Alþýðublaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 2
ÍRitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Simar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. - Áskriftargjald kr. 120,00. — I lausasöiu kr. 7,00 eintakið-Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. FORSET AKOSNINGAR Eftir nokkra mánuði fara fram í Bandaríkjunum forsetakosning ar. Er það til marks um lýðræð- ið, hvort sem mönnum þykir það kostur eða löstur, að í dag verð- ur ekki með vissu sagt, hverjir verði í kjöri, hvað þá hver vinni kosninguna. Bandaríkjamenn hafa sett þau takmörk æðstu valdamö'nnum sín um, að enginn skuli sitja í for- setastóli nema tvö' kjörtím'abil. Lyndon B. Johnson hefði getað sétið enn eitt kjörtímabil, ef hann hefði náð kosningu. Hann hefur valið þann kost að bjóða sig ekki fram aftur, og kann að vera, að hann hafi þarmeð gert þjóð sinni mikinn greiða, ef nýj um mönnum auðnast að marka nýja stefnu í utanríkismálum og forðast ófrið eins og geisað hef- ur í Vietnam. Margir frambjóðendur eru um starf Johnsons. Tveir þeirra, Mac Carthy og Kennedy, hafa gert and stöðu gegn ófriðnum að megin- atriðií baráttu sinnar, án þess að segja, hvernig þeir telji sig geta bundið endi á stríðið í Vietnam. Hefur forsetinn raunar tekið all 'an vind úr seglum þeirra með því að hætta loftárásum á Norður- Vietnam og bjóða til samninga. Er þess nú aðeins beðið, að sam- kamulag verði um, hvar slíkur samræður skuli fara fram, og verður að telj'a víst, að samið verði um frið, þótt það taki sinn tíma. Varaforseti Johnsons, Hubert Humphrey, hefur gefið kost á sér sem forsetaefni við kosning- arnar í haust. Verður að telja hann ha-fa mikla möguleika, enda er hann einn af fremstu leiðtog- um Bandaríkjanna í dag. Humphrey er frjálslyndur mað- ur. Hann hefur tekið þátt í fund um jafnaðarmanna í Vestur-Evr- ópu, og á tvímælalaust heima í þeim hóp. Hefur hann barizt fyrir margvíslegum umbótum á þjóðfélagitiu og mun án efa halda þeirri baráttu áfram. Sú var tíðin, að Humphrey þótti helzt til róttækur. Voru til dæmis suðurríkj'amenn ekki hrifn ir af honum, enda var hann einn af fremstu baráttumönnum fyrir réttindum blökkumanna. Nú er hins vegar svo komið, að Suður ríkin munu styðja Humphrey og verkalýðshreyfingin um allt land ið fylkir sér um hann. Hið annálaða tveggja flokka kerfi Bandaríkjanna er í raun og veru þannig, að innan beggja flokka er mikil skipting frá vinstri til hægri. Þess vegna er Rockefeller, hinn frægi milljóna mæringur, lengra til ivinstri en Wallace, suðurríkjamaðurinn, sem telur sig demókrata. Nixon er óútreiknanlegur hægrimaður, en Rockefeller er nútíma frjáls lyndur stjórnmálamaður. Það verður fróðlegt að sjá hverjir verða í framboði og hvað banda- ríska þjóðin velur. Ungt tónskáld: Oliver Knussen Það þykir tíðindum sæta, er undrabörn í hljóðfæraleik- koma fram á sjónarsviðið, en enn fá gætara er, að unglingur vart kominn af bernskuskeiði sýnir veruleg tilþrif í samningu tón- yverka. Það vakti því athygli, er Englendingur, Oliver Knussen stjómaði frumflutningi á fyrstu synfóníu sinni í síðasta mánuði, aðeins fimmtán ára að aldri. Hljómsveitarstjórinn Istvan Kertesz átti að stjórna LSO á 'hljómleikunum, þegar flytja átti synfóníu þiltsins, en veiktist skyndilega rétt áður, og sneru því ráðamenn hljómsveitarinn- ar sér til tónskáldsins og spurðu hann, hvort hann vildi taka að sér stjórnina á tónleikunum. Knussen sváraði játandi, þótt hann hefði aldrei stjórnað stórri hljómsveit áður. Á hljómleikun um líktgst handahreyfingar hans oftar meir ,,karate“ höggum en armsveiflum hljómsveitarstjóra Massien, sem hið unga tónskáld bogalistin. En þegar á allt var litið stóð hann sig furðanlega vel, og hið nýja verk hans, frjáls legt og fjörugt í tólftónabygg- ingu, var áheyrilegt og vakti hrifningu áheyrenda, sem klöpp uðu honum lof í lófa í tíu mín útur, eftir að því var lokið. Þeir þóttust vissir um að hafa lifað sér=tæðan og sögulegan atburð. Knussen er aðeins fimmtán é'-H að aldri og hóf að semja synfóníu sína nr. 1 skömmu fyrir fjórtánda afmælisdag sinn og lauk henni sex mánuðum síð ar. Það sem kom fólki almennt, gagnrýnendum og atvinnumönn um í tónlist mest á óvart, var hið mikla sjálfsöryggi, sem fram kom í tónverkinu, hve það var nýtízkulegt og laust við afleið- andi tóna og hve lítið var um meðvitaða stælingu eldri verka - þótt það minni óneitanlega dá- lítið á Mahler stundum - og Messian, sem hið' unga tónskáld segir, að ro'd ásláttarhljóðfær- inn heldur óþyrmilega. Oliver Knussen stjórnar á æf- ingu. Píanóleikarinn og hljómsveit arstjórinn Daniel Barenboim, sem er væntalegur með LSO í hljómleikaferð í Bandaríkjun- um, gerði þegar í stað ráðstaf anir til að láta Oliver stjórna synfóníunni í Carnegie Hall í New York. Andre Previn var sýnt verkið, og hann ákvað að taka það upp á tónverkaskrá Houstonhljómsveitarinnar næsta misseri. Haft er eftir honum, að hann hafi haldið að tónverk- ið væri eftir fullorðinn mann. „Ég er alveg undrandi og finnst það varla einleikið, að það skuli vera samið af f jórtán ára strák.” Föður piltsins, Stuart Knuss eri, aðalkontrabassaleikara hljóm sveitarinnar var órótt innan- brjósts, er sonur hans steig upp á stjórnpallinn. „Ég var logandi hræddur", sagði hann. „En þeg ar hann var kominn af stað, var eins og að þetta væri einhver annar að stjórna. Ég gat ekki sett tónlistina eða stjórnina í samband við litla drenginn minn". Oliver Knussen hefur samið Framhald á 14. síðu. 2 4 maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ > tfiúíUóUÚ'j'Urt — úÓCí :. riflí v VIÐ nóT— HÆLUH KomiB við í Klondyke! Á MÁNUDAGSKVÖLD ræddl Gísli Sigurðsson, ritstjóri, við ungan íslenzkan arkitekt, Jón Haraldsson, í sjónvarps-Syrpu sinni. Viðtal þetta var merki. legt fyrir þær sakir, hve hinn ungi og áhugasami arkitekt var óhræddur vlð að láta í ljós á- kveðnar skoðanir sínar. Taldi hann hina mestu forsmán, hve sóðaskapur og ringulreið væri áberandi í sk’ipulagi Reykjavík- urborgar. Mcð viðtalinu voru sýndar myndir, er sýndu ótví- rætt - eins og reyndar margir gerðu sér grein fyrir áður - að þetta voru orð að sönnu. KLON DYKE-BRAGURINN ER AUÐ- SÆR Á REYKJAVÍK OG EKKI ÚTLIT AÐ ÞAR VERÐI BREYT ING Á Á NÆSTUNNI! Hér er skúrum og verksmiðjubygging um hrúgað á hæðir og með- fram „sundum blám”, en íbúð arhús gjarnan byggð í lægðum þar sem vart er sól að sjá! Og annað er eftir þessu! — O — ÞÁ DRAP arkitektínn á ann- að mál af auðsærrS beiskju _ semsé það, að hér séu Iítt lærð ir teiknarar dubbaðir upp í arkl tekta með einu pennastrikl dregnu af ráðherra og síðan sett ir á bekk með mönnum með langt og erfitt háskólanám að baki! Er þetta að sjálfsögðu hin mesta lineisa, - ef rétt er hermt, sem ekki er ástæða til að efa, - og ekki von að hin- ir háskólamenntuðu sætti sig Við 'þegjandl og hljóðalaust! Væri fróðlegt að heyra meira um þetta, - ekki sízt frá arki- tektum sjálfum - því að ekki er ástæða til að þegja um slíka ósvinnu. Atvinnurcttindi njóta, eða eiga að minnsta kosti að njóta, - lagaverndar og ekki ann að sýnna en tiltæki af þessu tagi séð hrein stjórnarskrárbrot! Há skólamenntaðir menn hljóta að sitja fyrir í sínunr fögum - ann að eru svik af þjóðfélagsins hálfu sem teygir þá út á mcnntabraut með beinum og óbelnum fyrir. heitum um mannsæmandi kjör að námi loknu! G.A.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.