Alþýðublaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 12
' Samskiptin viö Asíu Asía er einhvers staðar austur á heljarsióð; þar er þrásinnis barizt, og þar yrkir Maó Ijóð. Hérna norður á hjara heimsins við þekkjum lítt landið né hvílíkum kostum það kann að vera prýtt. Þar eru ugglaust aldin og allskonar gersemar, og vitrir og víðsýnir furstar vafalaust búa þar. En við fregnum ósköp óljóst um allt, sem þar hefur gerzt. Frá Asíu er inflúenza hið eina, sem hingað berst. cílífa kjötáts. Kallinn kom svo fullur heim í gær að hann hengdi frakkann sinn í ísskápinn og fór svo í fata skápinn í leit aö hráum eggjum. Ja þessi æskulýður. Honum væri svo sem trúandi til að stytta þjóð húningiún upp fyrir hné. AlþýðufÍGkksféiag Reykjavlkur FÉLAGSFUNDUR verðuir haldinn þriðjudaginn 23. janúar e.h. í Iðnó kl. 8,30 DAGSKRÁ: 1. Vandamál íslenzks iðnaðar, þeir Axel Krist jánsson forstjóri og Óskar Hallgrímsson rafvirki ræða við ráðherrana Gylfa Þ. Gíslason og Jóhann Hafstéin um málið, 2. Kosin kjörnefnd vegna stjórnarkjörs. í 3. Önnur mál. ' ■ ' . Í : • . • FJÖLMENNIÐ i •. ' ' ' • ' . 4, . y . (j' iW ’ ■ Stjérnin. H J ö N A U D Ó LOKSINS hefur þeim hjá Glímufélaginu Ármanni skil- izt, að jafnræði skuli vera með lijónum og þá ekki eingöngu í íjármálum og ástamálum, heldur og í slagsmálum. Til þess að ýta undir og hjálpa til við að koma þvílíku jafnræði á, hefur félagið tekið upp nýbreytni nokkura og kall- ar „Hjónajúdó.” Þetta júdóafbrigði er kennt í íiokkum og fá hjón þar tækifæri til að æfa sig hvort á öðru, eða jafnvel að gefa þeim tilfinningum lausan tauminn, sem bældar voru niður með harðri hendi og sjálfsögun daginn áður. Og eins og til að fá fegurri og samræmdari skyndimynd af hverju hjónabandi fyrir sig, taka þeir hjá Ármanni gjarnan að sér að þjálfa yngsta soninn, miðsoninn eða elzta soninn í íþrótt- inni, svona Til að þessir. aðilar geti gripið fram í rás við- burðanna, þegar til alvörunnar kemur innan fjögurra veggja heimilisins. Þróít íyrir þennan viðbúnað er auðvitað ^ki loku fyrir það skotið, að annar helmingur hjónabandsins laumist í Ármann og læri þar júdó og þá til þess eins að ná sér niðri á hinum helmingnum. \ Þjóðhagslega séð, hefði verið miklu hagkvæmara að fé- lagið hefði aðeins tekið að sér þjálfun á eiginkonunni og mun ég nú reyna að renna stoðum undir þá fullyrðingu. Sérfræðingum ber saman um, að mikill fjöldi vinnu- stunda tapisi, vegna þess live eiginmönnum er gjarnt að leika sér lengur frameftir á nóttunni en hæfilegt er. í slík- um tilfellum, sem eru alkunn úr óteljandi skrítlum, er mað- urinn yfirleitt ekki svo ákaflega hræddur við kökukeflið í höndum konu sinnar. Hann veit sem er að konur eru mestu fáráðar í beitingu barefla. En sé hann hins vegar þeirri reynslunni ríkari, að hann geti allt í einu legið í fáránleg- um stellingum á forstofuganginum, meðan konan hreykir sér yfir hann í fönguleika sínum með sigurglott á vör, þá' er eins víst að allt viðhorf hans til eiginkonu, lieimilis og samfélagsins, taki miklum stakkaskiptum. Og næst, þegar hann situr úti í bæ yfir glóandi glasi mcð Ijóshærða hnátu í kjöltunni og klukkan slær 0100, þá hugsar hann sig áreiðanlega um tvisvar, áður en liann frest- ar heimför um eina klukkustund eða lengur. Það er því samfélaginu, hjónabandinu og okkur öllum fyrir beztu, að eiginkonan sé júdóaðilinn á heimilinu. Gaddur. Lífsbamingja er fólgin í því að geta verið ánægður með að vera óánægður cf þannig ber undir, alveg eins og óliamingja er aðal- lega það að vera meira að segja óánægður með að vera ánægður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.