Alþýðublaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 8
HANN er líkastur filmstjörnu.
Dökkt hárið fellur niður á enn-
ið, og hann strýkur það aftur
með dálítið fumkenndri lireyf-
ingu. Það eru broshrukkur rít frá
augunum, því hann brosir oft,
glöðu drengjabrosi sem gjarnan
kemur stúikunum sem vinna með
honum til að fara hjá sér. T.ann
er léttur og ákveðinn í göngulagi
hvar sem hann sést á ferð um
ganga sjúkrahússins.
Hann heitir Christian Barnard,
éþekktur með öllu þar til í dcsem
ber í vetur er hann allt í eiiui var
meira umtalaður en popstjörnur
og geimfarar. Þá höfðu orðið
þáttaskil í sögu mannsins. gam-
all draumur læknavísindanna
hafði rætzt, í fyrsta sinni var
manni gefið nýtt hjarta.
„Það bregzt ekki að ef að þú
trúir að þú tapir þá hefurðu þeg
ar tapað. En fyrr eða seinna
sigrar sá sem trúir að hann
sigri.“
Þessi einkunnarorð hanga á
veggnum fyrir ofan vinnuborð dr.
Barnards. Hann getur sagt með
sanni að hann vakni upp einn
morguninn við það að hann var
orðinn heimsfrægur. Hann hafði
unnið sigur af því að hann trúði
því að hann mundi sigra.
Hann hafði beðið þessa dags í
mörg ár.
Lát sjúklingsins sem fyrstur
hafði fengið nýtt hjarta 18 dög-
um eftir aðgerðina var auðvitað
mikið reiðarslag. En samt varð
því ekki neitað að dr. Barnard
hafði fyrstur riðið á vaðið í máli
sem skipti óendanlega miklu fyrir
læknavísindin og mannkyniö.
Það hafði kostað mannslíf, en
Louis Washkanskys vissi að hverju
hann gekk. Og nýtt hjarta var
hans einasta lífsvon. Annars
var hann dauðadæmdur.
Annar hjartaflutniiigurinn gekk
vel. Læknarnir gátu byggt á
reynslunni frá fyrra tilfellinu. Þá'
fékk Philip Blaiberg læknir. 58
ára gamall, nýtt hjarta og liann
lifir enn.
Dr. Barnard vill ekki að sár ein
um sé þakkað þetta afrek. Hann
hefur í gegnum þetta allt rcynt
að forðast að gert sé nokkurt til-
stand með hann sjálfan. Þeir unnu
að þessu margir, alls 30 læknar
og hjúkrunarkonur, þar á meðal
yngri bróðir dr. Barnards, Marius
Barnard.
— Þetta var bezta skipulagða
verk sem unnið hefur verlð í
heiminum síðan innrásin var
gerð í Normantíí, segir dr. Chris
Barnard sjálfur. Við bjuggumst
aldrei við að þetta vekti aíhygli,
biöðin myndu auðvitað tala citt-
hvað um þetta í nokkra daga, en
svo hyrfi það í skuggann fyrir ein
hverju öðru. Það eru til margir
læknar sem mundu hafa getað
gert þetta eins vel og við, cf til
bara hver hafði hug til að byrja.
vill miklu betur. Spurningin er
Frægur hjartasérfræðingur í
Toronto, dr. William Mustard seg
ir að hver sem er geti flutt hjarta
á milli manna. Um þetta segir
dr. Barnard:
— Auðvitað getur hver sem er
gert þetta. Þetta er eitthvað líkt
og með geimferð. Það er hægt að
skjóta hvaða manni sem vera vill
út í geiminn en það þarf nokkurn
hug til þess að verða fyrstur til
að gera það. Því fylgir áhætta.
DR. CHRIS BARNARD er trú-
boðasonur og ók upp í fátækt í
Höfðanýlendunni. Hann og bræð-
ur hans þrír urðu að fara berfætt
ir í skólann. En þótt faðir þeirra
Grcote Schuur-sjúkrahúsið í
Hófðaborg í Suður.Afríku, þar
sem dr. Barnard gegnir störfum.
værj tekjulágur bar hann gæfu
til að hjálpa þremur af sonum sín
um til háskólanáms. Chris Barn-
ard tók kandídatspróf í la'knis-
fræði frá háskólanum í Höíða-
borg 1946. Þar næst vann liann í
tvö ár á Groote Schuur sjúkrahús
inu, en stundaði síðan almennar
lækningar í smáborg einni, unz
hann 1951 fór aftur til sama
Dr. Chris Barnard, — vísinda-
maður með yfirbragð hjartaknos-
ara.
<1
sjúkrahúss. 1956 fór hann til
Bandaríkjanna þar sem hann
tveim árum seinna vann sér dokt
orsnafnbót við háskólann í Minne
sota. Þar var hann samtíða dr.
Normann Shumway sem gerði
fjórða hjartaflutninginn. Síðan
var hann lieima um skeið, en fór
svo 1961 til Sovétríkjanna. Fyrir
utan þessar ferðir hefur hann
víða komið og kynnt sér vísindi
sín hvar sem við var komið. Hann
er heiðursdoktor hjá American
College of Surgery og American
College of Cardiology.
Hann er nú prófessor í skurð-
lækningum við háskólann í Höfða
borg, en það var ekki fyrr en í
nóvember í vetur sem hann nefndi
fyrst í fyrirlestrum sínum að ein-
hver yrði að leggja í að sldpta
um hjarta í fólki innan skamms
og gera aðrar svipaðar aðgerðir
eins og að flytja lifur og lungu,
líkt og hornhimna úr öðrum
manni er nú grædd á eða blóð
flutt á milli. Og hann sagði lika
að það þyrfti að kenna fólki að
hafa aðra afstöðu til dauðans.
ALLT frá því að hann var við
framhaldsnám í Ameríku
dreymdi hann um hjartaskurð-
lækningar kæmust á það stig að
unnt væri að flytja hjarta á milli
manna. Og í sjö ár vann hann
eftir að hann kom heim með
þetta í huga, segir Marius bróðir
hans. Meðan hann var í Banda-
ríkjunum fannst honum vera far
ið með sig eins og sveitadreng, en
það orkaði þannig á hann að liann
varð enn kappsfyllrl en áður.
Hann einbeitti sér að hjartaskurð
um upp frá því. En hann vor á-
kaflega gætinn og ofmat sjálfan
sig aldrei né möguleika sína til
að vinna mikil afrek. Mesti styrk-
ur hans er sjálfstjórn og þolgæði.
Hann getur setið ofur rólegur
klukkustundum saman í bátnum
sínum við veiðiskap þó aldrei bíti
á, þannig gat hann líkq beðið ró
legur eftir sinni stóru stund í
læknisstarfinu.
Lengi fyrst var hann bara einn
af mörgum læknum við Groote
Schuur sjúkrahúsið. Að vísu var
öllum Ijóst að hann væri stórvel
gefinn og geysiöruggur hjartasér
fræðingur, en fjöldi lækna í öll-
um löndum glímdu við sömu
vandamál og hann. Þar á meðal
var dr. Shumway í Bandaríh.iun-
um sem framkvæmt hafði hjarta-
flutning á þúsundum hunda.
Það lá í loftinu að þetta yrði
reynt á mönnum, en það hafa víst
flestir búizt við að fregnin bær-
ist frá einhverjum öðrum stað en
Suður Afríku.
SVO KOM TÆKIFÆRIÐ. Dr.
Barnard beið með Waslikansky til
búinn til að láta gera aðgerðma.
Ung stúlka Denise Darvall var
flutt dauðvona inn á sjúkrahúsið.
Henni varð ekki bjargað, en hjart
að var óbilað. Dr. Barnard kall-
aði saman lið sitt um kvöldið og
skipulagði atlöguna. Þetta yrði
vökunótt. Enginn læknanna mundi
fá nokkra hvíld. Rétt um mið-
rætti mætti dr. Marius Baruard,
hann er líka hjartasérfræðingur.
— Af hverju byrjarðu ekki,
spurði hann.
— Hjartað slær enn, svaraði
prófessorinn.
Kl. 2.15 um nóttina hófst svo
aðgerðin. Þegar að því kom að
taka hjartað úr Waslikansky hik-
aði dr. Barnard aðeins við. Aldrei
fyrr hafði læknir skorið hjarta úr
liíandi manni. Þetta Var ofdirfsku
full tilraun. Æðakerfi mannsins
var auðvitað tengt við hjarta- og
lungnavél og eins var með stúlk-
una. Þegar búið var að koma
hjarta stúlkunnar fyrir í mannin-
um, var því gefið rafmagnslost
til að fá það af stað og það fór
strax að slá. Og undan grímunni
heyrðist sem hálf niðurbælt sigur
óp frá dr. Barnard.
— Það slær.
— Já, það sló, en ekki nema í
18 daga.
Betur tókst með Blaiberg. Þá
voru ekki nema 15 manns við að-
gerðina, en 30 í hið fyrra sinn. Og
sú aðgerð gekk miklu betur.
Dr. Barnard telur að skekkjan
sem gerð var við fyrsta skurðinn
hafi verið of mikil lyfjanotkun til
að fá líkama mannsins til að taka
á móti hinu nýja hjarta, en mót-
■staða líkamans gegn sjúkdómum
hafi við það minnkað svo að til
dauða leiddi er hann fékk lungna
bólgu nokkru seinna.
DR. BARNARD tekur frægð sinni
með ró. Hann ofmetnast ekki.
$ 27. febrúar 1968. - ALÞÝÐUBLAÐID