Alþýðublaðið - 18.05.1968, Page 12

Alþýðublaðið - 18.05.1968, Page 12
4 ÆIÍKVÆM 10MHO) Með hliðsjón af kynnum mín- um af karlmönnum álít ég að Eva hafi alls ekki tælt Adam til að eta eplið, heldur öfugt. 30. sýning á íslðndsklukkunni Annað kvöld, laugardaginn 18. maí, verður íslandsklukkan sýnd í 30. sinn í Þjóðleikhús- inu. Aðsókn að leiknum hefur verið ágæt og enn virðast vin- sældir íslandsklukkunnar vera jafn miklar. — Nú eru aðeins eftir örfáar sýningar á leiknum að þessu sinni, þar sem flestir leikarar Þjóðleikhússins fara í leikför til Norðurlands í byrjun næsta mánaðar. Myndin er af Rúrik Haraldssyni og Sigríði Þor- valdsdóttur í hlutverkum sín- um. Flestir þeir er starfa sinna vegna þurfa að gista Vestmanna eyjar þurfa þess vegna hins myndarlega sjávarútvegs sem þar hefir farið og fer fram. MOGGI Svaka spældi ég eina píu á balli um daginn. Viltu dansa? spurði ég. Já takk, svaraði liún. Dansaðu þá, sagði ég. Ég var að brjóta heilann um það í gær, hvor.t öll þessi um- ferðarhöft og viðgerðir á göt unum væru framkvæmd til að fólkið fagnaði H-umferðinni, og þeir sem væru á móti henni einnig. Það verður néfnilega ekki fyrr en á H-degi sem við- gerðunum lýkur og greiðfært verður um bæinn á ný. I.OFTÞETTAR UMBLOIR VINSÆLASTÁ PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Albert REYKTÓBAK. dagíegi BAlístur Um pilsðmenninguna o.fl. ÝMISLEGT er komið merkilegt í tízkunnf (sera er jú eitt af merkilegustu menningarfyrirbærum heimsins). Það er til dæmis algengt að ungar stúlkur noti hárið á sér til að hengja það eins og gardínur fyrir andlitið, þannig að ekkert sézt nema annað auga eða svo. Þetta ,er afar hentugt, einkanlega ef andlitið skyldi nú vera þannig að það væri þeim mun feg- urra sem minna sæist af því, og verður ekki komizt hjá að hæla tízkufrömuðum fyrir að finna upp svo haganlega tízku. Eins er inú ýmislegt nýtt að heyra af pilsa-menningunni. Gallinn við stuttu pilsin var nefnilega sá að ekki allar konur hafa fallega fætur, og þeim mun meira sem sézt af ljótum fótum þeim mun ferlegri verða þeir. Á kvenréttindaöld verður það að teljast til sjálfsagðra mann réttinda að mega vera hjólbeinóttur án þess að það sé auglýst í hvert skipti sem út á götu er komið, og fyrir Iþví var gripið til 'þess örþrifaráðs að láta bæði síð og stutt pils vera í tízku. Að vísu ber að taka tillit til þess að stutt pils sýna ekki bara fæturna heldur og ýmislegt fleira ef vel er að gáð, og gæti kon um þótt verra að missa algerlega af þeim sjóbissniss. 'En við flestu leru ráð ef viljinn er fyrir hendi. Tízkufröm. uðir eru allra manna hugkvæmastir á að finna upp nýja hluti, einkanlega þó að segja að það sem áður þótti ljótt sé fallegt, og það sem áður þótti óviðurkvæmilegt sé í rauninni mjög svo vel við eigandi. Þess vegna benda sterkar líkur til þess að næst verði stutt pils í tízku, en þau verki ekki þannig stutt að þau nái stutt niður, heldur stutt upp, t. d. ekki nema upp á mitt læri eða svo. Þarf ekki að efa vinsældir slíkra pilsa. Um skótau kvenna er nú minna að segja en oft áður, nema auðvitað eru skór fyrst og fremst sýningargripir, en ekki til þess að setja fæturna í þá. Það að skór ieigi að vera fyrir fætur er aukaatriði, aðalatriðið er að þeir veki athygli, og eins og allir vita er þrauta lendingin að ef eitthvað vantar í efsta hluta líkamans, þ. e. höfuðið, þá skuli reynt að draga athyglina frá því, það er heilabúinu, og leiða hana niður í skóna. Á hinn bóginn 'er það á móti starfsemi dýraverndarfélags ins að skylda konur til að ganga á skóm sem alls ekki eru búnir til fyrir fætur, nema þá kannski á kóngulóm og fiski- flugum. Og til þess að sameina þetta tvennt er aðeins eitt ráð, að leyfa konum að ganga á gúmískóm eða jafnvel vað- stígvélum, líka í samkvæmi, en fínu skóna hafi þær bara með sér þannig eru þeir til sýnds líka, og það var meiningin með þeim. — GÖTU-GVENDUR. Sá spaki Haltu náunganum alltaf úr kallfæri við þig því annars kemur að því að hann biður þig að lána sér peninga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.