR
í KVÖD KL. 9.
Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826.
Eiginmaður minn, faðjr okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS KRISTINN SIGURÐSSON,
Geirlandi, Sandgerði,
verður jarðsunginn laugardagiim 20. jan. Athöfnin hefst með
húskveðju að heimili hins látna kl. 2 e.h.
Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju.
Blnm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Slysavarnarfélag íslands.
Rósa Einarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
19. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÖIÐ ||