Alþýðublaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 5
UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LÖGREGLAN í REYKJAVIK ,GLEYMDI' BEYGJUNNI - TJÖNIÐ UM 70.000 KR. Á SÍÐUSTU tveimur árum hafa ökumenn í fjölmörgum til fellum orðið að endurgreiða tryggingafélögum fjárupphæð- ir vegna tjóna, sem þeir hafa valdið, en tryggingafélögin greitt bætur fyrir. Trygginga félögin hafa hér stuðzt við 73. grein umferðarlaga frá 1958, en þar segir, að hafi ökumað ur valdið tjóni eða slysi af á- setningi eða stórkostlegu gá- leysi eigi viðkomandi trygginga félag endurkröfurétt á hendur þeim ökumanni. í umferðariögunum frá 1958 segir einnig, að stofna skuli nefnd, endurkröfunefnd," sem fjalla skuli um endurkröfur, og úrskurða um hvort skilyrði til endurkröfu á hendur ökumanni séu fyrir hendi. í endurkröfu- nefnd skuli sitja: Formaður, serii skipaður er af dómsmála- ráðherra, einn fulltrúi frá FÍB og einn fulltrúi frá hverju tryggingafélagi. Um hvert ein stakt mál fjalla þrír nefndar- menn, formaðurinn, fulltrúi FÍB og fulltrúi viðkomandi tryggingafélags. Endurkröfu- nefndinni var síðan komið á fót 1966, og hefur hún tekið fyrir mörg mál, og skilyrði til endurkröfu á hendur öku- mönnum hafa verið til staðar í langflestum tilfellum. Hafi ökumaður undir- áhrif- um áfengis valdið tjónj eða slysi, er liann í öllum tilfellum endurkrafinn um fjárhæð þá, sem tryggingafélagið hefur orðið að greiða vegna tjónsins. það föst venja sem skap azt hefur. Aðrar helztu orsak- ir fyrir tjónum eða slysum, sem ökumenn hafa valdið, tryggingafélög greitt bætur fyr ir, en endurkrafið ökumennina , um, eru t. d. ónógur hemla- búnaður, með vitund öku- manns, lítiil sem enginn búnað ur á bifreiðinni vegna ísingar eða hálku á götum og vegum, vítaverður akstur, réttindaleysi o. s. frv. Ökumenn, sem tryggingafé lögin hafa endurkrafið, semja yfirleitt við þau um endur- greiðslur. í mörgum tilfellum er hér um verulegar upphæðir að ræðav Hér getur því oft verið um að ræða þungan fjár hagslegan bagga fyrir viðkom andi ökumann, og er vissulega tímabært, að ökumenn kynni sér þær greinar umferðarlag- ánna, sem fjalla um þessi at- riði, 70.-78. gr. Þess skal get- ið, að lækka má endurkröfuna með hliðsjón af sök tjónvalds, efnahag lians, f járhæð tjónsins og öðrum atvikum. Til að skýra enn betur í hvers konar tilfellum endurkrafið er. birtum við hér samántekt um eitt tiltekið raunhæft tilfelli, þar sem ökumaður hafði valdið tjóni eða slysi. Bifreiðastjóri var á leið til Reykjavíkur í bifreið sinni, en þessa leið er hann vanur að aka og þekkir því leiðina vel. í umrætt sinn kveðst bifreiða stjórinn hafa ekið hratt, „og ekki munað eftir, hversu hættu leg beygja er þarna á veginum, þrátt fyrir það að hann fer rrijög oft um þennan veg“. Þeg ar hann kemur í beygjuna, þá er hraðinn svo mikill á bifreið inni, að hann fær ekki við neitt ráðið og missir stjórn á bif reiðinni, sem he.idist áfram og þvert yfir veginn og var stönz uð á vinstri vegarbrún. Af þessum akstri hlauzt tjón á bif reiðinni er var ekið á, og var það metið á kr. 70.000.00. Bif reiðastjóranum, sem svo gálaus lega hafði ekið á ofsaferð þessa mjög svo kröppu beygju, sem hann þekkti mætavel, var gert að endurgreiða helming tjónsins. BJARNI ANDRÉSSON: LANDSPRÓF Talsverðar umræður og skrif hafa að undanförnu orðið um landspróf miðskóla og ólík sjón armið komið fram. Margt hyggi lega sagt, en sumt miður ígrund að. Flestir eru sammála um að þau réítindi, sem prófið veitir hafi jafnað aðstöðu ungmenna til menntaskólanáms. Sérstak- lega er riðstaða unglinga í dreif- býlinu betri en áður var. Ég hygg að_umræður um landspróf ið yrðu en hvassari, ef það yrði fellt niður og tekið upp inntöku próf í menntaskólana. Vona ég að bæðj dreifbýlis og þéttbýlis- menn geti verið sammála um það. Kynni mín, sem kennara, af þessu margumdeilda prófi eru þau, að í upphafi var það í sum um greinum smásmugulegt, meira lagt upp úr lítilsverðum minnisatriðum, en haldgóðum skilningi á námsefninu. Prófið var í flestum greinum líkt frá ári til árs, og kennarar freistuð ust til að miða kennslu sína ein- vörðungu við þetta afdrifaríka próf, hvort sem þeim iíkaði bet ur eða verr. Mörgum fannst illa farið með tímann, ef farin var önnur leið í kennslunni en sú sem prófið markaði. Hygg ég að fáir hafi gert það. Okkur kenn- urunum fannst sem við værum að stela tíma og auka líkurnar fyrir því að nemendur okkar féllu ef við leyfðum okkur ein- hverja útúr dúra. Þannig markaði prófið áreið- anlega stefnuna í kennslunni. Því miður fannst manni oft og tíðum árangursríkast að leggja mesta áherzlu á aukaatriðin til þess að nemandi fengi góða eink unn á landsprófi. Þetta var kvöl, bæði fyrir kennara og nemendur og átti drjúgan þátt í óvinsældum prófs ins. Mér býður í grun að þessi eltingarleikur við spurningar og oft og tíðum þýðingarlítil minn- isatriði hafi valdið því, að kenn urum menntaskólanna þótti und irbúningur nemenda ekki góður og mörgum nemanda var það eld raun að komast klakklausf upp úr 1. bekk menntaskólans. Marg. ir stóðust ekki þá raun og féllu. Mér finnst varla umtalsvert að falla á landsprófi miðað við það. Mörgu ungmenni hefði verið forðað frá þvi, ef landsprófið hefði frá upphafi markað þá stefnu að aðalatriði hverrar námsgreinar væru vel lærð en minna skeytt um yfirferð. Þess sjást glögg merki nú að prófið er að marka jákvæðari stefnu og það tel ég þakkarvert og miða í rétta átt. Allir viðurkenna, sem til þekkja að námsefnið, sem lesa þarf undir prófið, sé óhóflega mikill skammtur í einu, og ligg ur við borð, að það prófi frem ur líkams þrek og lestrarþol, en skarpskyggni og námshæfileika. Þessi Maraþonlestur hefur drepið námslöngun margra ungl inga, sem voru ekki nægjanlega sterkbyggðir líkamlega til þess að þola hann. Ég hlustaði á umræðuþátt þeirra nafna Matthíasar Jo- hannessen og dr. Matthíasar Jón assonar í útvarpinu um lands- prófið. Ritstjórinn vildi vei, en skorti yfirsýn yfir vandamálið. Þetta er of viðkvæmt mál til þess að gera það að áróðursmáli í á- heyrn þeirra unglinga sem það snertir. Það kom fram á einu kröfu spjaldi unginennanna sem gengu hér um bæinn fyrir nokkru, að gott væri að dreifa námsefninu á tvo vetur í stað eins. Einnig kom það fram I málflutningi dr. Matthíasar Jónassonar, að hann teldi nauðsynlegt að dreifa náms efninu á tvo vetur. Það væri að mínum dómi til stórra bóta, ef menn telja nauð synlegt að hafa landspróf í landafræði og sögu, að þeir ungl ingar, sem vílja, ættu þess kost að taka landspróf í þessum tveimur greinum, vorið sem þeir taka unglingapróf. Það Iétti af þeim um 600 blaðsíðna lestri landsprófs veturinn. Með 2 tímum á viku bæði í 1. og 2. bekk miðskólans, ef til vill 3 tímum á viku seinni vetur inn í þessum greinum ætti að mega ljúka þeim mcð góðu móti. Ég tæpti á því fyrr í þessu greinarkorni að þess sæjust glögg merki á landsprófunum frá síðustu árum, að þau væru að færast í það horf að beina kennslunni að aðalatriðum og höfða í ríkara mæli til skilnings á námsefninu, en þurra minnis atriða. Vona ég að þeirri stefnu verði haldið. Prófin eru breyti- legri frá ári til árs, en áður var. Það var líka til bóta. Þá verður hver kennari að gera upp við sjálfan sig, hvað hann telur þroskavænlegast að leggja áherzlu á í hverri náms grein og haga kennslunni eftir því, en leggja minni vinnu í að gizkri á, hvað gæti komið á lands prófi. Prófin þurfa að vera glöggt og skýrt orðuð til þesS að útiloka allan misskilning. Það er von mín, að þessar un ræður og skrif leiði til bess aí endurbætur verði gerðar á próf inu og urn það fjalli aðallega góðir menn og batnandi. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 4 maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.