Alþýðublaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 11
Unga fólkið
Framhald úr opnu.
anna taka það væntanlega senn
til sameiginlegrar umræðu' ásamt
ýmsum öðrum málefnum unga
fólksins. Ef vel á að vera þarf,
pólitískra sjónarmiða hinnar
komandi kynslóðar að gæia engu
síður en hinnar elclri. Að snið-
ganga þau, eins og gert er al-
mcnnt, kann ekki góðri lukku
að stýra. Og sannarlega eru þeir
stjórnmálaflokkar ekki vei á vegi
stáddir, sem ekki bera traust til
þeirra ungu manna, sem innan
þeirra starfa.
Eftirtektarverður og íhugun-
arverður er sá’ munur, sem er
á r hugsunarhætti unga fólksins
og hinna eldri í-stjórnmálai'lokk-
unum, og ef til vill almennt með
þjóðinni. Hinir eldri láta sig
innanríkismál ein skipta og
sinna ekki utanríkismálum nrma
þau snerti hagsmuni' landsins
beinlínis." Yngra fóikið hugsar
auðvitað mikið um innanríkismál
— og i þeim efnum er það miklu
stefnufastara en hinir eldri. —
Ungir íhaldsmenn eru t. á. í-
haidssamari og auðsinnaðrj en
hinir eldri og við ungir jafnað-
arraenn viljum að Alþýðuflokk-
urinn verði vinstrj slnnaðri en
nú er og taki upp hax-ðari bar-
áttu fyi-ir sósíalismanum. En
þó er munurinn gleggri þegar
afstaðan til utanríkismála er at-
huguð. Unga fólkið er alþjóð-
lega sinnað og lætur sig miklu
skipta það, sem gerist annars-
staðar í heimínum. Ólík afstaða
hinna eldri og hinna yngri á sér
vissulega eðlilegar orsakir, sem
virða ber og ekki skal fjölyrt
um að sinni.
Ástandið í alþjóðamálum er
áhyggjuefni — eins og að vanda
lætur, verður víst því miður að
segja. í þeim efnum ber styrj-
öldina í Vietnam hæst. Hi:rj hef-
ur nú geisað um margra ára
skeið og þegar þetta er ritað
er ekki að sjá neitt lát á henni.
Jáfnaðarmannaflokkar um allan
heim hafa beitt sér af alefli
gcgn henni og leitað leiða til
lausnar. Allir hafa þeir, það ég
þekki til, harmað og fordæmt
hinar skelfilegu lof'tárásir Banda
ríkjamanna á Norður-Vietnam
og talið þær auka enn á vand-
ann. Er og skemmst frá því að
segja, að miklu heldur líkjast
þær olíu í eld en leið til frið-
ar. Að baki þeim virðist búa
blint og öi'væntingarfullt æði
manna, sem gefiri hafa upp við
að leita friðar eftir stjórnmála-
legum leiðum.
Annað, sem jafnhátt ber, a. m.
k. er liungrið í heiminum og
sívaxandi bil milli lxinna efn-
aðri þjóða og hinna fátæku. í
þes^u efni sígur mjög á verri
hliðina og hlýtur að enda með
ósköpum, þ. e. stórstyi’jöldum
og stói'kostlegum mannfelli af
hungri, ef þær þjóðir, sem bet-
ur eru settar koma ekki til liðs
við hinar af meiri rausn en
verið hefur til þessa. ísland hef-
ur enn ekki talið fímabært að
lQggía sinn skerf af mörkum til
þróunarlandanna. Hve lengi á
sú vansæmd að vera við líði?
Ekkert það vestrænt velmegun-
arríki getur boi-ið virðingu íyrir
sjálfu sér eða borið liöfuðið
hátt í samfélagi þjóðanna, sem
ekki leggur sitt af mörkum til
aðstoðar við þróunarlöndin
Þriðja áhyggjuefnið er á-
standið í Grikklandi. Þar situr
við völd einræðisstjórn sú, er á
sínum tíma lirifsaði völdin. Lýð-
í-æðisríkin í Evrópu geta eng-
an veginn unað því að hún sltji
til lengdar, sízt af öllu þau, sem
eru í bandalagi Atlantshafs-
ríkjanna. Því vei'ður að krefj-
ast þess, að öllum ráðum verði
beitt til að koma henni frá. —
Harla óskemmtileg er sú stað-
reynd, að ísland skuli vera £
hemaðarbandalagi við ríki eins
og Portúgal þar sem einræði
ríkir og mannréttindi eru fótum
troðin. Er illt að Atlantshafs-
bandalagið, sem reynzt hefur
skjöldur lýðræðisins í Evrópu
og frjálshuga menn hljóta að
setja traust sitt á', skuli ekki
bmgðast við til varnar, þegar
frelsinu er steypt og lýðræðinu
útrýmt af herstjói-um og fasist-
um í Grikklandi eins og það
myndi væntanlega eigi una því
að Rússar óða kommúnistar
• ÚTILOKAR SLÆMAN ÞEF
• HINDRAR AÐ MATUR ÞORNI
• VINNU- OG SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT
steyptu lýðræði og sjálfstæði
einhvers aðildarríkjanna.
Ástand mála fyrir botni Mið-
jarðarhafsins er viðkvæmt og
hvenær sem er getur blossað
þar upp styrjöld, á tveim stöð-
um a.m.k. Endanleg lausn á
þeim deilum, sem þar eru nú,
er ekki fyrirsjáanleg næstu
áratugina.
í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar var látið að því
liggja, að á kjörtímabilinu yrðu
varnarmál íslands endurskoðuö.
Fjölmargir íslendingar í öllum
flokkum vænta þess, að endur- ,
skoðun þessi leiði til þess, að
varnarliðið verði látið hverfa úr
landi. Það átti erindi hingað á
sínum tíma, en því erindi er
löngu lokið og ástæðulaust að
það dvelji hér lengur. Senni-
lega er herstöðin á' Keflavíkur-
flugvelli sú lakasta í varnai'kerfi
Bandaríkjanna. og ekki ólíklegt
að Bandaríkjamenn sjálfir beri
jafn lítið traust til hennar og
jafn litla virðingu fyrir henni
og íslendingar. Þeir íslending-
ar í lýðræðisflokkunum þremur,
sem vilja að varnarliðið hverfi
strax á brott, ættu að stofna með
sér samtök um að vinna að því.
Þau yrðu strax fjölmenn og
myndu geta haft talsverð áhrif í
þá átt, að varnarliðið fari fyrr
en ella.
Sambúðin við varnarliðið hef-
ur yfirleitt verið góð 'frá því
að Alþýðuflokkurinn tók að sér
meðferð utanríkismála í rikis-
stjórninni. Sú staðreynd hefur
orðið þess valdandi, að andvara-
leysi ihefur myndazt meðal
landsmanna um hættur þær,
sem jafnan stafa af dvöl erlends
herliðs með lítilli þjóð. En jafn-
vel þótt vinveitt ríki eins og
Bandaríkin eigi í hlut er ætíð
nauðsynlegt að vera vel á verði
meðan varnarliðið dvelst í land-
inu — því að grunnt virðist
stundum á ofríki því, sem er svo
ríkur þáttur í fari allra stór-
velda, bæði fyrr og síðar. —
Stækkun hersjónvarpsins er eitt
dæmi þess. Með stækkun þess
var gerð frekleg tilraun til
stóraukinna áhrifa á íslenzka
menningu og íslenzk þjóðmál.
Ekki er mér heldur úr minni
liðið er miðstjórn Alþýðuflokks-
ins varð til þess í ársbyrjun
1954 að stöðva fyrirætlanir
Bandai'íkjanna og ríkisstjórnar
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins urn risavaxnar
byggingaframkvæmdir á Suður-
landi við herflugvelli og f'ota-
hafnir. Auðsjáanlega vantaði
heldur ekki þá viljann til frek-
ari útfærslu og aukinna uinsvifa
hér á landi. Hefði sú tilraun
tekizt hefðum við stigið stórt
spor í átt til þess að verða Malta
eða Peax’l Harbour Atlantshafs-
ins. Hverjum væi-um við þá háð
ir um atvinnu, hvernig væri þá
sjálfstæði þjóðarinnar og menn-
ing á vegi stödd? — Góð sam-
búð við varnarliðið meðan það
dvelur hér er vissulega æskileg
en hún má ekki leiða til and-
varaleysis. Það býður liættum
heim.
Á hinu nýja ári blasa erfið-
OFURLfTIÐ MINNISBLAÐ
SKIP
★ H.f. Eimskipafélag íslands.
Bakkafoss fór frá Færeyjum 19/1 til
Rvíkur Brúarfoss fór frá Akureyri
12/1 til Camúridge, Norfolk og New
York. Dettifoss fer væntanlega frá
Klaipeda í dag til Turku, Kotka og
Rvíkur. Fjallfoss fór frá Rvík 8/1 til
Norfolk og New York. Goðafoss fpr
frá Rvík á hádegi í gær til Kefla-
vákur. Gullfoss fór frá Leith í gær
til Thorhavn og Rvíkur. Lagarfoss fór
frá Walkom 18/1 til Ventspils, Gdynia,
Álaborgar, Osló og Itvíkur. Mánafoss
fór frá Raufarhöfn 15/1 tirAvonmouth.
London og Hull. Reykjafoss kom til
Akureyrar 19/1 frá Gdynia. Selfoss
fór fr£ Rvfk 19/1 til Austfjtarðar-
hafna. Skógafoss fór frá Hamborg 19/1
til Rvíkur. Tungufoss fór frá Kristian
sand 19/1 til Moss, Gautaborgar og
Kaupmannahafnar. Askja fór frá
Avonmouth 18/1 til Antwerpen,
London og Hull. Utan skrifstofutíma
eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkum
símsvara 2-1466.
Skipaútgerð ríkisins.
Esja fer frá Rvík kl. 13.00 í dag vest_
ur um land í hringferð. ílerjólfur fer
frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld
til Rvíkur. Herðubreið er á Austur.
landshöfnum á norðurleið. Baldur fór
til Snæfellsness- og Brciöafjarðar.
hafna í gærkvöld.
★ Skipadeild SÍS.
Arnarfell er í Aho. Jökulfcll væntan.
legt til Rvíkur 22. þ.m. Dfsarfell er
í Gufunesi. Litlafell for væntanlega
í dag frá Rvík til Norourlandshafna.
Helgafell er í Borgarnesi. Stapafell
losar á Austfjörðum. Mælifell vænt.
anlegt til Reyðarfjarðar í dag.
Ý m I S L E G T
★ Frá EyfirSingafélaginu.
PorroblótiS verSur í LÍDÓ fimmtu-
daginn 25. líl. 5 — 7 og íöst.udag 26.
kl. 2—4. GÓS skemmtiskrá. __ Stjórnin.
ir Kvenfélag FríkirkjusafnaSarins
heldur skcmmtifund 25. janúar j Sig-
túni. SpiluS'verSur félagsvist og fleira.
Konur eru beSnar aS fjölmcnna og
taka með sér gesti.
★ Skagfirðingamótið 1968
vcrður haldið a'ð Hótel Borg laugar.
daginn 20. janúar, hefst með borjVlialdi
kl. 7 húsið opnað kl. 6.30. Minni Skaga
fjarSar flytur Ólafur B. Guðmunds-
son heiðursgetur kvöldsins cr Eypór
Stefánsson. Guðrún Á. Sínionar syng
ur lög eftir Eypór Stefánss Aðgöngu
miða skal vitja fimmtudaginn 18. jan.
í suðurdyrum á Hótel Borg. „ Stjórnin.
leikar víða við þjóðinni. Þess
er þó að vænta að þeir séu tfma-
bundnir og að þá verði unnt að
leysa, standi þjóðin fast saman.
íslenzka þjóðin hefur áður orðið
að mæta tímabundnum erfiðleik-
um vegna erfiðrar veðráttu, afla
brests og verðfalls afurða sinna,
en hún hefur yfirstigið þá og
mun gera það enn. Þá munu
skjótt renna upp að bjartari og
betri tímar.
Hljómplötur
Framhald af 4. síðu.
fullhratt í lokin í báðum sín-
um konsertum, en tréblásturs-
hljóðfærin hjá Anda skorta
nokkuð á fullkomnun, en í o-
molÞverkinu takist Anda vél
upp og segir, að hann leiki eins
* og sá sem valdið hefur, en þó !af
tilfinningu. Þá velur hann Mo&
artskonsertana með Ashkenaizy
og Schubertsónöturnar með
sama og það getur sá sem þetta
ritar borið, að ekki hafa aðrar
plötur snúizt á fóni hans á síð-
asta ári en einmitt þessar tvær
plötur.
Látið stilla í cima,
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐÖN &
SIILLIN6
Skúlagötu 32
Sími 13-100
Lesið állifSnblaíSið
K.F.U.M.
Á morgun:
Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn
við Amtmannsstíg. Drengja-
deildirnar í Langagerði 1 og í
Félagsheimilinu við Hlaðbæ í
Árbæjarhverfi. — Barnasam-
koma í Digranesskóla við Áif-
‘hólsveg í Kópavogi.
Kl. 10.45 f.h. Drengadeild.in
Kirkjuteigi 33. I;
Kl. 1.30 e.h-. V.Ð. og Y.D. drengja
við Amtmannsstíg. Drengja-
deildin við Holtaveg. j,
Kl. 8.30 e.h. Almenn samkomaj í
húsi félagsins við Amtmanqs-
stíg. Árni Sigurjónsson þg
Benedikt Arnkelsson taía.
Æskulýðskórinn syngur. Allir
velkomnir.
Ingólfs-Café
Gömlu d^gisarnir
1 KVÖLD KL. 9.
Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar.
Söngvari: Grétar Guðmundsson. i
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826.
20. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ