Alþýðublaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 11
Ingólfs-Café GÖMLU DANSARNIR í KVÖD KL. 9. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. ÆTTÁRTALA Út er komið Niðjatal Sveins Jónssonar bónda á Hesti í Önundarfirði, tekin saman af Eyjólfi Jónssyni. Bók þessi er 164 síður með nafnaskrá. Kostar innbundin kr. 344,00, með söluskatti. Fæst í bóka- verzlunum eða beint frá aðalútsölunni sem er: Bókaverzlun Jóns Eyjólfssonar Flateyri, Önundarfirði. KlukBca Framhald af 5. síðu. víkingj fram á sviðinu, og er þó trúlegt hann eigi enn eftir að ná meira valdi yfir hlutverkinu. Annar Jón varð hins vegar ný- stárlegri í sýningunni, ný per- sónusköpun sem á engan hátt freistar til samanburðar við af- bragðs-leik Haralds Björnssonar í sama hlutverki fyrrum. Jón Marteinsson Gunnars Eyjólfs- sonar; og má vera að þetta hlutverk veiti þannig vísbending um hvernig flufningur íslands- klukkunnar hefði þurft að tak- ast í heild sjnni þegar hún er nú tekin upp að nýju. Mannlýs- ing Gunnars var að sönnu ein- hæf, en Jón Marteinsson er ein- lyndur, óbreytilegur maður og á ekki nema einn svip eða tvo; hún lagði ekki upp úr óþörfu skopi en var gerð af undraverðri næmt fyrir persónunni eins og hún kemur fvrir í bókinni; hér var hinn eilífi Hafnarstúdent, kominn alskapaður. Varla verð- ur sagt að önnur hlufverk en þefta kæmust til fulls undan skugga hinnar fyrri sýningar. En Sigríður Þorvaldsdóttir kom mjog þekkilega fyrir í hlutverki Snæfríðar, umtalsverður sigur hinni álitlegu leikkonu. Hlut- verkið er að sönnu margbrotið og vandmeðfarið, og má vel vera að í minningunni beri meðferð Herdísar Þorvaldsdóttur á því fyrrum óeðlilega hátt. Mér viitist Sigríði takast æskulýsing Snæ- fríðar einna sízt, hinnar blóð- heitu hálf-huldu sem gerir alla hluti jafn-ótrygga kriiigum sig; en vald hennar óx yfir hlut- verkinu jafnt og þétt þegar á leið leikinn. Bezt var hún þar sem Snæfríði rennur í skap, funar f glóð tilfinninganna; miður virtist mér Sigríði láta kaídlunduð fjarhygli, uppliafin ró Snæfríðar seni enginn veit livað undir býr. Og biðlum Snæfríðar voru í sýningunni gerð mjög svo verðug skil. Er- lingur Gíslason var júngkærinn í Bræðratungu, hið hlálcgasta afgervi af manni, bæði í makt sinni og veldi á ungum aldri og miðaldra afhrak; Gísli Al- freðsson var hinn ísmeygilegasti dómkirkjuprestur, teygður og tærður af guðfræðisjúkri frygð sinni, mjög hagleg mannlýsing og afdráttarlaus sigur leikaran- um. Það sama verður með engu móti sagt um Bessa Bjarnason þótt síður en svo sé á móti því að sjá hann í milli í „alvar- leg'u hlutverki”, ef á að taka von Úffelen „alvarlega” ser.i er nú aldeilis ekki víst. Ekki veit ég livaða óheillaandar liafa blás- ið leikstjóra því í brjóst að skipa Bessa á þennan stað þar sem hann á með engu móti heima. Enginn vegur er að geta allra sem koma við þessa sögu, en nær 40' manns munu taka þátt í leiknum. Hér verða að nægja fáein nöfn sem einkum hugfest- ust undir sýningunni. Valur Gíslason lcikur sitt gamla hlut- verk, Eydalín lögmann, með sama myndugleið og fyrr; Anna Guðmundsdóttir móður Jóns, kerlingu í sínum stíl; Valdimar Helgason er Jón varðmaður úr Kjósinni eins og áður, hlutverk sem Valdimar leysir af hendi með sannri snilli í sínum smáu sniðum; hlutverk hans og Lár- usar Ingólfssonar, sem er Tón Þeófílusson galdramaður, sýna ljóslega að mínu viti hve mikið er hægt að gera úr ýmsum litl- um hlutverkum íslandsklukk- unnar með mátulegri karikatúr- list. Henni megna að vísu ekki hinir yngri leikarar leikhúss- ins í mörgum smærri hlutverk- unum, en yfirleitt leystu þeir sína skyldu allsæmilega af hendi, og fórust hin fjölmennari atriði leiksins allvel. Hefur leikstjóri sýnilega lagt upp úr einfaldleik, eðlilegu yfirbragði leiksins á sviðinu, og þeirri stefnu hefur honum tekizt að framfylgja til sæmilegrar hlítar, þó hann leggi með köflum í mesta lagi upp úr að hraða leiknum. í sama anda er leikmynd Gunnars Bjarnason- ar mótuð, en búningar Lárusar Ingólfssonar eru notaðir óbreytt- ir að kalla frá fyrri tíð, óbreytt gervi leikenda vérða óneitanlega til að stuðla að óheppilegum samanburði. LeiktjÖld svo ein- föld sem verða má prýðilega vönd uð þó bau séu tæpast gerð af ó- brigðulu stílnæmi; en á bakf j. er brugðið upp skuggamyndum í stað landslagslýsingar. Þetta er prýðileg hugmynd en hefur að vísu mistekizt að nota hana, tjaldið of lítið, myndefnið ó- vandað og illa valið; og hefði þurffi miklu meiri stílfærslu þess auk betri mynda til að vinna úr. En hugmyndin kemur sjálf- sagt að gagni næst þegar íslands j klukkan verður tekin til sýn- I ingar, en líklegt má telja, að með þessari sýningu sé verkinu að mótast varanleg "ýningar- stefna. En hvað segir þessi sýnine íslandsklukkunnar okkur um ; stöðu Þjóðleikhússins, feril þess í átján ár. Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Eða stöndum við í stað nokkurn veg- inn í sama farinu og fyrrum? Ætli það verði þrátt fyrir allt ekki líklegasta niðurstaðan af þessari sýningu — sem vislega er smekkleg, ánægjuleg að horfa á hana. en lýsir engum nýjum átökum við efnið frekar en endra nær, þaðan af síður neinum nýj- um áfanga í list leikhúss- ins. — Ó. J. LEIFIRÉTTING: Meinleear nrentvillur liafa or« ið i grein minni um Hitlerssöe” Þorsteins Thorarensen í blað- inu í gær. Einna bagalegast er skakkt ártal ævisögu Hitlers eft ir Bulloek: fyrsta bindi, hennar nær til 1933, ekki 1923. Auka- legt „ekki“ hefur skotizt inn í setningu um Versalafriðinn: Ver salasamningarnir voru að sönnu ranglátir . . .Og með Lúðvík 16da í upptalningu frægra ein- valda var átt við Lúðvík I4da. Aðrar villur munu vera auðlesn ar í málið. ÓJ. Anfír® *®ratts Fremþald af 4. síffu; ur í Niirnberg í Þýzkalandi móðir hans ungversk, en faðir inn bandarískur negri. Bern- stein lét þess getið, að hann hefði mikla trú á blóðblöndun hinna ýmsu kynflokka heims — sagnfræðingurinn Toynbee hef ur reyndar fyrir skömmu hald ið fram hinu sama og lýst því yfir, að hjónabönd milli kyn- flokka sé eina ráðið gegn alls herjar kynþáttastríðj í framtíð inni. — Watts býr nú með móð ur sinni í New York. Þótt Watts iisfi fyrst komið fram á tón- 1°ikum, þegar hann var á ní- ””da árinu neitar hann því, að hafa verið eiginlegt undrabarn. TIndrabarn eftir þeim skiin ingi, sem áður var lagt í það orð, er eins konar sýningargriii ur, sem leiddur er á milli sýu mgarstaða. Móðir hans hefði aldrei látið slíkt viðgangast,“ segir Watts. Það er greinilegt, að þessi ungi maður skilur, að það er mikil áhætta að vera úrskurð aður undrabarn í tónlist og margir gagnrýnendur einblína um of á einstaklinginn, en I leggja ekki hlutlægan dóm á '°ik hans. Það er vissulega *-feiitt bil á milli þess að vera "drabarn og fullþroska tón- ’Þtarmaður og það bil þarf ''”er og einn að brúa sjálfur. Það verður fróðlegt að heyra, Tivernig André Watts tekst brú arbyggingin á sinni þroska- braut. G. P. tók saman. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn við Amtmannsstíg. Drengja- deildirnar Langagerði 1 og í Félagsheímilinu við Hlað- bæ í Árbæjarhverfi. Barna- samkoma í Digranesskóla við Álfhólsveg í Kópavogi. 10,45 Drengjadeild Kirkjuteig 33. 1.30 e.h. V.D. og Y.D. við Amt- mannsstíg. Drengjadeild við Holtaveg. 8.30 Almenn samkoma í húsi fél agsins við Amtmannsstíg. Sig samkoma. Allir velkomnir. K.F.U.K. dag (laugardag) Kl. 1.30 e.h. Telpnadeild í Langa gerði (9-13 ára) 3.30 Telpur 7-9 ára Langagerðis deild. 4 30 Yngri deild við Holtveg. Á. morgun: Kl. 3 Yngri deildin við Amt uannsstíg. *i mánudag: Kl. 4.15 7-8 ára telpur í Laug arnesdeild. 5 30 Telpur 9-12 ára í Laugar nesdeild. 5 30 Telpnadeildin í Kópavogi, fundur í Sjálfstæðishúsinu. 8 Unglingadeildin í Kópavogi, fundur á sama stað. ° 15 Unglingadeildin við Holta- veg. ° 30 Unglingadeildimar Langa- gerði 1 og í Laugarnesi 'Kirkjuteigi 33). Fulitrúaráð Framhald af I. síðu. Fundurinn leggur á þaff áherzlu aff ráffherrar Alþýffuflokksins fylgíst vel meff atvinnuástand- inu á næstunni og beiti sér fyr. ir nauffsynlegum viffbótarráðstöf unum í atvinnumálum í samvinnu viff verkalýðssamtökin, hverfi a ^ vlnnuleysiff ekki, þegar vertíð er hafin að fullu og vinnsla sjávar. afurð'a hafin í frystihúsum og öðr um fiskvinnslustöffvum.” Togari Framhald af 1. síffu. ar verið uppi háværar raddir um að leggja útgerðina níður, en enn hafa þó ekki verið born ar fram neinar formlegar til- lögur um það efni. Hins veg ar hefur atvinnuástandið versn að mjög í Hafnarfirði að und anförnu, og yrði sjálfsagt enn alvarlegra, ef þetta fyrirtæki legði upp laupana fyrir fullt og allt. Bruni Framhald af 3. síffu. lögn í fjósinu. Hafði það þær af- leiðingar að belja, sem næst inn- takinu var, drapst og önnúr sem næst henni stóð, lá í raflost.i er að var komið. Var ekki vitað um afdrif skepnunnar í gær. íbúðarhúsið að Dísukoti var sem áður segir, gamalt timbur- hús. Húsið var fullvátryggt, en innbú hins vegar lágt tryggt. H-fréttir Samkvæmt nýútkomnum umferð- arslysaskýrslum í Svíþjóð kemur í ljós, aff dauðaslysum í umferð. inni hefur fækkað mjög verulega á fyrstu fjórum mánuðum eftir umferffarbreytinguna, effa alls um 113, og sömuleiðís hefur umferff arslysum fækkaff. Hægri umferð var tekin upp t Svíþjóð 3. september 1967, og áj fyrstu fjórum mánuðunum eftiil umferðarbreytinguna urðu allsv 280 dauðaslys í umferffinni á móti 393 á sama tíma árið 1966. Eru því dauðaslysin 113 færri, eftir breytinguna. Á fyrstu fjórum mánuðunum eftir umferðarbreytinguna slösuð- ust alls 5265 mar.ns í umferöinni, en á sama tíma árið 1966 slösuð- ust 5623. Eru því umferðarslys- in 358 færri en á sama tíma árið áður. FRAMLEÐUM ÁklæSi Hurðaspjöld Mottur á gólf t allar tegundir bíla. OTUR MJÖLNISH0LTI 4. Sfmi 10659. (Ekið inn frá Laugavegi). Konan mín og móðir okkar MAGDALENA JÓNSDÓTTIR lézt að Landakotsspítala þann 1. febrúar. Benedikt Friffriksson Inglbjörg Bcnediktsdóttir. Tryggvi Benedlktsson, Torfi Benediktsson. urður Pálsson, kennari talar. Kvennakór syngur. Fómar- 3. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.