Alþýðublaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 5
Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum * * * * The spy 'who came in from the cold. Bandarísk frá 1965, crerð eftír sögn John le Carré. Fram leiðandi og leikstjóri: Martín Ritt. Tónlist: Sol Kaplan. Njósnajrinn, sem kom inn kuldannjn er vissulega engin vejuleg njósnamynd einsog flestum er víst kunnugt um. Söguhetjan, Alex Leamas, njósn ari í brezku leyniþjónustunni, er fertugur maður, drykkfelld- ur. Hann er einungis peð í ref skák stórveldanna, sitt raun- verulega hlutverk fær hann ekki að vita um. Richard Burton fer frábær- lega með hlutverk Leamas, og sannar enn, að hann stendur líklega fáum kvikmyndaleikur- um að baki. Claire Bloom leik- ur ástmey hans, einföld og sak laus kommúnistastelpa. Leikur Bloom er mjög náttúrlegur og þokkalegur í alla staði. Oskar Werner og Peter van Eyck fara og bærilega með sín hlutverk; þá stendur Cyril Cusack fyrir sínu að vanda, en hann leikur hér yfirmann Burtons. Martin Ritt er leikstjóri, sem vert er að fylgjast með. Fyrir nokkrum árum sýndi Háskóla- bíó eftir hann mjög athyglis- verða kvikmynd, Ilud frændi. Ég hef ekki séð nema bessar tvær myndir eftir Ritt, en stíll þessarar kvikmyndar minnir mjög á Hud. Ritt leiðist aldrei út í þá hættu að ofdramatísera atburði, hvergi er of hátt spennt. Yfirleitt er myndin í vandaðara lagi; gráleitu um- hverfinu er vel lýst með ágætri kvikmyndatöku og fellur dável að efninu, tónlistinni er stillt í hóf og í flestum tilvikum not uð á réttum augnablikum, að því er mér virtist — og allt á þetta sinn þátt í að gefa mynd inni raunsærri blæ. Aðeins eitt að lokum: Efnis- skrá kvikmyndahússins er mjög handahófslega unnin, þar sem efnið er þrívegis upp tuggið. S.J.Ó. Rafvirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar. Mótorrofar Höfuðrofar, Rofar, Tenglir. Varhús, Vartappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur. í Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, járnrör, 1“ ly4“ 1W‘ og 2“. Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á cinum stað, — . — Rafmagnsvöru- — — búðin sf. — Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — Uppkast að samþykkt um kjamorkubann Genf 18. 1. (ntb-reufer) Sovétríkin og Bandaríkin lögðu samþykkt gegn frekari útbreiðslu tveggja ára af samningaviðræðum, Uppkastið var lagt fram í Genf en þar standa nú undirbúnings fundir fyrir afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Meðal annars eru í upp kastinu ákvæði um hvernig skuli að farið verSji eíftir 3amþykk|t inni en það er einmitt um þetta atriði, sem mestu deilurnar bafa staðið. Þau ríki, sem undirrita sam þykktiná, skuldbinda sig til að vinna að stöðvun vígbúnaðarkapp hlaupsins og reyna að koma á fullkominni aik'opnun. Lögð er áherzla á að öll lönd og ríki séu í gær fram fullbúið uppkast að kjarnorkuvopua. Er það árangur aðildarhœf að samþykktinni. Þá er hvatt til þess að vísindamenn allra þjóða skiptist á upplýsing um um kjarneðlisfræði. Ekkert þessara atriöa hefur fyrr verið í slíkum afvopnunar frumvörpum heidur ekki ákveðið um að samþykktin skuli gilda í 25 ár. Greini um eftirlit með að farið sé eftir samþykktinni segir að hin einstöku ríki skuli hafa sam ráð við Alþjóða kjanrorkustofn unina í Vín (IAEA), hvert fyrir sig eða mörg í sameiningu, um framkvæmd alsherjareftirlits. Sjötug: Anna Björg Dalvík NORÐUR á Dalvik fyllir mæt kona sjötugsaldurinn í dag. Það er Anna Björg Arngrímsdóttir, fædd á Brúarlandi í Deildardal 1898, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá, sem bæði voru svarfdælsk að ætt og uppmna, þau Arngrímur Jónsson, bónda á Göngustöðum Sigurðssonar, og Ingigerður Sigfúsdóttir, bónda á Grund Jónssonar, og eíginkvenna þeirra, Inuíoar Hallgrímsdóttur og Önnu Sig- ríðar Björnsdóttur. En bráölega fluttust þau til heimahaganna í Svarfaðardai og bjuggu þar æ síöan. En Arngrímur Jónsson varð ekki gamall. Hann hvárf í haf- ið með skipi sínu vorið 1910, — ágætur maður að dug og drengi- legri gerð. En ekkjan átti örð- uga daga með sinn barnahóp, sem þó komst allur upp vegna frábærs dujjnaðar hennar og ráðdeildar, og aðstoðar góðra manna. Enda fóru börnin snemma að vinna fyrir sér, sem þá var títt, og skorti þá hvorki vaskleik né vinnuhug. Svo var um Önnu Björgu Arn- grímsdóttur. Hún var snemma vinnufús og vinnuglöð, lijálp- söm og skemmtileg í sambúð, — góðviljuð greindarkoná, skpp- föst og viljasterk. En nærri lá eitt sinn að snemma væri klippt á æviþráð hennar, og er mér það atvik í fersku minni, sem vænta má, og þótti þá sannast sem oftar, að ekki yrði ófeipum í hel komið. Mó það gjarnan geymast og því hér rifjað upp. Var þessu svo háttað, að Anna frænka mín átti að vera hjá mér á Flateyri veturinn 1913 — 14, kom vestur með skipi til ísafjarðar seint að hausti, fékk ferö með bát til Súganda- fjarðar, gisti þar \im nótt og ætiaði með bát þaðan til Flat- eyrar, er ferð félli, sem oft bar við á þeim árum. Og þá férð bar brátt að morguninn eftir. Vitja þurfti læknis til Flateyrar og bátúr sendur i þeim erind- um, sem Anna ætlaði með. En svo mikill asi var á þeim ferð húnaði öllum, að örlítil töf, sem engu máli virtist skipta, varð of löng. Báturinn fór, án Önnu, — og kom aldrei fram. Þótti mörgum sem til þekktu, að þessi undarlega tilviljun, eða hvað sem á að kalla það, miniiti á hið fornkveðna, að eigi ipá' sköpum renna. En Anna Björg varð vinsæl mcð al jafnaldranna vestra þennan vetur, og yndisauki í heimjli okkar hjóna, hélt svo heim í Svarfaðardalinn aftur og gift- ist síðar góðum og greindum bóndasyni, Kristjáni Jóhannes- syni frá Ytra-Holti, og hafa þau búið á Dalvík alla tíð og farn- azt vel. Hefur Kristján verið hreppsstjóri Dalvíkurhrepps síð an sá hreppur varð til, — há'- vaðalaus heiðursmaður. Og vissulega hefur lians myndai- lega og skörulega kona reyns.t traust og hyggin húsfreyja og ágæt móðir, svo sem liún á kyn til, ósérhlífin og hjálpsöm, virt og vinsæl kona í samfélaginu. Þeim hjónum, Önnu Björgu og Kristjáni, vai’ð fjögurra barna auðið og lifa öll. Þau eru: Þ ó r a r i n n , verzlunarmaðui', kvæntur Ásu Bergmundsdóttur, H r ö n n , gift Jóhannesi Jóns- syni skipstjóra, I n g u n . giit Jóhannesi R. Kristjánssyni iull- trúa og B i r n a , gift JTelgn Jakobssyni skipstjóra. Fóstvu- dóttir þeirra, G u ð 1 a u g Þor- bergsdóttir, er gift Gunnaii Tómassyni. Öll eiga þau aíkom- endur. f Þetta örstutta afmælisskeyti læt ég nægja. Það á að flytja afmælisbarninu,^ og óstvinum þess, innilegustu hamingjuóskhr og margfaldar þakkir frá mér og mínum. Sii. S. Frá Gluggaþjónusfunni Tvöfalt einangrunargler, allar þykktir af rúðugleri, sjáum um ísetningar, leggjum mósaik og flísar og margt fleira. GLUGGAÞJONUSTAN, Hátúni 27. — Sími 12880. - ALÞÝÐUBLAÐID § 20. janúar 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.