Alþýðublaðið - 09.06.1968, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.06.1968, Qupperneq 4
Nemendur, sem luku prófi í ensku vátryggingamáli, ásamt kennara og prófdómara. (Á mynd'ina vantar 3 nemendur og Brian Holt, prófdómara.). Skólauppsagni Alþýðublaðinu hefur borízt allmargt fréttatilkynninga um slit skóla og skólauppsagnir og er sagt frá nokkrum þeirra hér á eftirs Tryggingarskólinn Tryggingaskólanum var slit ið 22. maí. Á vegum skólans voru fluttir 9 fyrirlestrar um þrjú mismunandi efni. Skipuð var á vegum skólans „orðanefnd“ til að íslenzka erlend orð og orðasambönd, sem notuð eru við vátrygging ar. Kenndar voru 2 greinar, brunatryggingar og enskt vá- tryggingarmál, og lauk báðum námskeiðunum með prófi. Kennsla í brunatryggingum annaðist Hilmar Pálsson, full- trúi, en enskukennsluna Þor- steinn Egilsson, fulltrúi. í brunatryggingum luku 14 nemendur prófi og í ensku vá- tryggingamáli luku 10 nem- endur prófi. Tryggingaskólinn, sem hóf starfsemi sína haustið 1962, er rekinn á kostnað Sambands ísl. tryggingafélaga og fyrst og fremst ætlaður starfsmönnum tryggingafélaganna. Skólanefnd Tryggingaskól- ans skipa Jón Rafn Guðmunds son, formaður, Tryggvi Briem og Þorsteinn Egilsson. Húskæóraskóli Reykjavíkur Húsmæðraskóla Reykjavík- ur var sagt upp 6. júní. í vet- ur stunduðu 197 námsmeyjar nám við skólann, þar af voru 40 í heimavist. Handavinnusýning skólans var um hvítasunnuhelgina og var fjölsótt að vanda. Hæstu einkunnir hlutu: Erna .Tóna Arnórsdóttir, Kópa vogi 9,39. 'a'$ Helga Karlsdóttir, Reykjavík 9,35. Þórdís Pálsdóttir, Reykjavík 8,66. Þær hlutu allar verðlaun, fagrar sifurskeiðar með merki skólans. Auk þeirra hlutu verðlaun úr „Minningarsjóði Margrétar Þorláksdóttur" þær Hrafnhild ur Garðarsdóttir, Reykjavík og Hildigunnur Þorsteinsdótt- ir, Eystri-Sólheimum, Mýrdal. Cral Permin í Kaupmannahöfn veitti fögur verðlaun fyrir snilldarhandbragð í útsaumi og hlaut þau Hólmfríður Alex andersdóttir, Siglufirði. Vefn- aðarverðlaun skólans fékk Marta Ormsdóttir. Reykjavík. Úr „Minningarsjóði Guðrúnar Kristjánsdóttur“ eru árlega veitt verðlaun fyrir bezta al- hliða handavinnu og hlaut þau að þessu sinni Guðrún Ágústa Sigurbebtsdóttir, Hafnarf. Þá á hlaut Sigríður Kristín Snorra dóttir, Blönduósi, verðlaun fyr ir framúrskarandi ástundun. Úr „Minningarsjóði Ólafíu Hjördísar Sverrisdóttur“ voru tvenn verðlaun veitt fyrir hátt prýði. Þau hlutu þær Helga Sigurðardóttir. Keflavík, nem andi í heimavist og Ragnheið- ur Gunnarsdóttir, Hafnarfirði, nemandi í dagskólanum. Við- urkenningu fyrir umsjónar- störf fékk Marta Jónsdóttir. KING SIZE FILTER I $ Leið nútímamannsins til ekta tóbaksbragðsins frá Ameríku Keflavík Gagnfræðaskólanum í Kefla- vík var slitið hinn 31. maí sl. Afhöfnin hófst með ræðu skóla stjórans, Rögnvalds J. Sæ- mundssonar. í ávarpi sínu drap liann á það ófremdar- ástand, sem ríkt hefur í bygg- ingarmálum skólans og taldi skólastjórinn ekki líkur á að það lagist á næstunni. I lok ræðu sinnar hvatti hann nemendur til að hlusta á rödd samvizkunnar og láta hana iskera úr um breytni sína. í skólanum voru skráðir alls 448 nemendur. Undir próf gengu 429 nem. 118 nem. í 1. bekk', 123 nem. í 2. bakk, 84 nem. í 3. bekk alm. deildar, 22 nem. í landsprófsdeild og 82 nemendur þreyttu gagnfræða- próf. Viðstaddir skólaslitin voru all margir gamlir nemendur skólans og færðu þeir skólan- um gjafir. Kvennaskólinn Kvennaskólanum var sagt upp laugardaginn 25. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Skólaslitaræður flutti frú Framhald 4 12. síðu. FRÁBÆR ENDING 4 9- júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.