Alþýðublaðið - 18.05.1968, Qupperneq 7
*
ntstj- ÖRN EIÐSSOh il Þl R^l n n R
REYKJAVÍK - KEFLAVÍK 7:7
Gott veður en lé
leg knattspyrna
Bæjarkeppni Reykjavíkur og
Keflavíkur á fimmtudagskvöld
ið lauk með jafntefli einu
marki gegn einu. Bæði mörk-
in voru skoruð í fyrri hálf-
leiknum. Reykvíkingarnir
voru fyrri til. Þeirra mark
kom er nokkrar mínútur voru
liðnar af leiknum. Það var
Alexander Jóhannesson út-
herji sem skoraði með laglegu
skoti úr sendingu frá Eyleifi.
Síðan jöfnuðu Keflvíkingarnir
á 37. mín. Þá var það Hjörtur
ísaksson v. útvörður, sem skor
aði, mjög óvænt og af hreinni
tilviljun. Þar var ekki um
neitt skot að ræða, heldur
lausa sendingu, sem mun hafa
átt að vera fyrir markið. Bolt
□ í fyrrakvöld voru háð und
anúrslit Evrópubikarkeppn-
innar í knattspyrnu. Manchest
er Utd. og Real Madrid gerðu
jafntefli 3;3. Áður hafði Man-
ehester Utd. sigrað Real 1:0
og Englendingar fara því í úr-
slit og leika við Benfica, sem
vann Juventus í báðum leikj-
unum 1:0.
-O-
Vestmannaeyingar sigruðu Ak
ureyringa í knattspyrnu í
íyrrakvöld 1:0. Markið skor-
að Sigurður Ingi Ingólfsson.
Akureyringar misnotuðu víta-
spyrnu. Leikurinn var háður í
Eyjum.
inn snerist inn að markinu.
Sigurður Dagsson hljóp upp og
hugðist grípa knöttinn, en
missti sjónar'af honum vegna
sólarinnar, og nánast sópaði
honum inn.
Annars var leikurinn í heild,
að undanskyldum fáeinum
fyrstu mínútunum, þófkennd-
Ur og næsta ónákvæmur á
báða bóga. Of mikið af röng-
um sendingum og misheppn-
uðum skotum og illa nýttum
möguleikum.
Keflvíkingar voru þó öllu
snarpari í síðari hálfleiknum,
og hefðu átt að geta tryggt
sér sigurinn, en fum og fljót-
ræði framherjanna kom í veg
fyrir það. Reykjavíkurliðið
átti ágætan leik fyrstu mín-
úturnar, en síðan dró af því
jafnt og þélt. Hermann, Eyleif
ur og Reynir allir stórsnjallir
leikmenn, svo sem kunnugt
er, nýttu ekki hæfileika sína,
svo að gagni væri, þó alloft
léku þeir laglega.
Bergsveinn Alfonsson kom
inn á fyrir Alexander, sem
meiddist lítillega, og var
Bergsveinn einhver duglegasti
leikmaðurinn í liði Reykvík-
inga, og yfirleitt á vellinum.
Magnús Pétursson dæmdi
leikinn, fylgdist ekki nógu vel
með, sýnilega í lítilli þjálfun,
og lét um of hendingu ráða
dómum. EB.
Ársþing ÍBR fer
fram á morgun
Ársþing ÍBR verður haldið 19.
verður haldið sunnudaginn 19.
maí í Tjarnarbúð, niðri, og
hefst kl. 14.00. Þingið sitja
fulltrúar frá 23 aðildarfélög-
um bandalagsins og 7 sérráð-
um þess, svo og fulltrúar frá
íþróttasambandi íslands og
sérsamböndum þess. Fyrir
þingið verða m.a. lagðar til-
lögur um takmörkun á útgáfu
frímiða að knattspyrnuleikj-
um í Reykjavík.
SIÐUSTU LEIKIR
Síðustu leikir Litlu bikar-
keppninnar í knattspyrnu fara
fram í dag. Þá leika Kópavog-
ur og Hafnarfjörður í Hafnar-
firði og Akranes og Keflavík
á Akranesi. Leikur Akraness
og Keflavíkur hefst klukkan
15.30.
Verðlaunabikarinn í Litlu
bikarkeppninni, sem þeir Axel
Kristjánsson og Albert Guð-
mundsson hafa gefið, verður
afhentur á Akranesi að leik
loknum.
Vormót ÍR verður háð 24 maí n,k.
Fyrsta frjálsíþróttamót
ársins í Reykjavík, Vor-
mót ÍR fer fram á Mela-
vellinum 24. maí n.k.
Keppt verður í eftirtöld-
um greinum:
200 m. hlaupi, 800 m.
hlaupi, 2000 m. hlaupi,
kúluvarpi, kringluttasti,
sleggjukasti, hástökki,
langstökki kvenna, 100 m.
hlaupi kvenna, 60 m.
hlaupi pilta (f. 1956 og
1957), og 100 m. hlaupi
drengja (f. 1950 og síðar).
Þátttökutilkynningar
sendist Guðmundi Þórar-
inssyni, þjálfara c/o Mela
vellinum í síðasta lagi 21.
maí.
Á myndinni sézt Örn
Agnarsson, UÍA, sem vafa-
laust verður meðal kepp-
enda í 200 m. hlaupi.
Flatningsmenn
Vantar vana flatningsmenn strax. Mikil vinna.
HJALLANES H.F.
Hafnargötu, Kópavogi. — Sími 40760.
Sumarbúbir ÞjóBkirkjunnar
Byrjað verður að taka á móti umsóknum um
dvöl í sumarbúðum þjóðkirkjunnar mánudag
inn 20. maí n.k. kl. 9, f.h. á skrifstofu æskulýðs
fulltrúa þjóðkirkju’nnar, Biskupsstofu, Klapp-
arstíg 27.
Hálfsmánaðar dvalarflokkar fyrir börn á ald-
rinum 9-12 ára, frá 20. júní til ágústloka.
Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar.
Bifreiðar til sölu
Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar, Síðumúla
16, eru tvær bifreiðar til sýnis og ^ölu, Chevro
let 1963, sendibifreið, og Land-Rover 1963.
Tilboð óskast send fyrir 24. þ.m. á bifreiðaverk
stæðið til Skúla Sveinssonar, aðalvarðstjóra,
sem gefur allar upplýsingar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 17. maí 1968.
Royalcote
veggklæðning
Royalcote er tilbúin til
uppsetningar, fullfrágeng-
in í plötum 244x122 cm.
í hnotu, eik marmara og
pekan.
Royalcto er falleg og end-
ingargóð veggklæðning.
Lumberpanel
Stærðir 270 og 250 cm. á
lengd og 30 og 20 cm. á
breidd. Margar viðarteg-
undir.
Sumberpanel viðarþiljur
eru löngu kunnar um land
allt fyrir íiagstætt verð og
frábær gæði.
PÁLL ÞORGEIRSSON & CO.
18- maí 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J