Alþýðublaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 3
I Peter Mohr Dam lögmaður Færeyja: Vona að nýja stjórnin verði hliðholí Færeyjum Peter Mohr Dam lögmaður Færeyja gisti hérlendis í fyrri nótt á Hótel Sögu. Hann var á leiðinni frá Danmörku tii Fær- eyja á miðvikudag, en þar eð flugvélin gat ekki lent í Færeyj um vegna veðurs, flaug véiin hingað til Reykjavikur, og fengu ferþegarnir því af tilvilj un einnar nætur gistingu á ís landi. Fréttamaður blaðsins hifti Peter Mohr Dam sem snöggv ast í fyrrakvöld. Hann er góð . ur gestur, sem hefur komið hingað til iands nokkrum sinn um áður sem fulltrúi hinnar á gætu frændþjóðar okkar Fær- eyinga. Peter Mohr Dam er í forsæti stjórnar Færeyinga, lögmaður, sem auk þess fer með félagsmál, vega- og sam- göngunjál, umboðsmál gang- vart Danmörku og svo áætlana gerð í færeysku stjórninni. Peter Mohr Dam er forystu- maður Jafnaðarmanna í Færeyj um og mikilvirkur stjórnmála maður. Hann er kjörinn íull- trúi Færeyinga í danska þing- inu, annar tveggja. Hinn er Ha kun Djurhus, fyrrverandi lög maður, en hann er kjörinn fyr ir Fólkaflokkinn. Nú á mrðan Peter Mohr Dam er lögmaður, situr sr. Johan Nielsen. fyrr verandi prestur í Klakksvík og núverandi prestur á Amager í Kaupmannahöfn, fyrir hann í danska þinginu. Peter Mohr Dam kyað kosn ingarnar nú í Færeyjum hafa gengið vel fyrir, Jafnaðar- menn, þeir hafr nú fengið 4043 atkvæði, en 3880 atkvæði í næstu kosningum á undan. Pet er Mohr Dam sagði: „Við liöf um unga fólkið með okkur.“ Allt tryggingarkerfi Færey- inga er þjóðnýtt og hefur ver ið það frá upphafi. Fréttamað ur spurði Peter Mohr Dam, hvernig það hafi gefizt að hafa allar tryggingar þjóðnýttar í Færeyjum. Hann svaraði því til„ að þjóðnýting trygging- anna væri sú bezta efnahags- ráðstöfun, sem Færeyingar hafi nokkurn tíma ráðizt í. Færey- ingar hafi fengið tryggingar- málin í sínar hendur í stríð- inu, eftir aö Þjóðverjar hefðu hertekið Danmörku, og hafi þær verið þjóðnýt.tar þegar að forgöngu Jafnaðarmanna. Nú væri það skoðun margra í Fær eyjum, að þjóðnýta beri banka kerfið einnig. Fréttamaður innti Peter Mohr Dam eftir því, hvernig atvinnu ástand væri um þessar mundir í Færeyjum. Kvað hann vefur inn hafa verið nokkuð harðan og gæftir ekkj góðar, en hins vegar hafi veiði vc-rið góð, þeg ar á annað borð hafi gefið á sjó. Síldveiði á heimamiðum hafi ekki gengið eins vel og vonir hafi staðið til um. Hins vegar hafi þorskalli verið góð ur bæði við Grænland, ísland og svo á heimamiðum. Þorsk- veiði hafi aukizt til muna á heimamiðum. Þá sagðj Peter Mohr Dam, að nú stæðu yfir gífurlegar end urbætur á skipastól Færey-inga. Nú væru í smíðum fimm nýir skuttogarar, einn frá Þýzka- landi og fjórir í Noregi. Þá Framhald á 9. síðu, Árbæjarhveríi sérstök sókn Fréttatilkynning frá undirbún- ingsnefnd Árbæjarsóknar. Árbæjarhverfið hefir nú verið gjört að sérstakri sókn, Árbæjar sókn. Til Árbæjarsóknar telst sá hluti Rcykjavíkurborgar, sem er ofan viff Elliðaár og hefur hingað til verið hluti Lágafellssóknar í Mosfellssveit. Næstkomandi sunnudag 4. febrú ar, verður haldinn fyrsti almenni safnaðarfundurinn í hinni nýju sókn, þar sem kosin verður sókn arnefnd og safnaðarfulltrúi, og niálefni sóknarinnar rædd. Safnaðarfundurinn verður liald inn í anddyr; nýja barnaskólans við Itofabæ, og hefst hann kl. 5 c.h. Lítill vertíðarbragur er enn æm komið er á Reykjavík. Eins jg kunnugt er hafa frystihúsi'n ærið lokuð og svo langt hefur Dfstækið gengið að öskjugerð (sem aldrej skyldi risið hafa) aeitar eigendum sínum um um- búðir. Það er ekki von að sMk- ar aðgerðir gangi vel inn í höf íðið á almenningi. Eða það að Sænska frystihúsið er að hóta lokun, hús sem enga vinnslu hef ur haft í fleiri mánuði. En þeir sem hamla vilja á móti sívax- andi atvinnuleysi t.d. Bæjarút- gerð Reykjavíkur, eru hundsað ir í þeirri viðleitni sinni að reyna að örva atvinnulífið í höf- uðborginni, sem sízt er vanþörf á, Þcim sem viljandi stuðla að áuknu atvinnuleysi en lifa s.iálf ir eins og burgeisar ætti að refsa svo um munaði. Þékktur aflamaður á einum af minni bátunum í Reykjavík kom að máli við mig og var lieldur óhress. Hann er á trolli sins og fleiri og er furðu lost- inn yfir því að þeir skulj þurfa að henda öllum koia sem þeir fá því hvergj er hægt að losna rið hann. Hann sagði að til væru tvær kolaflökunarvélar á landinu það er á Húsavik og Vestmannaeyjum. Er þ'ví öllum kola sem þeir fá hér við Suð- Vesturströndina hent aftur og 5r hann þá oftast dauður að sjálfsögðu. Staðreynd var það að snurvoðabátarnir sneiddu hjá kolanum sl. sumar en var það ekki einmitt kolans vegria að snurvoðin var leyfð í Faxa- flóa á sínum tíma? Værj ekki VERSTOÐIN REYKJAVlK möguleiki að verkunarstöðvarn at' í Reykjavík slægju saman í eina vél sem gæti flakað koia því ótrúlegt þykir mér að ekki sé hægt að losna við kolaflök á erlendum mörkuðum. Sú var tíðin sagði þessi maður mér að verð á kola var fimm sinnum verðið á þorski. Tveir bátar eru á útilegu t'rá Reykjavík þ.e. Ásbjörn og Garð ar. Garðar er búinn að landa einu sinni um 21 tonni og Ás- bjdrn um 4 tonnum. Annars hamla stöðugar ógæftir veiðum. Nokkrir síldveiðibátanna fóru í Norðursjóinn til veiða en bar er ekkert nenta kræðu að fá og túrarnir sem þeir gerðu til Þýzlkalands voru lélegir. Einna skást var það hjá Gísla Árna sem er riim 60.000 mörk fyrir 170 tonn af síld. Mikið er talað um að byggja þurfti þáta sem stunda bolfiskveiðar. Er ekki hægara að skikka þcssa stóru dreka sem liggja hér bundnir við bryggjurnar viku eftir viku til að fara á línu og net. Eða er þeirra hlutverk eingöngu síld veiðar? Tveir báúar eru að -búa sig út á troll þ.e. Grótta og Vigri sem ætla að vera á trolli þang- að til þeir reyna fyrir sér með þorskanótin seinna í vetur. Tveir bátar eru á útleið með fisk á Englandsmarkað. Ingvar Guðjónsson er með um 30 tonn og mun eiga að landa í Aber- deen. Toftararnir. Hallveig Fróða- dóttir seldi í Þýzkalandi á mánu dag um 150 tonn fyrir 123.358 mörk. Einhverjir örðugleikar eru á löndunum í Húll um þess- ar mundir því að skip sem áttu að landa þar snéru við og héldu til Aberdeen. Neptúnus seldi í Aberdeen á mánudag um 140 tonn fyrir ca. 9000 sterlings- pund. Egill mun vera að selja þar í dag og á morgun þ.e. 30. og 31. janúar. Þorkell Máni á að selja á sama stað á rnorgun en hann er með um 112 tonn. Sama sagan virðist vera í Grims by en Röðull og Sléttbakur áttu að selja 30/1 en verða að bíða til fimmtudags. Munu vera ó- venjulítil afköst við landanir í Grimsby um þessar mundir. Röð ull er með um 120 tonn. Sur- price seldi í Grimsby í morgun 110 tonn fyrir um £5896 en eitt hvað mun hafa legið óselt á markaðnum. Þeir Maí og Vík- igndr hafa verið að veiðum við A-Grænland en þar hefur alltaf ve^-ið vitlaust veður og árangur því ekki sem skyldi. Vísir skýrði frá því f.vrir skemmstu að farið væri að teikna hina fyrjrhuguðu skuttog ara okkar íslendinga, en eins og kunnugt er var skipuð nefnd lil að athuga hvernig skip hentuðu okkur bezt. Lítið hefur þessi nefnd látið frá sér fara opin- berlega. Gaman verður að fylgj ast með hverjir fá þessi skjp og ekkj síður með hvaða kjörum þau verða seld. Vonandi verð.i þecsi fjÖgur skip sem fyrjrhug- að er að byegja aðeins byrjun- in á endurnýjun togaraflota okk ar því að sýn.t er að hinn stóri bátafloti okkar getur aldrei þjón að því hlutverki sem tocararnir hafa gert og atvinnulífið hér í Revkiavík verður fátækíégt ef það á að líðast að togaraútgerð fjarf út. Pétur Axel Jónsson. 2. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.