Alþýðublaðið - 18.05.1968, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.05.1968, Qupperneq 2
 EmSOÆGHS) Ritstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bí. Stefnuskráin Það er meiri fjarstæðan, sem k Tíminn getur boðið lesendum sin um í ritstjórnargreinum. Virðast ritstjórarnir fá einhverja ákveðna menn, flokka eða málefni á heil- ann,1 en skrifa síðan grein eftir grein með hinum fáránlegustu fullyrðingum. í gær mátti til dæmis lesa í leiðara Tímans, að Alþýðuflokk- urinh hefði tekið upp „nýja stefnu“, sem fælist í því, að jafna .skuli viðskipti þjóðarinnar við umheiminn með því að minnka kaupgetu landsfólksins! Þetta er að sjálfsögðu hreinn heilaspuni. Alþýðuflokkurinn hefur tekið þátt í ríkisstjórn síðan 1956 ó- slitið, og hefur kaupgeta fólks í landinu stöðugt farið vaxandi, þegar á þetta tímabil er litið sem heild, þar til verðhrunið á afurð um kom til skjalanna. Sú ógæfa er ekki á stefnuskrá Alþýðu- flokksins, hvað sem Tíminn seg- ir. Átök núverandi ríkisstjórnar til að auka framleiðslu þjóðarinn ar og bæta á þann hátt viðskipta jöfnuðinn við önnur lönd hafa verið mikil. Árangurinn hefur orðið sá, að þjóðin hefur getað notfært sér góð aflabrögð og tek ið á land’ yfir milljón smálestir af síld og fiski. Slíkur afli var óhugsandi í gamla daga, þegar framsóknarmenn réðu landinu. Þá voru ekki til Skip, ekki verk- smiðjur, ekki frystihús til að taka við slíku magni. Þetta hefur ver ið kjarni stjórnarstefnunnar. Þegar framsóknarmenn segja, að lítið hafi verið geymt frá góðu árunum - eru þeir um leið að halda fram, að kaupgeta fólksins hafi verið of mikil undanfarin ár. Þannig stangast fullyrðingar þeirra hver við aðra. Ritstjórar Tímans ættu að hugsa mál sitt betur og reyna að finna einhverja stefnu fyrir Framsóknarflokkinn í stað þess að rangfæra stefnu Alþýðuflökksins. Umkvörtun Morgunblaðið birti í gær grein um skóla- og fræðslumál eftir Þorgeir Ibsen, eina af mörgum, sem það hefur birt undanfarið. Er þetta gott og blessað svo lengi sem tilgangurinn er að gera skóla æskunni gagn, en ekki að koma höggi á andstæðinga eða (sam- herja) á stjórnmálasviðinu. Þorgeir fjallar aðallega um skólarannsóknir og er sem betur fer mjög fylgjandi þeim. En svo ræðst hann á Alþýðuflokkinn fyrir það, að fjárveiting til hins nýja embættis skuli í byrjun ekki vera meira en milljón króna. Alþýðublaðið vill hérmeð biðja Þorgeir að beina umkvörtun sinni til réttra aðila - eða veit hann ekki hverjir fara með yfirstjórn fjármála í landinu? Gregor Piatigorsky £»AÐ mun vera rúmt ár síðan ég pantaði þriggja plötu albúm með stofutónlist leikinni af þremur skörungum strengjahljóðfæra anna af aldamótakynslóðinni, þeim Heifetz, Piatigorsky og Primrose, ásamt píanóleikaran- vm Leonard Pennario o. fl. Á þeim leika þeir fimm höfuðverk meistaranna, quintette í g-molij eftir Mozart, octette í Es-dúr eft| ir Mendelsshon, quintette í C-dúr eftir Schubert, sextet í G-dúr eftir Brahms, og quintette í f- moll eftir Cesar Franck. Þessar plötur eru orðnar til úr svoköll- uðum Heifetz-Piatigorskytónleik- um, sem þessir öldruðu lieiðurs- menn efndu til sumarið 1961 í Iitlu útileikhúsi hjá' Hollywood. Aðdragandínn að þessum hljóm leikum var sá, að Heifetz og Pi- atigorsky, sem eru nágraimar höfðu lengi vel leikið saman á heimilum hvors annars ásamt fleiri listamönnum. Þar kom að þeir fengu löngun til að veita öðrum hlutdeild í þessu göfuga formi tónlistarinnar, stofutón- list, í réttu umhverfi og var það til þess, að þeir fengu leigðan þennan lilla stað, þótt þessir frægu lista- menn hefðu auðveldlega getað fyllt hina risastóru Hollywood Bowl, sem bara stendur x-étt hjá og er öllum íslenzkum útvarps- hlustendum að góðu kunn vegna fjölda platna, sem ríkisúívarpið á eða átti með hljómsveit sem kennir sig við þennan sal. En hvað um það, þessi verk léku þeir m. a. á þessum sérstæðu tón- kikum og 1ÍCA tók að sér að festa þau á hljómplötu. Stofutónlíst er e. t. v. það tón form, sem veitir hvað mesta hvíld og ró er menn draga sig út úr skarkalanum og erli dags ins og njóta hinna hljóðlátu tóna sem g-jarnan ríkja. Þói* enginn beri brigður á tónstyrk og tækni Heifetz, varð mér þó löngum meir hlustað á hina dimmari tóna sellósins, en það er auðvit að einstaklingssmekkur, en víst er um það að ég hef veitt athygli hverju einu sem ég hef séð um hann skrifað og um daginn rakst ég á viðtal við hann í erlendu blaði í tilefni af 65 ára afmæli hans, e:i þar sem maðurinn er ó- rnyrkur í máli og töluverður heimspekingur eins og fjölmarg- ir greindir tónlistarmenn verða, þótti mér ekki fráleitt að fleir- um gæti þótí fróðlegt að sjá, hvað hann hefur að segja. Helztu di-ættir ævi hans eru þessir: Piatigorsky er iæddur í Ukra- ínu og þegar niu ára að aldri var hann íarinn að leika í kvik myndahúsinu í heimabæ sínum, en fjórtán ára innritaðist liann í Keisaralega óperuskólann í Moskvu. Á byltingarárunum reyndi hann hvað. eftir ahnað að komast úr landi, en fyrst 1921 tókst honum að flýja til Pól- lands. Síðar Jifði hann á því að leika á veitingahúsum og kvik myndahúsum í Berlín. Þar heyrði Arthur Schnabel hann.af tilvilj un spila, og það varð til þess að Schnabel fékk hann til að taka þátt í flutníngi verka eftir Arnold Schöuberg. Þetta olli straumlivörfum í lífi Piatigorsk- ys. Eftir aö hafa sigraö í sam- keppni um stöðu íyrsta sellóleik ara við Fílharmóníuhljómsveit Berlínar fór frægðaroi'ð hans víða. Árið 1929 fór hann í tón leikaferð til Bandaríkjanna og þar settist hann að til frambúðar. í fyrrgreindu viðtali . segir hann um ellina: Mér finnst ég vei’a ákaflega ungur maður, en nokkuð gamall tónlistarmaðui'. Mig skiptir miklu meira máli, hve lengi ég hef leikið á hljóðfærið mitt, en þótt ég yrði 150 ára. Aldurinn sjálfur skiptir ekki höfuðmáli. en ekki líður sá dagur að ég hlakki ekki til einhvers. Ég hef Framliald á bls. 10 £ 18. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐ * MÓT— MÆLUM STJÓRNMÁL OG SÁLFRÆÐI Ennþá eru það aðeins ein stjórnmálasamtök í landinu, sem hafa talið sér nauðsynlegt að fá í forystusveit sína sálfræðing. Þegar forystusveit þessara samtaka er að öðru leyti betur könnuð og starfsferill þeirra ein Staklinga er hana mynda, þá verður að telja að vart hafi þessi samtök gert nokkra aðra ráðstöfun á starfsjíma sínum a£ meiri framsýni og knúnir ríkari nauðsyn. Hið daglega andlit stjómmála samtaka eru málgögn þeirra. Þar speglast þær hræringar, sem eiga sér stað innan samtakanna, vilji þeirra og afstaða til ein- stakra mála. Það veltur því á miklu, hvern ig til tekst um valið á starfsliði málgagna stjórnmálaflokkanna. Af því sem bezt verður vitað, erit allir flokkar a. m. k. svo ánægðir með þessa starfshópa sina, —. aðrir en ,,Alþýðubandalagið“ að þeir hafa EKKI talið nauðsyn- legt að ráða sérstakan „specia- lista“ til að greiða úr sálarflækj um í-itstjórnarmanna sinna. „MENN“, sem telja sig sér- staka málsvara menntamanna, en gátu aldrei lokið sjálfir námí sínu brátt fvi'ir ærinn tilkostnað almennincs og því engan árang ur greitf, þjóðinni til baka af námi sínu. ,,MENN“, sem telja sig sjálf- kjörna túlkendur á málstað vinnandi fólks, en hafa aldref unnið ærlegt handtak meðal verkafólks og aldrei deilt kjör- um með því, og hafa þess vegna það eítt í huga, áð af verkafólki megi hafa pólitískt notagildi. „MENN“, sem hvöttu til mynd unar „vinstri stjórnar" sem átti að vinna verkafólki til sjós og lands allt það gagn er þjóðfélag ið í lieild væri fært um, — svik ust síðan aftan að þessu sama samstarfi í ræðu og riti og áttu drýgstan þátt í að lítil sem eng in revní;la fékkst á’ fvrirtækinu, og jafrframt að sú litla reynsla sem fékkst. var neikvæð. Allt bett.a eerðist vegna 1. gráðu hug- og kiarklpvsis tn að standa f-3mv.-ii fvrír albiöð, sem ábyrg "r a^ili í hlíðu, sem stríðu. Þnrðn ekki að segia fólki sann- lelkann. TCnsu árram að sitja í einaperun og ðhrifalevsi um- vafnir póli+’skum ósannindum. Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.