Alþýðublaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 3
Bær brennur til kaldra kola Bærinn Dísukot í Þykkvabæjarhrcppí brann til kaldra kola í gær- morgun. Á Dísukoti bjó bóndinn Ársæll Markússon ásamt fjölskyldu sinni. Lítilsháttar af innanstokksmunum varð bjargað. Húsið sem var gamalt timburhús fuðraði upp á skömmum tíma, en útihús sem stóðu í fjögurra metra fjarlægð frá íbúðarhúsinu. tókst að verja. Engann mann sakaði í brunanum. KL. 7.30 í gærmorgun var hringt til bjfreiðaverksíæðis Kaupfélags Rangæinga á Hvolsveili, en sfarfs- nienn verkstæðisins reka þar slökk Handrita- málinu frestað Ntb. í dag' átti að hefjast mál flntningur í skaðabótakröfu 4.rna Magnússonar-stofnunar. innar á hendur danska ríkinu. Afhending handritanna til íslands var staðfest af hæsta- rétti Danmerkur 22. nóvember 1966. Nú liefur komið í ljós að ýmis gögn vantar, sem nauð- synleg eru til þess að taka skaðabótakröfu Árna Magnús- sonarstofnunarinnar til með- ferðar. Málinu hefur þess vegna verið frestað til 29 marz n.k. vistöð fyrir 7 hreppa í sýslunni. Var tilkynnt að eldur hefði brot- izt út í íbúðarhúsinu að Dísukoti í Þykkvabæjarhreppi. Slökkvilið- ið brá skjótt við, en þegar á bruna- stað var komið var húsið alelda og eldur kominn upp úr þaki þess. Sýnt þótti að ekki tækist að slökkva eldinn í íbúðarhúsinu, en hins vegar tókst að bjarga lítils háttar af innanstokksmunun- upa. Útihúsin á bænum stóðu í fárra metra fjarlægð frá íbúðar- húsinu, en slökkviliðinu tókst að verja þau. í Þykkvabæ hefur nýlega verið komið upp nýrri vatnsveitu með brunahönum. Er slökkviliðsmenn hugðust notfæra sér veituna, kom í ljós að mjög lítið vatn var þar fyrir hendi, og varð því að grípa til þess ráðs að nota vatn úr skurð- um í nágrenninu. Tafði þetta sem að líkum lætur nokkuð brunaslarf- ið. Við þetta bættist að veður var vont, 14 stiga frost og stinnings- kaldi af norð-austan. Myndaðist íshröngl í slöngum slökkviiiðs- manna og stíflaði slöngurnar. Skömmu áður en eldurinn kom upp í Dísukoti, vildi það óliapp til, að rafmagn leiddi út í vatiis- Framhald á bls. 11. FLOKKSSTARFIÐ Afmælishátíð Kvennfélag Alþýðuflokksíns í Reykjavík minnist 30 ára afmælis síns með skemmtun í Átthagasal Hótel Sögu fimmtudaginn 8. febrúar kl. 8.30 Skemmtiatriði verða: Frú Soffía Ingvarsdóttir rekur sögu fólagsins. Óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson syngja. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason flytja gamanþátt. Kaffidrykkja og ffeira. Þáttaka tilkynnist til Katrínar Kjartansdóttur síma 14313, Aldísar KrTstj ánsdóttur sími 10488, Kristbjargar Eggertsdóttur sími 12496 eða Skrif- stofu flokksins sími 16724. NEFNDIN. Bridge Spilum bridge í Ingólfskaffi í dag 3. febrúar kl. 2 e.h. Stjórnandi: Guðmundur Kr. Sigurðsson. Allir velkomnir. Gengið inn frá Ingólfsstræti. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. dr. Gylfí Þ. Gíslason ráðherra: Hlaut bankakerfið „gengishagnað"? GYLFI Þ. GÍSLASON svar-í aði á miðvikudag á Alþingi fyrirspurn um gengishagnað: bankanna. Svar hans var á þessa leið : „Þegar gengi króunnar var iækkað í nóvember síðastliðn-; um og gengi alls erlends gjald-: eyris hækkaði, varð að rjálf-; sögðu að endurmeta eignir gjaldeyrisbankanna í erlendum gjaldeyri í samræmi við hækk- að verð hans. Ilækkaði verð gjaldeyrisforðans í íslenzkum krónum um 236.5 milljónir króna við þetta endurmat. Við gengislækkunina 1961 hækk- aðí verð gjaldeyriseignarinnar þá um 6.5 milljónir króna, en þegar gengið var lækkað 1960, skulduðu bankarnir erlendis, og hækkuðu skuldirnar þá um 190.4 millj. kr. Þá upphæð hef- ur Seðlabankinn síðar verið að smáiækka, og stóðu eftir af henni 33 millj. kr„ þegar geng- ið breyttist í nóvember síðast- liðnum. Eru þessar upphæðir nú í einum reikningi í Seðla- bankanum og standa nú í hon- um 210 milljónir króna. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli í því, að í raun og veru er villandi að tala um „geugis- Vh a g n a ð ” hjá bankakerfinu í sambandi við gengisbreyting- una í nóvember. Gjaldeyris- bankarnir eru opinber fyrir- tæki, ríkiseign, og þjóðarbú- skapurinn í heild hagnast ekki neitt á þeirri stundu, sem gengi íslenzkrar krónu er breytt gagn- vart erlendum gjaideyri, staða íslands gagnvart umheiminum batnar ekki neitt. Fyrir er- lenda gjaldeyrinn getur þjóð- in ekki keypt fleiri bíla af mat- vöru en áður, ekki fleiri metra af vefnaðarvöru, ekki meiri hráefni, ekki fleiri skip. Þa3 er bókhaldsatriði innanlands, hversu margar krónur við telj- um í hverjum dollar eða hverju sterlingspundi. Þótt við aukum krónutöluna í hverjum dollar og hverju sterlingspundi, eyk- ur það ekki kaupmátt. okkar í útlöndum, því að þau greiðum við með dollurum og pundum, en ekki krónum. Hitt er svo annað mál, að breyting ó krónu- tölunni í hverjum dollar og pundi, þ. e. gengisbreyting, get- ur haft hagstæð áhrif á þjóðar- framleiðsluna þegar frá iíður og þannig bætt stöðu þjóðarinn- ar framvegis. Það tekur tíma og það er auðvitað tilgangur sérhverrar gengisbreytingar. í því er fólginn raunverulegur hagnaður af h.enni, ef hún heppnast. En á þeirri stundu, sem hún er framkvæmd, mvnd- ast enginn hagnaður, þótt þjóð- in eigi erlendan gjaldeyri, — og ekki verður heldur neitt tap hjá þjóðarheildinni, þótt hún skuldi í erlendum gjald- eyri. Raunveruleg byrði skuld- arinnar er óbreytt. Einstaklingur tapar hins veg- ar að sjálfsögðu, ef hann skuld- ar erlendis, þegar gengi erlends gjaldeyris hækkar, eins og ein- staklingur græðir undir sömu kringumstæðum, ef hann á er- lendan gjaldeyri. Hér verður að greina skýrt og ljóst milU á- hrifa gengisbreytingar á hag einstaklinga annars vegar og þjóðarbúsins hins vegar: þar eð gjaldeyrisbankarnir hér á iandi eru ríkiseign er hagur þeirra i að þossu leyti hagur þjóðarbús- ins. Hjá einkabanka væri hins vegar með réttu hægt að tala um hagnað eða tap i sambandi við erlendar inneignir eða skuldir, þegar gengisbreyting , verður. Rétt er að velcja sérstaka at- i hygli á því, að í nóvember breyttist ekki aðeins gengi ís- > lenzku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldeyri, heidur > breyttist einnig sterlingspundið og nokkrar aðrar gjaldeyristeg- i undir gagnvart öðrum gjald- eyri, sem notaður er í heims- ^ verzluninni. Kaupmáttur sterl- ingspunds og fleiri gjaldeyris- . tegunda í heimsviðskiptunum minnkaði þess vegna skyndi- lega. Mjög erfitt er að meta nákvæmlega hver þessi kaup- máttarrýrnun pundsins og þeirra mynta, sem því fylgdu, er raunverulega. Það er komið undir áhrifum breyttrar sam- keppnisaðstöðu í heimsviðskipt- unum á verðlag í heiminum. En það er auðvitað óumdeilt, að gildi pundsins og þeirra mynta, sem því fylgdu, hefur minnk- að. Allar þjóðir, sem áttu sterl- ingspund, urðu því fyrir nokkru tjóni við gengisiækkun punds- ins. Um það bil helmingur gjaldeyriseigna íslendinga var og er í pundum. Af þeim sökum hafa íslendingar orðið fyrir tapi, gengistapi, — ekki vegna gengislækkunar krónunnar, heldur vqgna gengislækkunar pundsins. Á móti því tapi kem- ur liins vegar það, að Seðla- banki hefur fengið mun hærri vexti af pundaeign sinni en dollaraeign svo að erfitt er að dæma um, hvort hagkvæmara hefðj verið að eiga allan gjaldeyrissjóðinn í t- d. dollur- um. Fyrir fram hlaut slíkt að sjálfsögðu að teljast mjög ó- víst.” BUTASALAN ER I FULLUM GANGI AXMINSTER GRENSÁSVEGI 8 SÍMI 30676 3. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.