Alþýðublaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal, Simar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími; 14906. — Aðsetur: AlþýCuhúsið Við Hverfisgötu, Reykjavík, — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Sími 14905, — Áskriftargjald kr. 120,00, — í lausasölu kr. 7,00 eintakið, — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf, Löggjöf FLOKKSST J ÓRN Alþýðu- ílokksins kom saman til funda um síðustu helgi. Var þar ítar- lega rætt um ástand og horfur í atvinnumálum, og kom fram sú eindregna skoðun, að tryggja verði öflugan rekstur allra at- vinnuvega þjóðarinnar og láta einskis ófreistað til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á frystihúsaeigendur fyrir framkomu þeirra undan- farið, að loka frystihúsunum og beita til þess svo harkalegri að- ferð sem sölubanni á umbúðum. í aðalályktun fundarins segir svo, að það sé nú meginverkefni stjórnvalda að trýggja rekstur allra atvinnugreina þjóðarinnar og sjá svo um, að allir eigi kost Á stöðugri atvinnu. Fundurinn taldi, að erfiðleikar 1—WIIIW lllllll i I IHIIIIIIHi WWII— e/ t>arf átflutningsatvinnuveganna vegna verðfalls og aflatregðu mættu með engu móti valda samdrætfi í atvinnurekstri og atvinnuleysi. Jafnframt því sem ríkisvaldið að stoði útf lutningsframleiðsluna, meðan hún á í sérstökum erfið- leikum, 'og launþegar bera sinn hlut af því áfalli, sem þjóðarbú- ið hefur orðið fyrir, taldi fundur inn, að gera yrði stórfellt og sam ræmt átak til endurskipulagning ar og kostnaðarlækkunar í öllum atvinnurekstri landsmanna, og ennfremur í ríkisbúskapnum. I þessu sambandi benti fundurinn sérstaklega á nauðsyn þess að endurskipuleggja hraðfrystiiðpað inn og breyta stefnu í landbún- aðarmálum til þess að sem fyrst verði hægt að losna við verðbæt ur á útfluttri vöru. í ályktun fundarins var lýst vf ir að beita yrði löggjafarvaldi til að knýja fiskvinnslu af stað, ef samningar duga ekki. Þar segir ennfremur, að flýta þurfi ákvörð un um tollalækkun, svo að við- skiptalífið komist aftur í eðlilegt horf og iðnfyrirtæki búi ekki lengur við hráefnaskort vegna ó- vissu í tollamálum. Loks segir, að koma verði í veg fyrir, að far ið verði til annarra landa moö ver'kefni, sem unnt sé að leysa af hendi í landinu sjálfu. Af þessu má ráða, að Alþýðu-- flokkurinn setur atvinnumálin of ar öllu öðru og telur þau nú meira aðkallandi en önnur vanda mál- Sem bétur fer er ástæða til að gera sér vonir um, að atvinnu leysið minnki stórlega strax og vertíð kemst í gang, en þó er rétt að gera sér grein fyrir, að það á sér einnig aðrar orsakir en stöðv un frystihúsanna. Flokkurinn vill, að atvinnulífinu sé stjórnað með harðri hendi, og að ekki verði hikað við að beita valdi laga til að koma frystihúsunum í gang, ef þess gerist þörf, rétt eins og lögum hefur stundum ver ið beitt til að leysa vinnudeilur, þótt vissulega sé í báðum tilfell- um æskilegast að komast hjá neyðarráðstöfunum. SEXTUGUR í DAG: ÞÚRLEIFUR BJARNASON, námsstjóri NÚ þykir mér, týra, Þórleifur Bjarnason er allt í einu orðinn sextugur. Maður sá gæti bó ver ið minnsta kosti áratug yngrí af ræðu hans að dæma, hvort held ur hann rnælir í gamni eða al- vöru, og sízt er framgangan elli legri. Ekki mun ég rekja ætt og upp runa I'órieifs á Hornstr. enda hefur hann gert því efni gJögg skiJ.og sjálfs er höndin hollust. Ilngur hneigðist hann til Jiókar og var seiiur til mennta, lauk kennaraprófi vorið 1929 og starf aðj aldarfjórðung á ísafirði sem uppfræðari og síðar námsstjóri vestra, unz liann flutti bólstað sinn á Akrancs 1955. Embætti sitt rækir liann svo. að mikill sómi er að, og get ég mætavel borið um vinsælclir Irans í um- dæminu eftir að haiá slegizt í för með honum á kennarafundi í Borgarnesi og Stykkishóimi og á Isafirði. I-Iann kann prýðilega að skipuleggja störf sín og ann- arra, er ágætlega máli farinn, lipur í samskiptum, hugkvæmur og úrræðagóður. Teljast efrek Þórleifs í kennarastétt ærið framlag. en hann lætur ekki við þau sitja. Skal nú vikið að rit- störfum hans nokkrum orðum. ÞórJeifur Bjarnason er Jöngu þjóðkunnur rithöfundur og hef- ur í letur fært þrjár skáldsög- ur og eitt smásagnasafn auk Hornstrendingabókar, riJsins um fólkið, lífsbaráttuna og þjóð hættina í átthögum hans, og cndurminninganna Hjá afa og ömmu. íþrótt hans dæmist ótví ræðust í smásögunum, og sumar ' þeirra munu reynast harla Jang lífar. enda í senn listrænar og sérstæðar. Þórleifur hefur mál og stíl frábærlega á valdi sínu samkvæmt þeirrj aðferð, er hann temur sér, en hún er næsta stérmannleg, enda honum líkt að ætla sér nokkurn hlut. Gegn ir furðu, að bækur lians skuli til orðnar í stopulum tómstund um. Ógleymanlegt er að kynnast manninum Þórleifi Bjarnasyni. Hann er fróður og menntaður, snjall og skemmtilegur. Er gott að minnast þess að hafa villzt með honum af alfaraleið upp á norðlenzkt fjall og setið fastur í fönn og hríð á vestfirzkri heiði, en bczt nýtur hann sín í stofu inni. Þá leikur hann oft á als oddi og hermir iðulega eftir körlum og kerlingum, en er þó jafnframt raunsýnn og skap stilJtur alvörumaður, sem grund ar margan vanda og hyggur að skoðununi. málefnunj og viðhorf um af réttlætiskennd og áb.vrgð artilfinningu. Er jafnan viðtmrð ur að gista heimili hans á Akra nesi, enda fer ég aldrei fram- hjá þeim garði án þess að staldra við. Kona nans cr Sig- ríður Hjartar, og eiga þau hjón Þórlejfur Rjarnason. in fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni. Þórleifur Bjarnason dvelst á sextugsafmælinu í Noregi hjá dóttur sinni, tengdasyni og barnabörnum. Ég bið honum far sældar í íögru og hollu starfi, óska honum góðrar heimkomu og ætlast til þess, að við cigum margar stundir saman. Helgi Sæmundsson. ÞÓRLEIFUR NÁMSTJÓRI fæddist 30. janúar fyrir rétt- um sextíu árum í Hælavík á Framliald á 5. síðu. Sóðaskapur á almannafæri er landlægur á íslandi. Ekki þarf langt að fara til að sannfærast um þetta, umgengisvenjurnar segja livarvetna til sín. Fólk fleygir allskonar rusli út um bílglugga eða þar sem það er á gangi, vindlingastubbum, sæl- gætisumbúðum, flöskum og yfir leitt öllu, sem nöfnum tjáir að nefna og það þarf að losa sig við. Meðfram þjóðvegunum liggja áfengisflöskurnar tugum og hundruöum sant.an eins og hráviði. Nærtækt dæmi um umgengis. menninguna er þjóðhátíðarsvæð ið í Laugardalnum eins og það leit út eftir 17. júní sl„ allt einn samfellur flekkur af rusli. BorgaryfirvöJdin bitu svo höfuð ið af skömminni með því að fresta hreinsun svæðisins fram á mánudag. Annað frægt dæml er sóðaskapurinn í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina. Þar hef Ur skógræktarstjóri talið sig neyddan til að leggja nefskatt á alla Þórsmerkurfara jafnt rétt- láta sem rangláta til að standa straum af kostnaðinum viffi hreinsun Itúsadalsins að sam. komunni lokinni. Og svipaða sögu mun að segja af öðrun\ samkomustöðum. I löndum þar sem umgengnis. menning er komin til nokkurg þroska, er þessu öðruvísi farið, Þar líðst t.d. engum átölulaust að fleygija rusli á götuna eða | lystigarðinum í borginni, Sá, sem það gerir, má búast við, að verða tekinn til bæna af lög. reglunni og greiða álitlega fjár upphæð í sekt fyrir tiltækið. Hér á landi lætur lögreglan sig engu skipta, þó að ruslinu rignl allt í kringum hana á götunni og fast við nefið á henni, hún deplar ekki auga. Það er sjálf- sagt ætlazt til þess af henni, að liún sýni stillingu. Þetta virð ist ekki lieldur koma hcilbrigð iseftirlitinu við. Fyrir Alþingi liggrur nú frum varp til laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og nær vonandi fram að ganga. En ekki skiptir minna máli, hvernig' framkvæmd mála verður hátt- að á hverjum stað. í kjölfar þessara laga þarf að fylgja öfl ug herferð gegn óþrifnaði og sóðaskap á almannafæri og bar átta fyrir aukinni umgengis. menningu í landinu. En jafn- framt hinu opinbera aölialdi Á>g eftirliti gætu ýmiskonar félaga samtök unnið málinu ómetan- legt gagn hvert á sínurn vett- vangi. Við mótmælum því harðlega, að látið sé viðgangast, að sóða skapur á almannafæri sé meiri á íslandi en í öðrum menning arlöndum. íslendingar ættu þvert á móti að leggja metnað sinn í að standa öðrum þjóðurn framar í þessum efnum. 4 30. janúar 1968 ALÞÝÐÚBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.