Alþýðublaðið - 18.05.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 18.05.1968, Side 1
ÚTVÁRPSVIKAN 79.-26. maí TÓNSKÁLD MÁNAÐARINS TÓNSKÁLD MAÍ.MÁNAÐAR er Árni Björnsson. Hann er fæddur 23. desember 1905, jólabarn foreldra sinna, að Lóni í Kelduhverfi. Hann byrj aði ungur að stjórna kórum nyrðra og leika á orgel. Til Reykjavíkur kom hann 1928, settist í Tónlistarskólann 1930 og útskrifaðist þaðan sem pí- anóleikari árið 1935. Næstu ár lagði hann jöfnum höndum stund á píanó- og flautuleik og samdi auk þess nokkuð af tónverkum, en á því byrjaði hann snemma. Árið 1944 sett- ist hann í kunnan brezkan tónlistarskóla, Royal Manchest er College of Music, nam þar píanó- og flautuleik og lék í hlómsveitum. Heim kom hann 1946 og hóf þá kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og lék með hljómsveitum bæj arins. — Af verkum Árna Björnssonar má t. d. nefna sinfóniska svítu „Upp til fjalla" (það var ásamt svít- unni „Á krossgötum" eftir Karl O. Runólfsson, fyrsta sinfóníska verkið, sem íslenzk hljómsveit tók til meðferðar eftir íslenzkan höfund, flutt í marz 1940), en sú svíta verð ur einmitt flutt í Ríkisútvarp inu, hljóðvarpi, á fimmtudags- kvöld; þá má nefna „Frelsis- ljóð“ gefið út í tilefni lýðveld ishátíðarinnar og „Forleik að Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson". Af einsöngslögum Arna Björnssonar má nefna „Horfinn dag“, „Rökkurljóð" og „Vorið er komið“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.