Alþýðublaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 6
I I ■ | Þorsteinn Thorarensen: EI.DUR í ÆÐUM ! Myndir úr lífi og viðhorf- um þeirra sem voru uppi um aldamót Eokaútgáfan Fjölvi, Reykja- 'vík 1967. 456 bls. M B * yndir úr lífi og viðhorfum þeirra sem uppi voru um clda- mótin Þorsteinn Thorarer.sen veitir sér meira en nóg svigrúm til að segja sögu sína af síð- asfa áfanga sjálfstæðisbarátt- ;unnar við Dani, upphafi nýrr- ar aldar á íslandi. Innan þess , ramma sem henni er settur rúmast nánast hvaða efni sem er frá þessum tíma. Af bók Þorsteins frá í fyrra, í fótspor feðranna, var reyndar að ráða að þótt frásögnin væri yfir- gripsmikil og rúmgóð væri henni þó ætlað að fylgja að meginstefnu hinni sögulegu atburðarás; að lokinni frásögn bókarinnar af uppkasfsbarátt- unni, kosningasigri, ráðherra- dómi og falli Björns Jónssonar mátti ætla, að í framhaldi verksins yrði lýst framhaldi sögunnar, stjórnmálabarátt- unni fram til 1918, stjórnmála- mönnum og hreyfingum þessa tíma, við bakgrunn ýtariegrar aldarfarslýsingar. En ný bók hans, Eldur í æðum sem kom út skömmu fyrir jól, leiSir í ljós að Þorsteinn Thorarensen ætlar sér miklu yfirgripsmeiri sögugerð. Eldur í æðum færir ekki söguna feti framar en hún var komin í fyrra; þvert á móti lýkur henni áður en heima- stjórn er fengin, hvað bá farið að berjast um uppkastið; hún er saga þeirra sem urðu undir í valdabaráttu þessara ára, „saga íslenzkra uppreisnar- manna um aldamótin,” og eins konar forspjall að sögu land- varnarmanna sem ætla má að fylgi að ári. En engum getum skal að því leitt hvaða stefnu rit Þorsteins Thorarensens taki að þeirri sögu sagðri. Hitt. er Ijóst að verkið eykst allt og tognar í meðförum hans. í fyrra sagði hann sögu fyrstu ráðherr- anna tveggja, Hannesar Haf- stein og Björns Jónssonar, stjórnmála- og ævisögu þeirra, I tiltölulega stuttu máli, 115 og 92 bls. í nýju bókinni er saga Skúla Thoroddsen, höfuðkempu „uppreisnarmanna” um alda- mótin, ekki nema hálfsögð á 255 bls. Bók hans í vetur segir mun skemmri sögu en bókin í fyrra og er þó rúmum 60 bls. stærri en hún, — en hver blað- síða hjá Þorsteini svarar all- ténd til tveggja hjá venjulég- um rithöfundum. S aga Skúla Thoroddsen er meginefni hinnar nýju bókar, og ýtarleg frásögn hinna nafn- kenndu Skúlamála á ísafirði kjarni þess, en sögu Skúla fylg- ir inngangur um bræður hans þrjá, Þorvald, Þórð og Sigurð. Thoroddsen-bræður telur höf- undur um skeið liafa stefnt til eins konar alræðisvalds í þjóð- félaginu: „Þarna var Sigurður orðinn nokkúrs konar einvald- ur yfir vegamálum landsins, Þórður gerði sér miklar vonir um að verða bankastjóri við fjársterkasta banka landsins, og Skúli var einn álrrifamesti maðurinn í þeim stjómmála- flokki, sem virtist vera að því kominn að taka við völdunum í iandinu. Þorvaldur sat úti í Kaupmannahöfn sem þekktasti vísindamaður þjóðarinnar og reiðubúinn, ef á þyrfti að halda, að gæta þar hagsmuna bræðra sinna. .. Það er víst að sjaldan hafa fjórir myndarleg- ir bræður komizt svo hátt, og verður þá' líka að líta á það, hve lítið þjóðfélagið var á þessum tíma og hve hópur mennta- og embættismanna var þrengri en í nútímanum. Það var enginn vafi á því, að Thoroddsenar voru á hraðri leið að verða stórveldi í land- inu.” En þessari „valdasókn” var hnekkt fyrr en varði: Sig- urður hrökklaðist úr embætti landsverkfræðings; Þórði var bægt frá bankastjóraembætt- inu; Skúli varð að vísu „þjóð- hetja” vegna ofsókna lands- höíðingja og vegna uppreisnar sinnar í sambandslagauefnd- inni 1908, en það var Björn Jónsson sem leiddi baráttuna gegn uppkastinu til sigurs og hreppti ráðherradóm sjálf- stæðisflokksins. Þetta er saga þeirra sem „urðu undir” í valdabaráttu aldamótanna, og Þorsteinn Thorarensen fellir all-harðan dóm um þau póli- tísku áhrif sem barátta þeirra hafði. Bók hans hefst með köfl- um um upphaf landvarnar- hreyfingarinnar meðal skóla- pilta og í þjóðræknisstefnu Jóns Ólafssonar á ungum aldri: Þ að er um orsakir og i æt- ur þessarar uppreisnargjörnu æsku sem frásögnin í þessari bók mun snúast. Hún mun f jalla um tíðaránda þegar gömul bönd voru að bresta og upp- reisnarhúgur kúgaðrar nýlendu- þjóðar loksins gat brotizt út eins og stórelfur í vorleysingu .... Nú dró æskan að húni íslenzkan fána og spurði engan leyfis. Hún valdi sér hvítan frelsiskross í bláum feldi, sem varð í sjálfu sér andstæða hins rauða litar danska fánans,” seg- ir Þorsteinn í upphafi. „Ég hef áður lýst þeirri sögulegu skoð- un minni, að allur hamagang- ur landvarnarmanna hafi verið þarflaust og tilgangslaust æs- ingafálm út í loftið. Þegar lit- ið er yfir farinn veg stranda öll þeirra rök og miklu öfgar á því skeri að Danir urðu aldr- ei þvílíkir kúgarar og ófreskj- ur sem þeir ímynduðu sér og byggðu alla sína stefnu á. Þeir gáðu eigi nægilega að því að úti í sjálfri Danmörku höfðu riú orðið róttæk straumhvörf .... Héðan í frá var frelsis- baráttan einungis fólgin í raun- hæfu verki, að sýna það og sanna að við gætum verið sjálf- slæð þjóð. Og þannig má leiða líkur að því að landvarnar- stt’fnan hafi fremur spillt fyr- ir. Ef rétt hefði verið farið að, var hægt að fá Dani til að gera ennþá miklu betur við okkur, njóta frekari aðstoðar þeirra við uppbyggingu at- vinnulífsins. Og jafnframt þessu varð sundrung þjóðar- innar vegna ásóknar landvarn- armanna nú stærsta spurning- armerkið, þegar liugleitt var hvort við værum færir um að stjórna okkur sjólfir. Því að ekki var nóg með að þcssar frelsishetjur sundruðu þjóð- inni í tvær íjandsamlegar í'Ikingar heldur urðu þeir sjálfir sundrungunni að bráð innbyrðis við lok þessa tíma- bils, klofnuðu í ótal flokksbrot þar sem hver höndin var upp á móti annarri unz hreyfing- in var ekki lengur til, þó straumar frá henni gengju upp í önnur flokkasamtök. — Þann- ig virðist mér, að dómur eftir- komendanna yfir þessu stjórn- máiafyrirbæri verði harður, eii þ má ekki gleyma því að þeir höfðu líka margt sér til máls- bóta. .. Sannleikurinn er sá, að það var útilokað annað, eft- ir aldalanga nýlendukúgun og einræði Kaupmannaha.tnar- valdsins, en að Danahatrið bryt- ist út meðal þjóðarinnar með ofsa og öfgum. Það er varla hægt að finna gleggra dæmi um sögulega nauðsyn, strax og slak- að var á böndunum leysfist þessi innibyrgði kraftur úr !æð- ingi. Að vísu var ekki lengur þörf fyrir slíka pólitíska sprengingu, og þó hafði hún öðru hlutverki að gegna. Með nýrri frelsisöld var nauðsyn- legt að umbylta okkar eigin ís- lenzka þjóðfélagi sem var meira og minna mótað í formi ein- ræðissinnaðs og miðaldalegs nýlenduskipulags. . . Til þess að vinna bug á þessum vanda- málum var vissulega þörf fyr- ir unga óróaseggi til að hrista upp í þjóðfélagspokanum. Þá komu landvarnarmenn fram á sviðið og stóð stormurinn af þeim. Margir þeirra höfðu þeg- ar kynnzt kenningum sósíalism- ans, en komizt á þá skoðun að hann ætti ekki við hér á landi vegna þess að hér var ekkert eiginlegt auðvald til. Þeir beittu því fremur öðrum vopn- um, og hin beittustu þsirra voru ættjarðarástin og Dana- hatrið. .. Og um það er lauk.íi þá var það skemmtileg reynsla fyrir þjóðina okkar, að finna storminn sem fylgdi landvarn- arstrákunum. Það var í öðru ánægjulegt að eiga æsku sem gat sungið að hún ætti nógan eldinn. Þrátt fyrir óbilgirni og órökvísi, þá voru þeir fegursta fyrirheit landsins.” T ilvitnun þessi, fáar stfjálar setningar úr inngangskafhi Elds í æðum, þó hún virðist iöng og ströng, lýsir í stytztu máli við- horfi Þorsteins Thorarensen við landvarnarhreyfingunni, og hún kemur mætavel heim við sögu- skoðun hans í bókinni í fyrra; í fótspor feðranna, þar sem^ lýst var átökum hægfara um- bótamanna, arftaka gamla emb- ættisvaldsins, undir forustu Hannesar Hafstein, og róttækr- ar þjóðernissinnaðrar alþýðú- hreyfingar með ísafold og Björn Jónsson í fylkingar- broddi; landvarnax-hreyfingin varð róttækasti armur hennar. Þessi hreyfing beið tvívegis ó- sigur, fyrst með valtýskunni, síðan sjálfum pyri*husar-sigri sínum 1908 og því þráteíli sem af honura leiddi í íslenzkum stjói’nmálum næstu tíu árin. Svo einföld, skematísk sem þessi lýsing gefur til kynna er sagan vitanlega ekki, né reynir • Þorsteinn Thorarensen til að lýsa henni svo; viðleitni hans er einmitt að gera sjónarmið- um beggja aðilja jafn-hátt undir höfði, segja söguna af hlutlægni og leggja á hana raunhæft mat af sjónarhóli seinni tíma; hann leggur á það áherzlu hvernig sjónanmð og 0 30. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.